Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 66
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR54 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 BYLTING Í ÞÆGINDUM Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er. Stöð 2 Netfrelsi gerir þér kleift að horfa á eftirlætis þættina þína í tölvunni, farsímanum eða spjald- tölvunni – þegar þér hentar. TÖLVASNJALLSÍMI SPJALDTÖLVA Nýjung fyrir áskrifendur Stöðvar 2 Allt uppáhaldsefnið þitt, innlent og erlent er aðgengilegt í tvær vikur eftir frumsýningu. Farðu inn á stöð2.is, veldu Netfrelsi, skráðu þig og byrjaðu að horfa - en hver þáttur kostar aðeins 30 Stöðvar 2 punkta fyrstu tvo mánuðina. Nýttu þér Stöð 2 Netfrelsi – hvar og hvenær sem er! Gunnlaugur Egilsson, dansari og danshöfundur, opnar sýningu á leðurgrímum sem hann hefur hannað í skartgripasmiðjunni Hringu á Laugavegi í kvöld. Gunnlaugi er margt til lista lagt því auk dansins hefur hann lagt stund á leðurgrímumótun í nokkur ár. Hann hefur meðal annars hannað leðurgrímur fyrir dansverk sitt Djöflafúgu, sem Íslenski dansflokkurinn sýndi 2008. Grímur Gunnlaugs hafa yfir sér annarlegan blæ en sjálfur segist hann sjá fegurðina í því ljóta og fá innblástur úr því sem er djöfullegt og óhugnanlegt. Sýning Gunnlaugs í Hringu stendur til 28. desember. Dansari sýnir leðurgrímur GRÍMA Gunnlaugur sækir innblástur í hið djöfullega og óhugnanlega. Tónlist ★★ Ísland Cortes feðgar Frost Music Minna er meira Garðar Thór Cortes hefur himn- eska rödd. Hann syngur af einstakri tilfinningu. Ástríðan í rödd hans er svo grípandi að það er unaður að hlusta á hann syngja. Faðir hans, Garðar eldri, er líka magnaður söngvari og listamaður. Hann hefur auðgað tónlistarlíf Íslendinga meira en flestir aðrir. Feðgarnir syngja saman á geisla- diski sem ber heitið Ísland. Lögin eru ástsælar söngperlur, Blítt er undir björkunum, Maístjarnan, Draumalandið, Í dag skein sól og annað í þeim dúr. Söngurinn er vissulega fagmann- legur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minni mæli á Harald Vigni Svein- björnsson. Synd væri að segja að smekkvísi hefði ráðið þar för. Útsetningarnar eru svo væmnar og yfirþyrmandi að manni verður hálf ómótt. Allstór hljómsveit spilar í útbólgnum, klisjukenndum Disney- stíl. Það er einhver Frostrósabragur á öllu sem kæmi kannski ágætlega út á stórtónleikum. Ekki á geisla- diski með hugljúfum lögum sem þurfa í langflestum tilfellum bara einfalda umgjörð. Þetta er synd, vegna þess að þessi geisladiskur hefði getað orðið frábær. Listræn stjórn hefði þurft að vera miklu, miklu betri. Jónas Sen Niðurstaða: Fallegur söngur sem drukknar í ósmekklegum útsetningum. Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dög- unum. Þar lýsir höfundur- inn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum. Í bókinni Ísland á umbrotatímum leitast Björn Erlingsson við að lýsa með ljósmyndum og stuttum texta þeim umbrotum sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi á undan- förnum misserum og áratugum. Bókin skiptist í fjóra meginkafla; hefst á eyðijörðum sveitanna sem endurspegla þær miklu breyting- ar sem urðu á að búsetu lands- manna á öldinni sem leið. Annar kafli fjallar um samfélag velmeg- unar og efnishyggju, sá þriðji um efnahagshrunið en fjórði og síð- asti kaflinn um umhverfismál. „Hugmyndin að þessari bók kviknaði upp úr hruni,“ segir Björn. „Ég tók saman punkta sem ég hafði skrifað og setti s a m a n v i ð myndir sem ég tók og þetta virkaði nokkuð vel saman. Svo vatt þetta upp á sig og úr varð þessi bók.“ Sumar myndanna í bókinni hafa ekki komið fyrir augu almennings áður, til dæmis úr búsáhaldabylt- ingunni. Oft var Björn í hring- iðu atburðanna, ein myndin sýnir hann sjálfan til dæmis þrútinn í augum eftir að hafa fengið pipar- úða yfir sig. „Ég vildi komast sem næst atburðunum en gætti mmín jafn- framt á því að hafa ekki áhrif á framvinduna, því markmiðið var eingöngu að ná myndum og „dokú- mentera“ það sem var að gerast.“ Björn hefur áður gefið út ljós- myndabókina Allra veðra von, frá 2003, sem gekk meira út á náttúrustemningu og ljóðrænu. „Bækurnar kallast hins vegar að vissu leyti á, þær eru unnar út frá ákveðnu þema, brotstærðin er sú sama og textinn bæði á íslensku og ensku. Það er aldrei að vita nema ég geri fleiri verk í þessum dúr og þrói þetta út í sérstakan bókaflokk.“ Bókin kemur út á vegum for- lagsins Kjöls, sem Björn starf- rækir sjálfur en hann er bók- bindari að mennt og starfar sem slíkur, en hefur einnig numið ljós- myndun.“ „Þessi kunnátta hefur nýst mér vel, ég sé um hönnun bókarinn- ar, umbrot og bókband. Ég þyrfti bara að prenta bókina líka til að teljast algjörlega sjálfbær með hana.“ bergsteinn@frettabladid.is Umbrot í máli og myndum BJÖRN ERLINGSSON ÁTÖK Á AUSTURVELLI Í Ísland á umbrotatímum eru myndir frá búsáhaldabyltingunni og öðrum lykilatburðum síðustu ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.