Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. nóvember 2011 13 3o% afs látt ur t il vild arkl úbb sfé lag a MENNTAMÁL Grunnskólar í Reykja- vík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðvent- unni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkur- borgar um samskipti skóla og trú- félaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldn- ir. Allt er þetta þó partur af jóla- hefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðir- vorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðar- skólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðslu- skyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekk- ert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvars- menn Breiðagerðisskóla, Vestur- bæjar skóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálma- söngva í kirkjum, en Vesturbæjar- skóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju. - sv Nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar munu ekki fara með faðirvorið í kirkjunum þessi jól: Ekki miklu breytt þrátt fyrir nýjar reglur HELGILEIKUR Í FOSSVOGSSKÓLA Flestir skólar sem Fréttablaðið ræddi við ætla að halda í gamlar jólahefðir, með smávægilegum breytingum þó. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNARMÁL Akranes- kaupstaður hyggst taka tilboði Orkuveitunnar í uppsetningu jólaskreytinga fyrir komandi hátíðar. Að því er fram kemur í erindi Framkvæmdastofu til bæj- arstjórnarinnar var ætlunin að bjóða út uppsetningu jólaskreyt- inganna að þessu sinni í kjölfar þess að Orkuveitan tilkynnti að fyrirtækið væri hætt að kosta skreytingarnar eins og tíðkast hafi. Vegna anna hafi ekki gefist ráðrúm til að ljúka vinnu við útboð og því væri lagt til að til- boði Orkuveitunnar upp á 2,1 milljón króna yrði tekið að þessu sinni en að fleiri fái að bjóða í verkið á næsta ári. - gar Ná ekki að efna til útboðs: Orkuveita með jólaskreytingar VÍSINDI Forfeður allra hunda bjuggu í suðurhluta Kína, sunnan við Jangtse-fljótið, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sænskra vísindamanna á genum hunda. Talið er að hægt sé að rekja ættir allra nútímahunda til úlfa sem menn á þessu svæði tömdu. Erfðafræðingar verið sammála um að hundar hafi þróast út frá úlfum, en hafa hingað til talið að þróunin hafi átt sér stað í Mið- Austurlöndum. Sænsku vísindamennirnir benda á að í þeim rannsóknum sem hingað til hafi verið vísað til hafi engin sýni verið tekin úr hundum frá Suður-Kína, sem hafi skekkt niðurstöðurnar. - bj Besti vinur mannsins frá Kína: Forfeður hunda tamdir í Asíu AFKOMENDUR ÚLFA Talið er að hundar séu komnir af úlfum sem tamdir voru fyrir að minnsta kosti 15 þúsund árum. NORDICPHOTOS/AFP Strákar príla í jólatré Lögreglunni í Vestmannaeyjum var nýverið tilkynnt að tveir ungir drengir væru að príla í jólatrénu sem er á Stakkagerðistúni. Ljós höfðu verið tendruð á því síðastliðinn föstudag. Talið er að drengirnir hafi ætlað að losa perur úr seríu sem er á trénu, en vökull vegfarandi hindraði það. LÖGREGLUFRÉTTIR SPÁNN Nefnd á vegum spænskra stjórnvalda hefur lagt til að jarð- neskar leifar einræðisherrans Francisco Franco verði fjarlægð- ar úr grafreit í nágrenni Madríd og afhentar afkomendum hans. BBC segir frá. Franco liggur nú ásamt 34.000 mönnum sem létust í borgarastríðinu, en samkvæmt skýrslu nefndarinnar er það ekki við hæfi því að Franco lést ekki í stríðinu. Hann lést af eðlilegum orsök- um árið 1975, 36 árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Spænsk rannsóknarnefnd: Leifar Francos verði færðar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.