Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 24
30. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Dagatal viðskiptalífsins MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER ➜ Morgunfundur Hagfræðideildar Landsbankans FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER ➜ Greiðslujöfnuður Seðlabanka Íslands ➜ Erlend staða þjóðarbúsins ➜ Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands 3. ársfj. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER ➜ Gistinætur og gestakomur á hótelum í október 2011 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER ➜ Vöruskipti við útlönd í jan.-okt. 2011 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins 12 mánaða verðbólga á Íslandi og á Evrusvæðinu Heimili í fjárhagsvandræðum eftir heimilisgerð, 2004-2011 Ísland Evrusvæðið 2000 2002 2004 2006 2008 2010 20 15 10 5 0 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Erfitt að ná endum saman Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum Vanskil annarra lána Vanskil húsnæðislána eða leigu Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar um fjárhagsstöðu heimila sem framkvæmd var á tímabilinu mars–maí 2011 var fjöldi íslenskra heimila talin vera 123.100 samtals. Almennt má segja að heimili sem eiga í fjárhagsvanda hafi fjölgað umtalsvert frá árinu 2008. Árið 2011 taldi um það bil helmingur heimila í landinu erfitt með að ná endum saman í fjármálum sínum eða um 62.000 heimili (bláa línan) og 48.000 heimili (brúna línan) telja sig ekki geta mætt óvæntum útgjöldum. Árið 2011 voru 12.100 heimili með húsnæðislán eða leigu í vanskilum (græna línan) en stóð í stað á milli árana 2010 og 2011. Til samanburðar voru árið 2008 um 6.500 heimili með húsnæðislán eða leigu í vanskilum. Fjöldi heimila með önnur lán en húsnæðislán í vanskilum (gula línan) lækkaði lítillega milli árana 2010 og 2011 eða úr 16.300 í 15.200 árið 2011 þegar könunin var gerð. http://data.is/usAH2J http://data.is/sFUBvL VIÐSKIPTI Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Lögfræðistofan Logos hagnað- ist um tæpa 1,5 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. Átta aðrar stórar stofur högnuðust saman- lagt um 2,2 milljarða króna á sama tímabili. Því hafa stofurnar níu hagnast um 3,7 milljarða króna á fyrstu tveimur árunum eftir banka- hrun. Flestar þeirra greiða allan hagnað sem arð til eigenda sinna. Í flestum tilfellum hefur afkoma stofanna batnað verulega síðan að efnahagskreppa skall á. Logos er stærsta lögfræðistofa landsins. Hún hagnaðist um 633 milljónir króna í fyrra. Lagt var til að 90% af hagnaðinum yrðu greidd sem arður til 16 eigenda stofunnar. Logos hagnaðist um 840,6 milljón- ir króna árið áður. Hagnaður stof- unnar tæplega tvöfaldaðist á árinu 2009. Á meðal eigenda stofunnar eru Gunnar Sturluson, Erlendur Gíslason og Óttar Pálsson. BBA Legal hagnaðist um 252 milljónir króna á síðasta ári. Árið 2009 hagnaðist BBA um 282 millj- ónir króna og því hefur hún hagn- ast samtals um 534 milljónir króna á tveimur árum. Alls eru eigendur stofunnar sex talsins. Þar af eiga tveir, Ásgeir Á. Ragnarsson og Baldvin Björn Haraldsson, sam- tals 54% hlut. Lex lögmannsstofa græddi 194 milljónir króna á árinu 2010. Það er nokkru minna en árið áður þegar stofan skilaði 291 milljón króna í hagnað. Hluthafar Lex eru 17 talsins. Á meðal þeirra eru Karl Axelsson, Þórunn Guðmunds- dóttir og Kristín Edwald. Mörkin lögmannsstofa skilaði 179 millj- óna króna hagnaði í fyrra og 193 milljón um króna á árinu 2009. Hann hefur allur verið greiddur út sem arður til eigenda Markar- innar. Sjö lögmenn eiga 14,3% hlut hver í Mörkinni Lögmannsstofu. Á meðal þeirra eru Gestur Jónsson, Ragnar H. Hall og Hörður Felix Harðarson. Réttur-Aðalsteinsson&Partners ehf. hagnaðist um 129 milljónir króna í fyrra. Það er svipað og árið áður þegar stofan skilaði 123 millj- óna króna hagnaði. Eigendur henn- ar eru þrír: Ragnar Aðalsteinsson, Logos hefur grætt 1,5 milljarða eftir hrun Kreppan herjar ekki á lögmannastéttina. Logos hagnaðist um 1,5 milljarða á árunum 2009 og 2010. Átta aðrar stofur högnuðust um milljarð samanlagt. Í SÉRFLOKKI Logos er með 63 starfsmenn í vinnu og greiddi þeim 529 milljónir króna í laun í fyrra. Það gera 8,4 milljónir króna að meðaltali á hvern þeirra. Sigríður Rut Júlíusdóttir og Arnar Þór Jónsson. Þau eiga öll þriðjung. Réttur-Aðalsteinsson&Partners ehf. greiddi út 120 milljónir króna til eigenda sinna í fyrra vegna frammistöðu ársins á undan. Stjórn félagsins lagði til að 130 milljónir króna verði greiddar út í ár. Landslög lögfræðiþjónusta hagnaðist um 83,4 milljónir króna í fyrra. Um er að ræða hluta af þeirri starfsemi sem var áður innan Landslaga ehf., sem sam- einaðist LM lögmönnum 1. júlí 2010. Hinn sameiginlegi rekstur er að mestu rekinn inni í samlags- félaginu Landslög slf., sem þarf ekki að skila ársreikningi. Lands- lög ehf. hagnaðist um 155,5 milljón- ir króna árið 2009. Á meðal eigenda sameinaðrar stofu eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristján Þorbergsson og Jóhannes Bjarni Björnsson. Juris hagnaðist um 81 milljónir króna á árinu 2010, sem er ívið meira en þær 67 milljónir sem stofan tók inn árið á undan. Juris greiðir iðulega út allan hagnað sem arð. Eigendur Juris eru Andri Árnason, Sigurbjörn Magnús- son, Lárus Blöndal og Stefán A. Svensson. Sigurjónsson&Thor ehf. hagn- aðist um 47 milljónir í fyrra, en stofan sérhæfir sig í hugverkum og vörumerkjarétti. Hún hagn- aðist um 78 milljónir króna árið áður. Tveir eigendur eru að stof- unni, Magnús Haukur Magnús- son og Valborg Kjartansdóttir. Þá hagnaðist Lögmál ehf. um 46 millj- ónir króna sem bætast við þær 52 milljónir króna sem stofan græddi árið áður. Allar ofangreindar stof- ur, utan Logos, voru á meðal tíu arðbærustu lögfræðistofa lands- ins árið 2009. Lögfræðistofa Reykjavíkur (LR) er ein stærsta lögfræðistofa landsins. Hagn- aður af rekstri hennar var þó ekki nema tvær milljónir króna á síðasta ári. Ástæðuna er að finna í því að eigendur stofunnar eru ekki með sameigin- legan rekstur heldur deila yfirbyggingu og vinnuaðstöðu. Alls eru eigendur stofunnar tíu talsins og teljast þeir allir til tengdra aðila. Á árinu 2009 keypti LR aðkeypta þjónustu af tengdum aðilum fyrir 292 milljónir króna. Árið áður keypti LR þjónustu af þeim fyrir 154 milljónir króna. Í ársreikningi LR fyrir árið 2010 er ekki tilgreint hver viðskipti félagsins við tengda aðila voru á árinu. Á meðal eigenda LR eru Steinar Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, Ólafur Garðarsson, fyrrverandi formaður slitanefndar Kaupþings, og Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans. LÖGFRÆÐISTOFA REYKJAVÍKUR GRÆDDI LÍTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.