Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. nóvember 2011 15 Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekileg- um og trúarlegum rökum sem tak- ast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítal- ans og haft eftir Birni Zoëga for- stjóra: „Landspítalinn þolir ekki áfram- haldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut,“ segir Björn og send- ir baráttukveðjur til starfsfólks spít- alans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknar þjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stund- uð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stend- ur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfs- fólk þar hefur áhyggjur af afdrif- um deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennska Í niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðis- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórn- málaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsálykt- unartillaga Alþingis. Skýrslan verð- ur því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fag aðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjár- lögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangs- röðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til for- gangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðu- laust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættis- mönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknar- þjónustu raðað í annan forgangs- flokk af fjórum. Sé það trú alþingis- þingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líkn- arþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofn- félagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjón- ustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferði- legt mál? Talað er um að koma sjúkling- um fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endur- bæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, sið- ferði, heiður og hollusta við grunn- gildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknar- þjónustu. Virðing þjóðar og reisn Ein þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunn- sama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlending- ur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi ann- ars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kær- leika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa mál- svara og verndara. Aldraðir sjúk- lingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn mann- eskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“. Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjón- ustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. „Það er komið nóg!“ Göngum ekki fram hjá varnar- lausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeild- arinnar á Landakoti, efla líknar- deildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvern- ig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum. Opið bréf til alþingismanna – Hugsum stórt en lítum lágt Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálf- sögðu mannréttinda. Það eru börn- in sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfald- lega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund bygg- ir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rann- sókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heim- ilisofbeldi. Meðal þess sem rann- sóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úr ræðum og þjónustu fyrir börn og fjöl- skyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núver- andi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerða áætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimil- um, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarn- an eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokk- urn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ring- ulreið og hafa enga stjórn á að- stæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á geng- ur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim við- eigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórn- völdum og forsvarsmönnum stofn- ana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undir skriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn. Heimilisfriður Líknardeildir Örn Bárður Jónsson formaður Hollvinasamtaka líknardeilda Kynbundið ofbeldi Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á stræt- um og torgum en þurfa málsvara og verndara. AF NETINU Fréttnæmi og fréttamat Fyrirspurn Oddnýjar G. Harðar- dóttur, alþingismanns úr Sam- fylkingu, um lengd fréttaflutnings af landsfundum stjórnmálaflokka er mjög sérkennileg – í henni felst sterk krafa um ritskoðun og opinbera íhlutun í fréttaflutning. Að baki virðist liggja sú hug- mynd að pólitísk umfjöllun eigi að fara fram með skeiðklukku – sem sagt að fréttamat fái ekki að ráða líkt og á fjölmiðlum alls staðar á Vesturlöndum. Staðreyndin er sú að frekar lítið fréttnæmt gerðist á flokksþingum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Það var nánast business as usual, engar mannabreytingar, engar stefnubreytingar, menn forðuðust að ræða ágreining eða gera hann opinberan. Öðru máli gegnir um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þar fóru fram spennandi formannskosningar, það urðu hörð átök um stefnuna í Evrópumálum – sem skiptir ansi miklu máli því uppi er sú kenning að Ísland fari aldrei í Evrópu- sambandið nema drjúgur hluti Sjálfstæðisflokksins samþykki það. Gamlir flokksleiðtogar komu upp og performeruðu – það er umdeilt hvað það kom vel út fyrir flokkinn. Fréttagildið var samt ótvírætt. http://silfuregils.eyjan Egill Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.