Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 6
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR6 VOPNABÚRIÐ Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn gerði grein fyrir helstu mála- vöxtum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum KALT ÚTI VITA handklæðaofn kúptur króm 50x120 cm 18.990 VITA handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.990 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 11.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! Rafmagnshitablásari 2Kw 1.995 Gas hitablásari 15Kw 19.900 KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið vinnur að því að taka saman svör við fyrirspurn þing- manns um undanþágur til aðila utan EES um kaup á jörðum og fasteignum hér á landi síðan árið 1966. Hinn 17. nóvember síðastliðinn lagði Lilja Mósesdóttir þingmaður fram fyrirspurn til innanríkisráðherra hversu margar undan- þágur hafa verið veittar frá ákvæðum þeirra laga sem segja til um eignarrétt og afnotarétt fasteigna sem banna aðilum utan EES að öðl- ast eignar- og afnotarétt yfir fasteignum. „Hverjum voru veittar undanþágur sam- kvæmt lögunum, hvenær og hvers vegna, og um hvaða fasteign, landsvæði eða réttindi var að ræða í hverju tilviki, sundurliðað eftir kjördæmum og sveitarfélögum?“ spyr Lilja, sem vill fá svörin aftur til ársins 1966, þegar umrædd lög tóku gildi. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um ástæður veittra undanþága síðan undanfarin ár, en þær hafa verið 24 síðan árið 2007, líkt og greint var frá í blaðinu í september. Þau svör fengust í gær frá ráðuneytinu að unnið væri að svari við fyrirspurn Lilju, en það gæti tekið tímann sinn þar sem verið er að leita í „skjölum í kassavís“ og að vinnan gæti tekið nokkrar vikur, í það minnsta lengri tíma en þá 15 daga sem gefnir eru til að svara fyrirspurnum frá þingmönnum. - sv Verið að leita í skjölum „í kassavís“ í innanríkisráðuneytinu vegna fyrirspurnar Lilju Mósesdóttur: Finna undanþágur frá árinu 1966 VILL FÁ SVÖR FRÁ RÁÐUNEYTI Lilja Mósesdóttir vill fá að vita um undanþágur til jarðarkaupa frá 1966. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ætlar þú á skíði í vetur? Já 15,9% Nei 84,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú sátt(ur) við störf Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra? Segðu skoðun þína á vísir.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók í gær- dag rúmlega þrítugan karlmann vegna rannsóknar á skotárás á bíl í austur borginni fyrr í þessum mán- uði. Maðurinn er margdæmdur og talinn vera meðlimur mótorhjóla- gengisins Outlaws, sem fest hefur rætur hér á landi. Lögreglan telur ýmsar vísbendingar um að sá hópur tengist skotárásinni og er meðal annars sá þáttur til rann- sóknar. Í húsleitum sem lögregla hefur gert vegna rannsóknar málsins hafa fundist fíkniefni, 200 kanna- bisplöntur og hálft kíló af mari- júana, og mikið magn af vopnum. Karl Steinar Valsson, yfir maður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að nokkrar húsleitir hafi verið gerð- ar vegna rannsóknar skotárásar- málsins. Í húsleit sem gerð var í Breið- holti á fimmtudaginn í síðustu viku fannst mikið magn af alls konar vopnum, haglabyssum, skot færum, fjölmörgum hnífum af öllum stærð- um og gerðum, hnúajárnum og raf- byssum, svo og skothelt vesti og hlaðinn riffill. Nú er rannsakað hvort afsöguð haglabyssa sem var í vopnasafninu, sem geymt var í skápum í bílskúr á heimili í Breiðholtinu, sé sú sama og skotið var af á bílinn á planinu við Bílahöllina á Ártúnshöfða. Þá er verið að rannsaka eigendasögu vopnanna og hvort skráningar- númer hafi verið sorfin af þeim. Nú sitja þrír menn í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Einn þeirra hefur hafið afplánun á eldri dómi, annar sætir gæsluvarðhaldi til 2. desember og sá þriðji var handtekinn í gær, eins og áður sagði og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember. Tvennt var handtekið með honum, ung stúlka og karlmaður, en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Lögreglan á höfuðborgar svæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar Ríkis lögreglustjóra við handtökur og haldlagningu vopna. Margdæmdur hrotti talinn tengjast skotárás á Höfða Þrítugur félagi í vélhjólagenginu Outlaws í varðhaldi grunaður um um aðild að skotárásinni á Sævarhöfða. Er með nokkra dóma á bakinu, meðal annars fyrir hrottafengna árás. Hald lagt á mikið vopnabúr. Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær vegna rannsóknar lögreglunnar á skot- árásinni á að baki langan brotaferil. Í janúar 2008 var hann dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás í félagi við annan mann. Auk annarra misþyrminga klipptu þeir litla fingur af fórnarlambinu með garðklippum. Auk þessa dóms hefur maðurinn níu sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir brot á almennum hegningarlögum, fíkniefnalöggjöfinni, vopnalögum og áfengis- lögum. Hann var fyrst dæmdur í fangelsi 1998 þegar hann var 17 ára gamall. Var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 3 ár, fyrir þjófnað, grip- deild og rán. Árið 1998 var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi, skilorðs bundið í 3 ár, fyrir þjófnað og var þá dómurinn frá því 1998 tekinn upp og dæmdur með. Árið 2003 var maðurinn dæmdur til greiðslu sektar fyrir líkamsárás og 2005 var hann dæmdur í 3 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þá var hann dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið í 3 ár, og til greiðslu sektar fyrir þjófnað og hylmingu árið 2005. Síðast var hann dæmdur til greiðslu sektar fyrir fíkniefnalagabrot 2006. Brotaferill hins handtekna er langur FERÐAMÁL Ísland var valið „Best European Adventure Destina- tion“ af lesendum Sunday Times Travel Magazine, að því er kemur fram á heimasíðu Íslandsstofu. Í lauslegri þýðingu er Ísland því álitlegasti kosturinn þegar kemur að ævintýraferðum innan Evrópu. Sunday Times Travel Magazine er stærsta ferðatímaritið í Bret- landi og voru það lesendur blaðs- ins sem völdu Ísland fram yfir Noreg og Sviss sem lentu í öðru og þriðja sæti. Þá var Ástralía kosin besti áfangastaðurinn utan Evrópu. - shá Ferðablað Sunday Times: Ísland enn valið besti kosturinn ÍSLAND Í HÁVEGUM Margt bendir til að ferðamenn fjölmenni til landsins á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vopn sem lögregla hefur lagt hald á 2007 2008 2009 2010 2011 Samtals Haglabyssa 25 20 32 31 28 136 Loftbyssa 18 16 7 16 39 96 Riffill 19 11 21 30 14 95 Skammbyssa 5 8 6 6 5 30 Hnífar 126 83 111 132 138 590 Hnúajárn 9 5 7 4 13 38 Kylfa 40 23 15 17 32 127 Rafbyssa 7 8 8 12 8 43 Samtals 249 174 207 248 277 1155 NOREGUR „Sérfræðingarnir segja að hann lifi í eigin heimi ranghugmynda og allar hugsanir hans og gerðir stjórnist af þessum heimi,“ segir Svein Holden, ríkissaksóknari í Noregi, um fjölda- morðingjann Anders Behring Breivik. Réttargeðlæknar afhentu saksóknara í gær 130 blaðsíðna skýrslu sína um Breivik, þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ósakhæfur. Það þýðir að ekki verður hægt að dæma hann til fangelsisvistar, heldur verður hann lagður inn á réttargeðdeild þar sem hann fær meðferð við hæfi. Höfundar skýrslunnar segja Breivik þjást af ofsóknargeðklofa. Hann hafi þjáðst af geðsjúkdómi þegar hann myrti tugi manna í Noregi í sumar og hann hafi einnig þjáðst af geðsjúkdómi í þeim við- tölum sem þeir áttu við hann. „Hann telur sig vera útvalinn til að taka ákvarð- anir um það hver fái að lifa og hver eigi að deyja,“ hafði Holden eftir höfundum skýrslunnar. „Hann ýjar einnig að því að hann sjálfur verði framtíðar- leiðtogi í Noregi.“ Samkvæmt norskum fjölmiðlum þykir líklegt að saksóknari fari fram á að Breivik verði úrskurð- aður til 21 árs dvalar á réttargeðdeild til að byrja með, sem þýðir að hann geti losnað eftir tíu ár telji læknar hann örugglega vera orðinn heilan heilsu þá. Meðferðin verður hins vegar ótímabundin í reynd, þannig að Breivik verður ekki látinn laus fyrr en öruggt þykir að af honum stafi ekki hætta lengur, jafnvel þótt það þýði lengri vist en 21 ár. Næsta skref í málinu er hins vegar að opinber nefnd um réttargeðlækningar tekur afstöðu til þess hvort skýrslan standist faglegar kröfur. - gb Anders Behring Breivik úrskurðaður ósakhæfur vegna geðsjúkdóms: Fjöldamorðingi fer á réttargeðdeild SKÝRSLAN AFHENT Nina Opsahl, héraðsdómari í Ósló, tekur við skýrslunni um Anders Behring Breivik úr hendi réttar- geðlæknisins Torgeirs Husby. NORDICPHOTOS/AFP Fastur, ekki jólasveinn Slökkviliðsmenn þurftu að draga 22ja ára fjölskylduföður frá Texas upp úr strompi aðfaranótt mánudags. Ekki var svo að hann væri að leika jólasvein heldur var hann læstur úti og tímdi ekki að panta lásasmið. Hann sat þar fastur í um klukkustund en var ómeiddur þegar upp kom. BANDARÍKIN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.