Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 4
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR4 GENGIÐ 29.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9049 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,89 119,45 185,77 186,67 159,42 160,32 21,429 21,555 20,335 20,455 17,304 17,406 1,5302 1,5392 184,97 186,07 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is SAMFÉLAGSMÁL Lokaskýrsla nefnd- ar um aðstæður barna og unglinga á upptöku- og vistheimilum er nú í prentun og verður kynnt formlega í næstu viku. Nefndin hefur undanfarin fimm ár unnið að rannsókn á aðstæðum barna á slíkum heimilum hér á landi. Skýrslan er sú síðasta sem unnin er af nefndinni samkvæmt erindisbréfi ráðherra. Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, mun láta af störfum sem formaður þegar skýrslan hefur verið kynnt. „Á blaðamannafundinum mun nefndin því fara almennt yfir far- inn veg á undanförnum tæpum fimm árum sem við höfum verið starfandi og skilað af okkur 1.500 blaðsíðum af skýrslum,“ segir Róbert. - sv Lokaskýrslan í prentun: Fimm ára starfi nefndar lokið Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 908. www.jarngler.is 20% afsláttur af öllum trönum til jóla. BELGÍA, AP Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. Ráðherrarnir samþykktu næsta hluta björgunaraðgerðapakkans sem, auk lána frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, hefur haldið Grikklandi á floti frá því í maí í fyrra. Samþykkt var að lána Grikklandi átta millj- arða evra, sem jafngildir um 1.300 milljörðum íslenskra króna. Án lánsins hefði gríska ríkið komist í greiðsluþrot fyrir áramót. Ráð- herrarnir ræddu einnig hugmyndir um að ríkin gefi upp hluta af full- veldi sínu í peningamálum til Evr- ópska seðla bankans. Það er talið ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að koma evrusvæðinu fyrir horn í efnahagskreppunni. Ljóst þykir að björgunar aðgerðir líkar þeim sem nú halda Grikk- landi á floti eru ekki mögulegar fyrir Ítalíu, landið er of stórt til að því verði bjargað komist það í þrot. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þær 322 milljónir manna sem nota evruna. - bj Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu átta milljarða evra lán til Grikklands: Vilja auka traust á aðgerðum FUNDAÐ Evangelos Venizelos, fjármála- ráðherra Grikklands (til vinstri), heilsar Mario Monti, forsætis- og fjármála- ráðherra Ítalíu, á fundi fjármála- ráðherranna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SEATTLE, AP Ansi sérstakt bréf barst til verslunar Sears í Seattle-borg fyrir skemmstu. Þar var um að ræða 100 dala seðil með orðsendingu. Bréfið var frá manni sem hafði stolið 30 dölum úr búðinni fyrir 60 árum. Sagði í bréfinu að þjófnaðurinn hafi legið sem mara á samvisku mannsins í þessa áratugi og því hafi hann viljað endurgreiða upp- hæðina með vöxtum. Maðurinn kom með bréfið sjálfur en hvarf á brott áður en ljóst var hvers kyns var. - þj Ránsfengur úr verslun Sears: Skilað eftir 60 ára samviskubit VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 6° 9° 8° 9° 8° 7° 7° 22° 11° 20° 13° 18° 9° 10° 17° 7°Á MORGUN Fremur hægur vindur. FÖSTUDAGUR Strekkingur á Vestfjörðum. 4-7 -6 -8 -6 -7 -4 -9 -6 -5 -2 -11 5 6 2 3 7 5 5 4 8 5 1 -2 -4 -4 -3 2 -3 -5 -4 1 KULDATÍÐ Í dag verður mjög kalt í veðri, allt að 15 °C frosti í inn- sveitum, einkum N-til. Á morgun dregur heldur úr frostinu en áfram verður svalt næstu daga. Horfur eru á hægum vindi og ágætis veðri í dag og á morgun en á föstudaginn hvessir heldur á Vest- fjörðum. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Feitur drengur settur í fóstur Átta ára drengur frá Cleveland í Bandaríkjunum var fjarlægður af heimili sínu fyrir nokkru, þar sem hann var 90 kílóa þungur. Atvikið hefur vakið upp umræðu um hvort offita barna sé ástæða til þess að svipta foreldra forræði. Móðirin hefur höfðað mál til að endurheimta dreng- inn, sem hún segir ekki í lífshættu. BANDARÍKIN BANDARÍKIN, AP Eina dóttir Jósefs Stalín, fyrrum einræðisherra Sovétríkjanna, lést í Bandaríkj- unum 22. nóvember síðastliðinn. Krabbamein var banamein henn- ar, en hún var 85 ára gömul þegar hún lést. Lana Peters, sem var betur þekkt sem Svetlana Allilujeva, auðmýkti stjórnvöld í Moskvu þegar hún flúði Sovétríkin árið 1967 og fékk hæli í Bandaríkj- unum. Hún ákvað að flýja land vegna slæmrar meðferðar yfir- valda á eiginmanni hennar, sem lést árið 1966. Hún skildi börnin sín tvö eftir þegar hún flúði. Stalín átti einnig tvo syni, sem nú eru báðir látnir. - bj Eina dóttir Jósefs Stalín látin: Einkum minnst fyrir landflótta LANA PETERS Varð metsöluhöfundur í Bandaríkjunum þegar hún gaf út bók um líf sitt í Sovétríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTASKÝRING Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir fram- tíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undir skriftalista honum til stuðn- ings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi stað- ið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðar- nefnda sé ætlað að verða eftir maður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tíma- spursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brott- hvarf Jóns. Heimildarmenn Frétta- blaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórn- arinnar í gær, sem birtust í Ríkis- útvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Jóni boðið að víkja en tekur slaginn Jón Bjarnason berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastóli. Stuðningsmenn hringja út og undirstrika mikilvægi hans í andstöðu við Evrópusambandið. Samtöl hafa átt sér stað um stuðning þingmanna við ríkisstjórnina. „Það situr við það sama að ég hef verið stuðnings- maður Jóns Bjarnasonar á stóli ráðherra alla tíð og er enn,“ segir Ögmundur Jónasson. Hann segist munu greiða atkvæði með áframhaldandi setu Jóns á ráðherrastóli komi til atkvæðagreiðslu í þingflokknum. „Ég mun beita mér fyrir skoðunum mínum á lýðræðislegan hátt á lýðræðislegum vettvangi, en hef ekki sett fram neina afarkosti.“ Berst á lýðræðislegan hátt ÖGMUNDUR JÓNASSON ALÞINGI Stjórnarandstæðingar fóru ekki í grafgötur með það á þingi í gær að þeir teldu landið í raun stjórnlaust. Kölluðu sumir þeirra eftir kosningum þegar í stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ljóst er að allar mögulegar stöð- ur eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórn- ina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórn- arliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guð- fríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is RÓBERT SPANÓ FÓLK Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra er í 87. sæti yfir 100 mestu hugsuði heims í úttekt tímaritsins For- eign Policy. Í rökstuðn- ingi tímarits- ins segir að hún hljóti þennan heiður fyrir „að sýna hversu hæfar konur eru í að laga það sem fer úrskeiðis í höndum karl- manna“. Jóhanna er sögð hafa stýrt „feminískri byltingu“ sem virðist vera að bera árangur. - þj Úttekt Foreign Policy: Jóhanna í hópi helstu hugsuða JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.