Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 78
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR66 Mikið úr SNARLÆKKAÐ VERÐ 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR FJÖL- SKYLDU- HJÓL KEPPNIS- HJÓL val af þrektækjum www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 30- 60% AFSLÁTTUR SKÍÐI Tónlist ★★★ 7 Todmobile Þéttofið, litríkt og yfirleitt áhugavert Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri. Platan hefst á hinu krúttlega Sjúklegt sjóv sem Andrea syngur við hnyttinn texta sinn og næst tekur við Hafmey, sæmileg kraftballaða með Eyþóri Inga. Þau syngja síðan saman í Hér og nú, lagi sem hefði sómt sér vel í Eurovision. Aftur syngja Rocky Horror-vinirnir saman í Það er nú það, hressilegu popplagi, sem er næst besta lag plötunnar á eftir Gleym mér ei, verulega huggulegu lagi í gamla Todmobile-stílnum, með töff gítar- og bassaspili. Allt þetta hristir upptökustjórinn og gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni saman í litríkan kokteil en lagasmíðarnar á seinni helmingi plötunnar eru ekki jafn áhugaverðar, þótt margt sé þar vel gert og ýmsu tjaldað til. Undantekningin er Ég er bara ég þar sem falleg rödd Andreu skín skært í þéttofinni ballöðu. Einnig sker Draumar og dægurlög sig úr sem ágætis popplag og Ástin mín er lítið og sætt lokalag. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Nokkur mjög góð lög en minni gæði í seinni hlutanum draga úr heildar- áhrifunum. Hollywood-útgáfa Karla sem hata konur er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag. Aðalleikkonan Rooney Mara hefur breyst mikið eftir að hún fékk hlutverkið. Stjarna leikkonunnar ungu, Rooney Mara, rís hratt þessa dagana eftir að hún lék Lisbeth Salander í Hollywood-útgáfu Karla sem hata konur. Mara var valin úr hópi hæfileikaríkra leik- kvenna til að taka hlutverkið að sér vegna vilja hennar til að gerbreyta sér og lifa sig inn í hlut- verkið. Núna vill leikkonan ekki sjá fötin sem hún átti áður en hún lék í myndinni. Persónulegur stíll hennar gjörbreyttist á þeim fjórtán mánuðum sem hún eyddi við tökurnar, en eins og lesendur bóka Stiegs Larson þekkja er Salander bæði húð- flúruð og götuð um allan líkamann. Mara þykir nú klæða sig mun líkar hinni óttalausu Salander, í dekkri liti og hreinar línur í pönkuðum naumhyggjustíl. Stíll Möru var áður kvenlegur, unglegur og rómantískur og því er um mikla breytingu að ræða. „Ég endurnýjaði fataskápinn minn algjörlega. Ég var tilneydd, að hluta til vegna hárgreiðslunnar en líka vegna þess að mér leið ekki lengur þægilega í föt- unum mínum eftir að ég lifði sem Lisbeth í fjórtán mánuði,“ sagði Mara í viðtali á dög- unum, en hún þurfti meðal annars að raka af sér hárið fyrir hlutverkið og láta gata aðra geirvörtuna fyrir hlutverkið. Vill ekki sjá gömlu fötin GJÖRBREYTT 2006 Rooney Mara mætti í kvenlegum kjól með blúndu- saumi á frumsýningu. 2009 Leikkonan var ungleg með náttúrulega liði í hárinu og í rómantískum kjól á kvik- myndahátíðinni í Toronto. 2011 Mara sýndi gjörbreyttan stíl sinn í fallegum Givenchy- kjól á heimsfrumsýningu nýju myndarinnar. 2011 Hreinar línur og pönkuð naumhyggja ráða stíl leik- konunnar þessa dagana. 2006 2009 2011 NORDICPHOTOS/GETTY 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.