Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 86
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR74 sport@frettabladid.is GUÐJÓN ÁRNI ANTONÍUSSON skrifaði í gær undir tveggja ára samning við FH. Hinn 28 ára gamli bakvörður kemur til félagsins frá Keflavík, þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Það hefur lengi staðið til að Guðjón færi í Hafnarfjörðinn, en hann var samningslaus. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ÞJÁLFARI RHEIN-NECKAR LÖWEN HANDBOLTI Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir lands- liðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin. „Ég held þessu opnu. Ég er auð- vitað búinn að ræða málið við Ólaf og niðurstaðan úr því spjalli var sú að ég fengi að hafa hann í þessum 28 manna hópi sem síðan er gjald- gengur fyrir landsliðið á EM. Við munum láta á þetta reyna og svo sjáum við hvað setur. Maður veit aldrei hvað getur gerst,“ segir Guðmundur en mun hann setja mikla pressu á Ólaf að vera með? „Nei, ég mun ekki gera það. Ég mun leyfa honum að taka ákvörðun þegar upp er staðið. Ég veit alveg að hverju ég geng með Ólaf og ég á ekki von á því að hann verði með okkur í Serbíu.“ Ólafur lék gegn Kiel í Meistara- deildinni um helgina og stóð sig vel. Kom nokkuð á óvart að hann skyldi þess utan spila allan leikinn. „Hann spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Átti stórkostlegar send- ingar en skotin gengu kannski ekki alveg. Mér fannst hann einn- ig standa vaktina í vörninni vel.“ Ólafur sagði við Fréttablaðið um daginn að það væri skynsam- legra að byggja sig upp núna og koma sterkari inn í undankeppni Ólympíuleikanna síðar á árinu. Eru menn farnir að hugsa of langt fram í tímann? „Það má ekki gleyma því að öll mót eru mikilvæg og hjálpa liðinu við að spila sig saman. Ég vil ekki líta á þessa keppni sem eitthvað grín. Við verðum að taka mótið alvarlega og fá sem mest út úr því. Við þurfum að spila okkur saman og verða klárir í undankeppni Ólympíuleikanna eins vel og við getum. Ég legg mikla áherslu á það að þeir sem geta spilað á EM geri það af fullum krafti og við reyn- um að ná eins góðum árangri þar og við getum,“ segir Guðmundur. „Þetta er eitt sterkasta handbolta- mót heims og við viljum standa okkur vel. Um leið erum við að byggja okkur upp til framtíðar.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að landsliðið ætli að selja sig dýrt á EM í Serbíu í janúar: Geri ekki ráð fyrir því að Ólafur verði með ENGINN ÓLAFUR Í SERBÍU Landsliðið verður væntanlega án Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu. Það fyrsta stórmótið sem Ólafur missir af síðan árið 1993. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvals- deildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverð- ar breytingar á liðinu fyrir tíma- bilið og svo verða töluvert mikl- ar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveld- asta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár,“ segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur.“ Höfum orðið fyrir miklum áföllum Guðmundur segir að forsvars- menn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki.“ Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stór- skyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaður- inn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið.“ Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinu Fyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripa- jöfrinum Jesper Nielsen var mein- að að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðal- lega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með fram- haldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur.“ Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummers bach og í tveimur Evrópu leikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnu- vel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel,“ segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel.“ henry@frettabladid.is ÓTTAST EKKI AÐ MISSA STARFIÐ Guðmundur Guðmundsson segir að starf sitt hjá Rhein-Neckar Löwen sé ekki í neinni hættu þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi í vetur að hanga í bestu liðum Þýskalands. Löwen hefur orðið fyrir miklum áföllum og Guðmundur segir að liðið sé ekki eins sterkt í ár og það hefur verið síðustu ár. LÍFLEGUR Guðmundur er þjálfari af lífi og sál og tekur alltaf afar virkan þátt í leiknum frá hliðarlínunni eins og sjá má á þessari mynd. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai-vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður-Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Leikurinn mun bera heitið „Kirin Challenge Cup“ en Jap- anar mæta svo Úsbekistan í undankeppni HM 29. febrúar. Það verður síðasti leikur Japans í sínum riðli og með sigri tryggja Japanar sér efsta sætið. Þeir hafa þó tryggt sér sæti í næstu umferð undankeppni Asíu fyrir HM. Þetta er annar vináttulands- leikurinn sem skipulagður er í febrúar, því Ísland mætir Svart- fjallalandi ytra 29. febrúar næst- komandi. Það átti í fyrstu að vera fyrsti leikur liðsins undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Lars Lager- bäck, sem tekur formlega við lið- inu nú um áramótin, en nú er ljóst að hann byrjar með liðið í Japan. - óój Fyrsti leikur Lagerbäcks: Byrjar gegn Japan ytra LARS LAGERBÄCK Stýrir Íslandi í fyrsta skipti í Osaka í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Pep Guardiola hefur ekki mikla áhyggjur af bikarleik liðsins á móti Hospitalet á Camp Nou á morgun. Hann gaf sjö leik- mönnum leyfi til að fara í jólafrí eftir sigurinn í Heimsmeistara- keppni félagsliða á sunnudaginn. Auk Seydou Keita frá Malí fengu allir Suður-Ameríkubúarn- ir að fara strax í jólafrí og þurfa ekki að mæta á æfingu fyrr en 29. desember. Þetta eru Argentínu- mennirnir Lionel Messi og Javier Mascherano, Brasilíumennirnir Dani Alves, Adriano Correia og Maxwell og svo Sílemaðurinn Alexis Sánchez. Þetta eru þeir leikmenn liðsins sem eiga fjölskyldur lengst í burtu og þiggja því þetta tíu daga jólafrí þjálfarans með þökkum. Barcelona vann fyrri leikinn á móti Hospitalet 1-0 á útivelli, en það lið sem hefur betur í tveimur leikjum kemst í sextán liða úrslit keppninnar. - óój Þjálfari Barcelona: Gaf sjö leik- mönnum frí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.