Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 28
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Uppháir herrakuldaskór úr leðri og fóðraðir með lambsgæru. Teg: 53802 - litur: brúnt - stærðir: 40 - 47 - Verð: 24.775.- Nú er farið að kólna og allra veðra von. Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugard. 10-14. Jólamarkaður Dalshrauni 17 Hafnarfirði OPIÐ Á FIMMTUDAG 12-22 OG LAUGARDAG 12-18 FRAM AÐ JÓLUM FRÁ KL. 12-16 MÁNUD.-LAUGARD. AÐ DALSHRAUNI 17, HAFNARFIRÐI, BEINT FYRIR AFTAN KFC. SKART - TÖSKUR - HÁRSKRAUT - KLÚTAR - SKÓR - FATNAÐUR - SNYRTIVÖRUR - HÚFUR - VETTLINGAR - SOKKAR - LEIKFÖNG O.FL. EITTHVAÐ FYRIR ALLA. FULLT AF FLOTTUM TILBOÐUM EINS OG ALLIR SKÓR OG STÍGVÉL 4.990 KR. OG LEGGINGS 2.990 - 3.990 KR. MASKARI OG BLÝANTUR Í SETTI Á 1.490 KR. OG SETT ÚR, HÁLSMEN OG LOKKAR Í GJAFABOXI Á 3.990 KR. FRÁBÆRAR JÓLAGJAFIR Á FLOTTU VERÐI 15% viðbótarafsláttur VETRARDAGAR! 15% afsláttur Þ etta verða fyrstu jólin sem við erum ekki með fjöl- skyldum okkar um jóla- hátíðina og því talsverð viðbrigði. En við hlökkum engu að síður afskaplega mikið til að upp- lifa fyrstu jólin okkar ein hér í Kanada,“ segir Heiða Björk Árna- dóttir sem ásamt manni sínum, Leó Stefáns syni, flutti til Vancouver í Kanada í ágúst. „Árið sem er að líða hefur verið ansi erilsamt og mikl- ar breytingar orðið á lífi okkar. Við trúlofuðum okkur í janúar mánuði, í júnímánuði útskrifaðist Leó með BA-gráðu í myndlist frá Lista- háskóla Íslands, við giftum okkur í lok júlímánaðar og fluttum til Vancouver rúmri viku síðar, rétt um það leyti sem við komumst að því að von er á litlum sólargeisla. Leó hóf meistaranám í mynd- list við Emily Carr University of Art+Design í september og ég er að leggja lokahönd á meistaraprófs- ritgerð í safnafræðum við Háskóla Íslands, svo það verður gott að geta slakað vel á um jólin bara við tvö.“ Hvernig ætlið þið að verja aðfangadagskvöldinu? „Það er algjört lykilatriði að hlusta á messu í Ríkisútvarpinu. Við erum 8 klukkustundum á eftir Íslandi hér í Vancouver, en ætlum engu að síður að hlusta á upptökuna þegar klukk- an slær 18 hér úti og ímyndum okkur þá bara að við séum komin heim til Íslands. Síðan setjumst við til borðs og eftir matinn munum við líklega opna nokkra pakka og skríða svo undir sæng með góða bók og jólakonfekt, en efst á óska- listanum þessi jólin er íslenskur skáldskapur.“ Er kominn jólasnjór? „Það snjóar ekki oft hér í Vancouver, en borgin er á „snjóléttasta“ svæði Kanada og liggur alveg við landamæri Banda- ríkjanna Kyrrahafsmegin. Reyndar er spáð köldum vetri hér svo það er ekki öll von úti um að við fáum hvít jól. Það væri ofsalega gaman.“ Hvað með mat, fáið þið send- an íslenskan jólamat? „Við ætlum ekki að fá sendan neinn mat að heiman þessi jólin, en ég er búin að biðja mömmu um að senda okkur Nóa Siríus jólakonfekt með jóla- pakkanum. Í minni fjölskyldu er hefð fyrir því að borða kalkún á aðfangadag en Leó er hins vegar vanur því að fá hamborgarhrygg. Þessi jólin ætlum við að prófa eitt- hvað alveg nýtt, enda fullmikið fyrir okkur tvö að borða heilan kalkún eða hrygg. Við erum að hugsa um að elda andabringur og hafa þá þetta hefðbundna meðlæti með; sætar kartöflur, heimalagað rauðkál, rósakál, sósu o.s.frv. Við eigum eftir að finna út úr því hvað við höfum í forrétt og eftirrétt.“ Hvers haldið þið að þið munið sakna mest frá íslenskum jólum, fyrir utan fjölskyldu og vini auð- vitað? „Við eigum líklegast eftir að sakna þess að fá ekki hangikjöt með uppstúf, laufabrauði og malt og appelsín. Svo á ég eftir að sakna stemningarinnar á Lauga veginum á Þorláksmessu. En við ætlum hins vegar að heimsækja jóla markað hér í Vancouver, drekka heitt súkkulaði og borða ristaðar hnetur og piparkökur.“ Þetta verður væntanlega bæði í fyrsta og síðasta sinn sem þið verðið ein um jólin? „Já, við eigum von á okkar fyrsta barni snemma í febrúarmánuði á næsta ári og hlökkum því mikið til nýja ársins!“ fridrikab@frettabladid.is Ein um jólin í fyrsta sinn Heiða Björk Árnadóttir og Leó Stefánsson giftu sig í sumar og fluttu til Kanada. Þau verða því tvö ein um jólin. Þau kvíða því ekki og ætla að koma sér í réttu jólastemninguna með því að hlusta á messuna á RÚV klukkan 18 á aðfangadag. Efst á óskalistanum eru Nóa Síríus jólakonfekt og íslenskur skáldskapur. Starbucks er jólalegasti staðurinn í Vancouver segja þau Heiða og Leó. Jólamarkaður Ásgarðs stendur opinn milli 12 og 17 á laugardag, en hann er að venju haldinn að Álafossvegi 14 og 24 í Mosfellsbæ. Allar leikfanga- línur Ásgarðs verða til sýnis og sölu auk þess sem boðið verður upp á kaffi/ súkkulaði og kökur gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta við og taka nokkur lög. Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.