Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 62
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR50 í verkum hennar eru líka á sífelldri hreyfingu, ferðast með bílum, skipum og lestum. Það er þetta friðleysi sem keyrir þær áfram. Þá sækja konurnar í verkum Steinunnar alltaf í gröfina í einhverjum skilningi. Dauðinn er alltaf á næsta leiti.“ Guðni segir vissa ögrun að fást við samtímann í greinum sem þessum. „Við erum alltaf að endurskoða alla túlkun og endurskapa hugmyndir okkar um bókmenntirnar. En þetta verður sér í lagi dínamískt þegar verið er að fást við höfund sem er ekki búinn að ljúka sínu höfundarverki.“ Hann telur einmitt mikilvægt að fjalla um höfunda í samtímanum, sem sé bæði ögrandi fyrir greinand- ann og viðfangsefnið. „Það skiptir líka máli að draga fram þá punkta sem við sem samtímalesendur göngum að sem vísum. Framtíðarkynslóðir eiga eftir að lesa framhjá fjölmörgum hlutum sem við í samtímanum vitum af, um leið og við tökum bók í hönd. Þetta eru þeir hlutir sem týnast fyrst, af því það hirðir enginn um þá.“ Eftir Guðna kom einnig nýverið út greinasafnið Rekferðir, fyrsta bókin í nýju ritröðinni Vörður í menningar- fræði sem Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur stendur að. Ritröðin hefur eink- um það markmið að birta greinasöfn sem fjalla um menningarleg málefni og ýmis fræði er varða samtímann. Greinarnar eru skrifaðar á árunum 2001 til 2009, en tvö ártöl, 11. sept- ember 2001 og 6. október 2008, móta verkið. „Þetta var tímabil gríðarlegr- ar heimsvæðingar markaðsaflanna en líka tímabil mikils ótta við hryðjuverk og undirróðursstarfsemi. Á Íslandi var þetta líka uppgangstími. Svo slæst þetta saman á einhvern sérkennilegan hátt hér á landi.“ Greinarnar, sem fjalla um allt frá Íraksstríðinu til mávastells, birt- ust í Lesbók Morgunblaðsins. Guðni segist hafa fengið talsvert mikið af athugasemdum frá lesendum á þeim tíma. „Ég hef verið skammað- ur fyrir að vera vinstri sinnaður af hægri mönnum og hægri sinnaður af vinstri mönnum. Þunginn í grein- unum er vissulega gagnrýni á Sjálf- stæðisflokkinn, en það var fyrst og fremst vegna samfélagsástandsins sem þá var. Sjálfstæðismenn voru við völd og þeirra var ráðandi skilningur á samfélaginu. Ég var skeptískur yfir þessum skilningi og hafði áhyggjur af þróuninni hér á Íslandi,“ segir Guðni. holmfridur@frettabladid.is Þá sækja kon- urnar í verkum Steinunnar alltaf í gröfina í einhverjum skilningi. Ólöf Arnalds heldur sína aðra sól- stöðutónleika á árinu á Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal í kvöld ásamt Skúla Sverrissyni. Ólöf hélt vel heppnaða sumarsól- stöðutónleika í Grasagarðinum í júní og snýr nú aftur til leiks á vetrarsólstöðum. Á tónleikunum flytur Ólöf efni af nýrri smáskífu, „Ólöf Sings“ sem kom út í nóvember, sem og lög af nýrri plötu sem væntanleg er á nýju ári, auk eldra efnis í bland. Ólöf Arnalds og Skúli Sverris- son, bassaleikari og tónskáld, hafa verið nánir samverkamenn um hríð. Skúli stýrir upptökum á nýrri plötu Ólafar, sem er væntan- leg með vorinu en hann kom líka að gerð fyrri breiðskífa Ólafar, Við og við og Innundir skinni. Þá vann Ólöf með Skúla á plötu hans, Seríu I, sem hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin 2006 í flokki sígildrar og samtímatónlistar, sem og Seríu II, sem kom út í fyrra. Skúli og Ólöf leiddu síðast saman hesta sína á Opnunartón- leikum Listahátíðar í Reykjavík fyrr á þessu ári. Tónleikarnir á Café Flóru í kvöld hefjast klukkan 21 en húsið opnar klukkan 20. Miðaverð er 2.500 krónur og eru miðar seldir í forsölu á midi.is og í Smekkleysu- búðinni á Laugavegi. Ólöf Arnalds og Skúli á sólstöðutónleikum SKÚLI SVERRISSON Stýrir upptökum á nýrri plötu Ólafar. ÓLÖF ARNALDS Hélt sumarsólstöðutónleika í Grasagarðinum í júní og endurtekur nú leikinn á vetrarsólstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tvær bækur eftir Guðna Elís- son prófessor komu nýverið út á vegum Háskólaútgáfunnar. Aðra þeirra, greinasafnið Hef ég verið hér áður, vann Guðni með eiginkonu sinni, Öldu Björk Valdimarsdóttur. Hún fjallar um höfundarverk Stein- unnar Sigurðardóttur rithöf- undar. Hin bókin er samansafn greina sem taka á samtímanum út frá ólíklegustu hliðum. Út er komin á vegum Háskólaútgáf- unnar bókin „Hef ég verið hér áður“, safn sjö greina sem allar fjalla um verk Steinunnar Sigurðardóttur rit- höfundar. Það eru hjónin Guðni Elísson, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ, og Alda Björk Valdimarsdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði, sem eiga heiðurinn að bókinni. Hún hefur verið nær áratug í vinnslu. Þau Guðni og Alda draga fram og velta fyrir sér þeim þemum, minnum og leiðarstefjum sem eru gegnum- gangandi í verkum Steinunnar. „Hún glímir mikið við samband manns og náttúru, henni eru mjög hugleik- in vensl ástar og dauða og tíminn gengur alltaf eins og rauður þráð- ur í gegnum verk hennar,“ útskýrir Guðni. Þannig séu hugleiðingar um tíma, forgengileika og það hvern- ig tíminn breytir mönnum, stöðum og samböndum áberandi. „Persónur KONUR STEINUNNAR SÆKJA ALLTAF Í GRÖFINA LANGUR AÐDRAGANDI Bók þeirra Guðna Elíssonar og Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, Hef ég verið hér áður, var nær áratug í vinnslu. Hún samanstendur af sjö greinum sem allar fjalla um höfundarverk Steinunnar Sigurðardóttur rithöf- undar út frá ýmsum hliðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÁANLEGUR Í ÖLLUM BESTU VERSLUNUM LANDSINS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.