Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGHreingerning MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20114 GLUGGAÞVOTTUR Til að jólaskreytingarnar njóti sín sem best er gott að hafa glerið í gluggunum tandurhreint. Á Leiðbeiningastöð heimilanna eru gefin góð ráð um gluggaþvott. Þar er til dæmis kennt hvernig blanda megi sinn eigin rúðuúða. Það er gert með því að blanda ½-1 dl af glæru ediki (borðedik) í 1 lítra af vatni en gott er að setja blönduna á blómaúðabrúsa. Ástæðan fyrir því að edik nýtist vel er að það klýfur fitu og býr til gljáa. Aðferð: Sprautið blöndunni á rúðuna og þurrkið vel yfir glerflötinn með þurrum mjúkum klút jafnóðum. Pússið glerið með gömlum dagblöðum, krumpið blöðin í höndina og nuddið vel. Prentsvertan eykur gljáa. Gleymið ekki gluggakistunum, þær er best að þvo með volgu vatni og uppþvottalegi. Ef þrífa á glugga að utan er best að gera það ekki í sólskini þar sem glerið þornar of hratt og kám og taumar sitja eftir. Þvoið glugga að utan með ediksblöndu eða vatni og uppþvottalegi, þurrkið síðan strax með gluggasköfu og alltaf í sömu átt. Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna www.leidbeiningastod.isMARGNOTA UPPÞVOTTALÖGUR Uppþvottalögur er til margra hluta nytsamlegur og kemur að góðum notum í margt annað en hið hefðbundna uppvask. Hann hefur til dæmis nýst ágætlega við björgun fugla sem lent hafa í olíumengunarslysum. Eftir Exxon olíuslysið árið 1989 fékk alþjóðlega rannsóknar- miðstöð fuglabjörgunar gefins hundrað kassa af Dawn upp- þvottalegi sem notaður var til að þrífa fugla og önnur dýr sem höfðu lent í mengunarslysinu. Uppþvottalögurinn kemur einnig bifvélavirkjum að góðum notum. Með því að nudda óblönduðum uppþvottalegi á hendur sem eru svartar af olíukámi næst að þvo mikið af því af auk þess sem lögurinn er ekki eins ertandi og önnur leysiefni sem notuð eru til að þrífa slíka olíu. Löginn má einnig nota til að blanda í múrefni þegar önnur íblöndunar- efni eru fyrir hendi. NOTAÐIR Í HÁLFA ÖLD Uppþvottahanskar hafa verið notaðir á heimilum allt frá sjöunda áratugnum. Slíkir hanskar voru upprunalega fundnir upp af bandaríska skurðlækninum William Stewart Halsted (1852-1922) sem notaði slíka gúmmíhanska við uppskurði. Stewart þessi stuðlaði að miklum framförum í skurðlækningum og kom á umtalsverðum umbótum með hugmyndum sínum um sótthreinsun í aðgerðum. Hann var einn af fjórum pró- fessorum sem stofnuðu John Hopkins spítalann. Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Gefðu eina aukagjöf um jólin og leggðu góðu málefni lið. Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja. Á landsbyggðinni tekur Pósturinn á móti pökkum og kemur þeim í Smáralind sendendum að kostnaðarlausu. Gefðu eina gjöf og vertu með í Pakkajólum Bylgjunnar. Við óskum öllum gleðilegra jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.