Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 10
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR10 DÓMSMÁL Ekkert þeirra fjögurra ungmenna sem ákærð eru fyrir að hafa brennt Krýsuvíkur kirkju til grunna í janúar 2010 gekkst við því fyrir dómi í gær. Tveir ríflega tvítugir menn vísuðu sökinni hvor á annan – þótt annar þeirra hafi gengist við öllu meiri þátttöku en hinn. Kirkjan, sem hefur verið á þjóðminjaskrá síðan 1990, brann til kaldra kola aðfaranótt 2. janúar 2010. Sakborningunum fjórum, tveimur 21 árs piltum og tveimur átján ára stúlkum, ber nokk- urn veginn saman um hvað gerðist framan af kvöldi. Annar pilturinn, kunningi stúlknanna, hafi sótt þau á bíl og þau farið á rúntinn. „Ég held að við höfum tekið einhvern smá- rúnt – og það var allt í góðu – en svo kom sú hugmynd upp að kveikja í kirkju,“ sagði öku- maðurinn, sem hin þrjú voru reyndar sammála um að hefði verið helsti hvatamaðurinn að ferð- inni suður í Krýsuvík. Umræður hafi sprottið um „djöflakross“ sem önnur stúlkan hafi borið um hálsinn og í kjölfarið hafi hún stungið upp á því í gríni að þau skyldu brenna kirkju. Hug- myndina hafi ökumaðurinn gripið á lofti og ekið til Krýsuvíkur með viðkomu á bensínstöð þar sem fyrir liggur að hann fyllti á bílinn og dældi á brúsa í leiðinni. Öll ungmennin gangast við því að hafa farið inn í kirkjuna þegar komið var á leiðarenda en þar myrkvast hins vegar málið. Stúlkurnar segja ökumanninn hafa tekið til við að skvetta úr bensínbrúsanum á stiga og síðan borið eld að svo úr rauk. Þær hafi þá farið út og skilið strák- ana tvo eftir og ekki séð hvað síðan gerðist. Hinn pilturinn vísar allri ábyrgð á ökumann- inn. Sjálfur hafi hann ekkert gert sem tengdist íkveikjunni. Hann hafi ekki þekkt ökumanninn og óttast hann mjög, enda hafi hann gortað af glæpum og skemmdarverkum á leiðinni suður. Þegar hann hafi hitt ökumanninn nokkru síðar hafi sá haft í óbeinum hótunum við hann og látið hann sitja andspænis geltandi schäfer- hundi. Ökumaðurinn hefur aðra sögu að segja. Piltarnir hafi hellt í sameiningu úr brúsan- um, sem þó hafi ekki verið þungur, og honum snúist hugur þegar ekki hafi tekist að kveikja í stiganum. Fjórmenningarnir hafi hins vegar allir ákveðið að rífa niður Biblíur og sálma- bækur, hinn maðurinn hafi sett pappírinn inn í altarið og kveikt í. Sá síðarnefndi hafnar þessu. „Ég ríf ekki bækur,“ segir hann. Ökumaðurinn segist hafa verið mjög and- vígur öllu saman. „Ég sagði að það kæmi ekki til greina að kveikja í altarinu.“ Þarna ber því nokkuð í milli. Af framburði ökumannsins var þó að skilja að hann myndi atburðarásina mjög illa. Allir voru sammála um að stúlkurnar tvær hefðu ekkert gert. Þjóðminjasafnið krefur fjórmenningana um 8,7 milljónir króna í bætur, en þeir hafna allir kröfunni. Aðalmeðferðin heldur áfram síðar. stigur@frettabladid.is Vísa hvor á annan um hver brenndi Krýsuvíkurkirkju Grín sem spratt af umræðu um „djöflakross“ varð til þess að hópur ungmenna hélt í Krýsuvíkurkirkju og brenndi hana til grunna. Óljóst er hins vegar hvert þeirra kveikti eldinn og stendur þar orð á móti orði. Fólkið er jafnframt ákært fyrir að hafa stolið um 4.000 krónum úr safnaðarbauki í kirkjunni. Það kannast við að mikið klink hafi ratað inn í bílinn fyrir ferðina heim en minnist þess ekki að hafa tæmt baukinn. Þá sverja allir af sér að hafa fengið peningana í sinn hlut, hvað þá eytt þeim. 4.000 krónur hurfu úr safnaðarbauki ALLIR SEGJAST SAKLAUSIR Þrír sakborninganna eru sammála um að ökumaðurinn í ferðinni, annar frá vinstri, hafi verið höfuðpaurinn í málinu og helsti hvatamaðurinn að brennunni. Sjálfur gengst hann við því að hluta en neitar því þó að hafa kveikt eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNUMÁL Íslandsbanki hefur sagt upp 42 starfsmönnum, 26 konum og 16 körlum. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu innan bankans eftir að hann keypti og sameinaðist Byr. Um 66,5 prósent starfsmanna bankans eru konur, að því er kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að aðgerðirnar séu hluti af almennri hagræðingu í íslenska fjár- málakerfinu og séu mikilvægar í ljósi aukins eftirlitskostnaðar og vaxandi opinberrar gjaldtöku á fjármálafyrirtæki. Alls fækkar þó starfsmönnum Íslands- banka um 63, þar sem gengið hefur verið frá starfslokum 21 starfsmanns að auki sem eru annaðhvort að fara á eftirlaun eða hætta að eigin ósk. Fólkið hættir störfum um áramót. Tæplega 2.000 bankastarfsmönnum hefur verið sagt upp hér á landi síðan um mitt ár 2008, samkvæmt Friðbert Traustasyni, stjórnarformanni Samtaka starfsmanna fjár- málafyrirtækja (SSF). Þar ef eru um 80 pró- sent konur, sem þýðir að um 1.600 konur og 400 karlar hafa misst vinnuna síðan í efna- hagshruninu. Friðbert segir í samtali við fréttastofu Vísis að það gangi líklega þvert á tilfinningu margra, sem og stefnu stjórnvalda, að kynja- hlutföllin séu svo ójöfn. SSF muni aðstoða alla þá sem sagt var upp eftir fremsta megni, en samtökin voru upplýst um hvað stæði til, áður en tilkynnt var um uppsagnirnar. - sv 80 prósent af þeim tæplega 2.000 bankastarfsmönnum sem hafa misst vinnuna eftir hrun eru konur: Íslandsbanki segir upp 42 starfsmönnum HÖFUÐSTÖÐVAR ÍSLANDSBANKA Alls munu 63 hætta störfum hjá bankanum um áramót, annaðhvort vegna starfslokasamninga eða uppsagna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir EGYPTALAND, AP Ótti almennings í Egyptalandi við sektir, sem herforingjastjórnin hefur hótað að leggja á hvern þann sem ekki tekur þátt í þingkosningunum, kann að eiga sinn þátt í því hve góð kosningaþátttakan hefur verið þessa tvo fyrstu daga. Fólk hefur flykkst á kjörstaðina og aðstoðað aldraða eða sjúka ættingja, sem eiga erfitt um fótaferð, við að komast á staðinn. Þessi mikla kosningaþátttaka gengur þvert á afstöðu mótmælenda, sem treysta ekki herforingjastjórninni til að halda frjálsar kosningar. Að mestu leyti virðast kosningarnar hafa farið vel fram. Víða hafa þó stjórnmálaflokkar sent liðsmenn sína á kjörstaði, í orði kveðnu til þess að aðstoða kjós- endur við að komast á réttan stað, en í reynd ekki síður til að dreifa kosningaáróðri og tala fyrir málstað síns flokks. Iðnastir við þetta hafa verið flokkar íslamista, sem fyrir fram er spáð flestum atkvæðum. Frjálslyndari flokkar og veraldlega sinnaðir hafa margir gengið sundraðir og veikburða til kosninganna, ekki síst vegna innbyrðis deilna um það hvort rétt sé að taka þátt í kosn- ingunum af heilum hug eða beina kröftunum frekar að því að krefjast afsagnar herforingjastjórnarinnar. - gb Mikil kosningaþátttaka kemur herforingjastjórninni í Egyptalandi þægilega á óvart: Ótti við sektir hvetur kjósendur SÝNIR PERSÓNUSKILRÍKI Egypsk kona bíður á kjörstað eftir því að röðin komi að henni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LIST Postulínsvasi með mynd af Bessastöðum var á mánudag seld- ur hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen í Kaupmanna- höfn fyrir 3,5 milljónir króna með uppboðsgjöldum. Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold sagði við Listapóstinn að loknu uppboðinu að starfsfólk gallerísins hefði boðið í vasann fyrir þrjá mis- munandi aðila, þó ekki þann sem hreppti gripinn. Myndin á vas- anum er eftir málverki sem F. T. Kloss málaði þegar hann kom til Íslands ásamt Friðriki Danakon- ungi árið 1934. Talið er að tveir vasar hafi verið gerðir en annar þeirra brunnið hjá konungsfjöl- skyldunni. Hinn var gefinn Scheel- fjölskyldunni, sem á mánudag seldi sinn vasa. - gar Margir vildu 19. aldar grip: Íslandsvasi fór á 3,5 milljónir EFTIRSÓTTUR VASI Mynd af Bessastöðum prýðir vasann sem seldur var í Kaupmannahöfn. TÁLKNAFJÖRÐUR Borun eftir heitu vatni á Tálknafirði verður boðin út á næstunni. Hreppsnefnd sveitarfélagsins hefur ákveðið að bjóða verkið út. Með auknu aðgengi að heitu vatni er vonast til að húshitunarkostnaður lækki og atvinna aukist. Sveitarfélagið nýtir nú þegar heitt vatn úr tveimur heitavatns- holum í Sveinseyrarhlíð við Tálknafjörð, fyrir sundlaugina, Pollinn, íþróttahúsið og fyrirtæki bæjarins. RÚV greindi frá. Hreppsnefndin hefur sótt um fjárveitingu til verksins frá Orkusjóði. - sv Útboðsverk á Tálknafirði: Auka aðgengi að heitu vatni FJÖGURRA ÁRA Hvítabjörninn Arktos borðaði ísköku, sem var búin til úr fiski og grænmeti, á afmælisdegi sínum í gær. Arktos býr í dýragarðinum í Hann- over í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.