Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 48
30. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR Reks trarle iga Opið alla virka daga frá 10 - 18 www.benni.is Tækifæri til að hagræða í rekstri fyrirtækisins ! Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 590 2000 Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12 Reykjavík - sími 590 2000 Sérfræðingar í bílum Fyrir tæki færi! Bílabúð Benna býður fyrirtækjum sem hafa hug á að yngja upp og hagræða í bílaflota sínum, breiða línu af Chevrolet, til rekstrarleigu. Um er að ræða rekstrarleigu á Chevrolet bílum í 12-24 eða 36 mánuði. Bensín Metan Dísel Fáanlegir: Móðurfélag American Airlines, þriðja stærsta flugfélags Banda- ríkjanna, sótti um greiðslustöðv- un í gær, en félagið er hið síðasta af stóru flugfélögunum þar í landi sem fer í gegnum gjaldþrotaferli. Skuldir félagsins nema nú tæpum 30 milljörðum Bandaríkja- dala en eignirnar eru um fimm milljörðum minni. Stærri félögin, Delta og United urðu gjaldþrota og endurskipu- lögðu rekstur sinn í kjölfar hryðju- verkaárásanna hinn 11. september, en American hefur glímt við háan launakostnað til viðbótar við mikla hækkun á eldsneytisverði. Samkvæmt fréttum var launa- kostnaður American 600 milljón- um dala hærri á ári en hjá keppi- nautunum, og bensín á þotur hefur hækkað í verði um 60% síðustu fimm ár. Móðurfélagið, AMR, tapaði 162 milljónum dala á þriðja árs- fjórðungi eins og hefur verið raunin hjá félaginu í 14 af síðustu 16 ársfjórðungum. Á meðan hafa keppi nautarnir skilað hagnaði. Ekki var gert ráð fyrir að mikl- ar tafir yrðu á flugi American, en 240.000 manns fljúga með félaginu dag hvern. - þj Skuldir American Airlines nema 30 milljörðum dollara Síðasta stóra flug- félagið fer í þrot GREIÐSLUSTÖÐVUN American Airlines verður á næstunni endurskipulagt til að lækka skuldir og launakostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Landsbankinn og íslenska ríkið hafa tilnefnt þrjá aðila til að sitja í úrskurðarnefnd um fjárhags- legt uppgjör milli þeirra vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að uppgjörið yrði á bilinu 11,1 til 30 milljarðar króna. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður var valinn af báðum málsaðilum til að vera formaður nefndarinnar. Auk þess tilnefndi Landsbankinn Sigríði Guðmundsdóttur endur- skoðanda og íslenska ríkið Garð- ar Jón Bjarnason endurskoðanda til að sitja í nefndinni. Í samningi Landsbankans og íslenska ríkisins um yfirtöku á eignum SpKef, sem skrifað var undir 5. mars 2011, segir að „úrskurður verði kveðinn upp eigi síðar en sex vikum eftir að frestur aðila til að leggja fram gögn og rökstuðningur til úrskurðarnefndarinnar rennur út“. Að sögn Ragnars H. Hall er máls meðferðin þó ekki enn hafin og því liggur ekki fyrir hvenær von er á niðurstöðu í málinu. Nefnd sem ákvarðar greiðslu með SpKef skipuð: Ragnar Hall leiðir SpKef-úrskurðarnefnd FORMAÐUR Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar H. Hall hefur verið tilnefndur af báðum málsaðilum til að sitja í nefnd- inni. Íbúðalánasjóður hefur tekið yfir alls 2.038 íbúðir frá árinu 2006. Á árunum 2010 og 2011 hefur sjóðurinn tekið yfir 1.436 íbúðir. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar á þingi. Heildarverðmæti eigna sem Íbúðalánasjóður hefur yfir tekið er rúmur 21 milljarður króna sé miðað við fasteignamat 2011. Bókfært virði þeirra að teknu til- liti til ástands er hins vegar um 19,2 milljarðar. Af þessum eignum sjóðsins eru 207 á byggingar- og fram- kvæmdastigi og eru flestar þeirra fokheldar. Þá þurfa um 510 eignir á umtalsverðu viðhaldi að halda og eru ekki í leiguhæfu ástandi. Íbúðalánasjóður hóf að leigja út íbúðir í mars 2009, en þá voru 34 íbúðir í útleigu. Við síðustu mánaðamót voru hins vegar 615 eignir í útleigu hjá sjóðnum. Þá hefur sjóðurinn selt 553 íbúðir frá árinu 2006, þar af 245 á ár- unum 2010 og 2011. - mþl Svar velferðarráðherra við fyrirspurn þingmanns: Íbúðalánasjóður hefur tekið yfir 2.038 íbúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.