Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 26
30. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Heimsæktu ráðgjafa Eignastýringar í Austurstræti 11, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á armalaradgjof@landsbankinn.is. Velkomin í Eignastýringu Landsbankans Eignastýring Landsbankans er sérhæfð ármálaþjónusta fyrir viðskiptavini sem vilja byggja upp öflugt eignasafn og njóta sérfræðiráðgjafar á öllum sviðum bankaþjónustu. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Sigurður B. Stefánsson Eyrún Anna Einarsdóttir HLUTABRÉFAMARKAÐUR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, verður að selja eignarhlut sinn í smásölurisanum Högum fyrir 1. mars næstkomandi vegna skilyrða sem Samkeppnis- og Fjár- málaeftirlitið (FME) settu eign- arhaldi bankans á félagið. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Haga sem birt var á mánudags- morgun. Arion hefur þegar tilkynnt um að 20-30% hlutur verði seldur í gegn- um Kauphöllina í næstu viku og félagið samhliða skráð á markað. Eignabjarg mun eftir það halda á 21,1-31,1% hlut sem það verður að selja fyrir 1. mars næstkomandi. Í skráningarlýsingunni segir að „skilyrði FME og Samkeppnis- eftirlitsins gera Eignabjargi ehf. (eða bankanum) skylt að selja hluta- fjáreign sína í Högum í síðasta lagi 1. mars 2012“. Eignabjarg og Búvellir, næststærsti eigandi Haga hafa gert með sér samning um gagnkvæmar söluhömlur á eignar- hlutum sínum sem í felst að báðir aðilar skuldbinda sig til að halda þeim út febrúar næstkomandi. Geti Arion ekki staðið við gefna fresti og ekki liggja fyrir fullnægj- andi rök, að mati FME, fyrir veit- ingu viðbótarfrests mun eftirlitið beita viðeigandi viðurlögum, dag- sektum og/eða stjórnvaldssektum, til að knýja á um aðgerðir. Hagar er eitt þeirra 132 félaga í óskyld- um rekstri sem íslensk fjármála- fyrirtæki áttu í byrjun þessa mán- aðar. Samkvæmt lögum mega þau ekki eiga slík félög lengur en í 12 mánuði hið mesta. Hagar hafa verið í eigu Arion, eða Eignabjargs, í 25 mánuði. Gamlar syndir afgreiddar Í skráningarlýsingunni er einnig farið yfir ýmsar fjárfestingar Haga sem í flestum tilfellum virðast eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með kjarnastarfsemi félagsins. Hagar töpuðu háum fjárhæðum á þessum fjárfestingum sínum. Þar ber fyrst að nefna afleiðu- samning sem félagið gerði við Glitni um hlutabréf í FL Group á rekstrarárinu 2007/2008. FL Group, sem nú heitir Stoðir, fór í greiðslu- stöðvun í október 2008 og í gegnum nauðasamninga sumarið 2009. Við það varð hlutafé í félaginu verð- laust. Í skráningarlýsingunni segir að „í lok október 2011 náðist sam- komulag á milli félagsins og slit- astjórnar Glitnis banka hf. um end- anlegt uppgjör afleiðusamningsins. Heildartap félagsins vegna hans mun nema um 1.365 milljónum króna“. Fyrrverandi aðaleigendur Haga, Jón Ásgeir Jóhannesson og tengdir aðilar, voru stærstu eigend- ur FL Group fyrir bankahrun. Töpuðu miklu á Húsasmiðjunni Á reikningsárinu 2007/2008 keyptu Hagar hlut í Byr spari- sjóði fyrir 397 milljónir króna. Fyrir áttu Hagar hlut í Byr sem bókfærður var á 183 milljónir króna. Kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé og láni upp á 351 milljón króna. Hlutur Haga í Byr var afskrifaður að fullu árið 2009/2010. Á árinu 2010 var gengið frá samkomulagi við Skeljung vegna samráðsskulda þess félags með lokagreiðslu. Ástæðan var sú að á einhverju tímabili, þegar Skelj- ungur gekk kaupum og sölum, var olíufélagið í eigu Haga. Þegar það var selt til Fons árið 2006 sat ábyrgð á skaðabótakröfum vegna samráðs olíufélaganna eftir hjá Högum. Hagar greiddu Skelj- ungi 70 milljónir króna á síðasta rekstrar ári. Stærstu eigendur FL Group voru ýmist í eigendahópi Byrs eða á meðal helstu viðskipta- vina sjóðsins. Hagar keyptu 45% hlut í Húsa- smiðjunni á árinu 2007 fyrir 1,7 milljarða króna. Seljandi hlutarins var Baugur Group. Kaupin voru fjármögnuð með útgáfu hluta- bréfa. Kaupin voru fjármögnuð með útgáfu hlutabréfa. Hluturinn í Húsasmiðjunni var afskrifaður að fullu árið 2009 eftir að Lands- bankinn gekk að fullu að veðum sínum í fyrirtækinu. Í nóvember 2008 keyptu Hagar hlut í 365 miðlum á 810 millj- ónir króna og greiddi fyrir með reiðufé. Í febrúar 2009 seldi félagið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda þess, helm- inginn af hlutnum á 393 milljón- ir króna. Nokkru síðar seldi það eftirstöðvarnar á undir 100 millj- ónir króna til 365 miðla sjálfra, sem eru fjárhagslega tengdir Jóni Ásgeiri. Tap Haga vegna þessara viðskipta er hið minnsta rúmlega 300 milljónir króna. Arion banki þarf að selja rest í Högum fyrir 1. mars Arion banki má ekki eiga hlut í Högum lengur en í þrjá mánuði til viðbótar. Hagar hafa tapað milljörðum króna á óskyldum fjárfestingum. Rúmlega milljarðs króna framvirkur samningur í FL Group gerður upp í október 2011. MATVARA Áður en Arion banki tók félagið yfir fjárfestu Hagar í alls kyns fyrirtækjum sem áttu litla samleið með kjarnastarfsemi þess. Hagar keyptu meðal annars í FL Group, Byr og 365 miðlum. Arion banki var eini lánardrottinn eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., sem átti Haga áður. Vegna skuldavanda 1998 leysti Arion Haga til sín í október 2009 og við það eignaðist hann 95,7% hlut í félaginu. 1998 afskrifaði rúmlega 30 milljarða króna á árinu 2010. Félagið „seldi“ eignarhlut sinn í Högum til Eignabjargs á því ári á 8,4 milljarða króna og notaði féð til að greiða upp skuldir við Arion. 1998 bókfærði þó sölutap upp á 3,6 milljarða króna vegna Haga á síðasta ári þar sem eignarhluturinn í smásölurisanum hafði verið metinn á 12 milljarða króna í árslok 2009. Áður hafði eignarhluturinn í Högum verið færður niður í virði um 10,1 milljarð króna frá því sem hann var bókfærður við yfirtöku. Þetta kemur fram í árs- reikningi 1998 ehf. sem skilað var inn til ársreikningaskrár 10. nóvember síðastliðinn. Þar segir einnig að félagið hafi nú að fullu gert upp við Arion banka. 1998 var stofnað á árinu 2008. Það sumar fékk félagið tugmilljarða króna lán frá Kaupþingi til að kaupa Haga af Baugi Group. Eigendur 1998 voru þeir sömu og áttu í Baugi: Gaumur (í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu), ISP (í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs) og Bague (m.a. í eigu Hreins Loftssonar). Lánið til 1998 var fært frá gamla Kaupþingi yfir til Arion banka á mjög lágu verði við bankahrun. Gamli bankinn fékk síðan hlut í viðbótar- innheimtu þess. Tap vegna lánsins til 1998 lendir því alltaf á kröfuhöfum gamla Kaupþings. 30 MILLJARÐAR AFSKRIFAÐIR HJÁ 1998 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa sótt um heimild Fjármála- eftirlitsins (FME) til að flytja vátryggingarstofn félagsins í barnatryggingum yfir til Sjóvár- Almennra lítrygginga hf. Lögum samkvæmt hefur FME birt tilkynningu þess efnis og óskað eftir athugasemdum frá vátryggingartökum og öðrum sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta. Viðkomandi hafa 30 daga frá og með gærdeginum til að senda inn athugasemdir, en meðal ann- ars hafa tryggingartakar rétt á því að flytja tryggingastofn sinn milli tryggingarfélaga, æski þeir slíks. - þj FME óskar eftir athugasemdum: Barna tryggingar Sjóvár fluttar til SJÓVÁ Þeir sem hafa borgað fyrir barna- tryggingar til Sjóvár geta flutt tryggingar- stofninn milli tryggingarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM George Osborne, fjármála- ráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að aðhaldsaðgerðir stjórn- valda til að bregðast við fjárlaga- halla ríkissjóðs yrðu fram- lengdar til árs- ins 2017, fram yfir næstu þingkosningar. Hagvaxtar- spár fyrir breskt efna- hagslíf eru allt annað en góðar og gera nýjustu áætlanir ráð fyrir aðeins 0,7% hagvexti á næsta ári. Áskorunin sem við stöndum nú frammi fyrir er enn alvarlegri en við héldum. Bólan í hagkerfinu var stærri, hrunið var enn meira og þess vegna eru afleiðingarnar enn langvinnari. Meðal annarra aðgerða Os- bornes er endurskipulagning á lífeyriskerfi opinberra starfs- manna, en í dag munu allt að tvær milljónir manna úr þeim hópi leggja niður störf í einn sólar hring í mótmælaskyni. - þj Erfiðleikar Bretlands: Meiri hagræðing og verkfall í dag GEORGE OSBORNE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.