Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 58
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR30 Afsláttardagur Lífrænar vörur í 25 ár Rauðarárstígur 10 • 105 Reykjavík Sími: 562 4082 • www.yggdrasill.is 10% afsláttur af öllum vörum Vörukynningar: Dr. Hauschka | Weleda | Naturfrisk engiferöl 30% afsláttur Jólagjafir Lífrænar snyrtivörur frá dr.Hauschka, Himalayan saltlampar og gjafakörfur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 30. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 21.00 Skemmtilegir tónleikar verða á Gauki á stöng með sveitunum Náttfara og Nolo. Miðaverð er kr. 500. 20.00 Nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz setja upp óperuna Arthúr konung eftir Henry Purcell í Skógarhlíð 20. Á þriðja tug einsöngvara stíga á svið auk kórs og 13 manna hljómsveitar. Almennt miðaverð er kr. 1.900 en nem- endur og eldri borgarar greiða kr. 1.000. 20.00 Tónlistarhópurinn Jaðarber beinir sjónum að norrænni tónlist með tilraunakenndri framsetningu á Kjarvalsstöðum. Verk eftir Simon Steen- Andersens, Stine Sørlie, Kaj Aune og Øyvind Torvund verða flutt. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Karlakór Kjalnesinga og Kvenna- kór Reykjavíkur halda aðventutónleika í Langholtskirkju í Reykjavík. Örlygur Atli Guðmundsson og Ágota Joó stjórna. Sérstakur gestur er Söngkvartettinn Vallargerðisbræður. Almennt miðaverð er kr. 3.000 við inngang en kr. 2.500 í forsölu hjá kórfélögum. 21.00 Hljómsveitin ADHD sendi frá sér plötuna adhd2 fyrir stuttu. Að því tilefni fóru þeir í tónleikaferð um landið sem lýkur með tónleikum í Edinborgarhús- inu á Ísafirði í kvöld. 21.00 Hljómsveitin For a Minor Reflection sendi frá sér stuttskífuna EP um daginn. Af því tilefni efnir sveitin til útgáfufagnaðar á Faktorý. Ásamt þeim koma fram We Made God og Lockerbie. Miðaverð er kr. 1000 kr. 21.00 JP Jazz og The Eternal Triangle koma fram á síðustu tónleikum tónleikaraðar djassklúbbsins Múlans á þessu hausti. Tónleikarnir fara fram í Norræna Húsinu og aðgangangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Í tilefni útgáfu plötunnar Annar í Bassajólum verða haldnir tónleikar á Café Rosenberg. Jakob Smári leikur lög sín ásamt bassaleikaranum Guðna Finnssyni og trommuleikaranum Arnari Þór Gíslasyni. Sérstakir gestir verða Jökull Smári Jakobsson og Lárus Jakobs- son. ➜ Leiklist 20.00 Draumasmiðjan sýnir leikverkið Lostin í Tjarnarbíói. Verkið var frumsýnt árið 2009 og sýnt aftur vegna fjölda áskoranna. Sýningin er ekki ætluð börnum. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Opnanir 16.00 Innangarðs, sýning mynd- listarnema í Listaháskóla Íslands opnar í görðunum innan Háskóla Reykjavíkur. Gjörningar verða fluttir við opnunina og eru allir velkomnir. ➜ Fundir 12.25 Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Forlagið standa fyrir fund um börn flóttamanna í stofu 101 í Odda. Anna Kristine Magnúsdóttir-Mikulcaková blaðakona er dóttir flóttamanns frá fyrrum Tékkóslóvakíu. Foreldrar Tinnu Davíðsdóttur lyfjafræðings flúðu frá Víetnam. Þær segja frá flóttanum og sitja fyrir svörum. Tilefni fundarins er útkoma bókarinnar Ríkisfang: Ekkert. ➜ Hönnun og tíska 21.00 Árleg herrafatasýning Kormáks og Skjaldar verður haldin í Þjóðleikhús- kjallaranum. Skemmtiatriði og vöruúrval verslunarinnar til sýnis. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Tónlist 20.00 Tíunda kvöld Barböru tileinkað raftónlist fer fram í kvöld. Sean Danke og Fu Kaisha spila ásamt plötusnúð- unum Frímanni og Baarregaard. 22.00 Reykjavík Soundsystem sam- steypan hefur umsjón með tónlistinni á Kaffibarnum. 22.00 Dj Creature of the Night stjórnar tónlistinni á Bakkusi. ➜ Dans 14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4, frá kl. 14.00 til 16.00. Stjórnendur eru Matthildur og Jón Freyr. Vinabandið kemur í heimsókn, aðgangseyrir er 600 kr. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Bíó ★ Jack and Jill Leikstjórn: Dennis Dugan Leikarar: Adam Sandler, Al Pacino, Katie Holmes, Eugino Derbez, Johnny Depp Adam Sandler hatar þig! Stundum koma út myndir sem láta mann furða sig á því að enginn hafi bremsað framleiðsluna af strax í upphafi. Að enginn hafi gert athuga- semdir við söguþráðinn. Að enginn hafi fattað það á á tökustað hvað viðkomandi afurð ætti eftir að verða mikið drasl. Adam Sandler að leika tvíbura af sitthvoru kyninu hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá einhverjum, en á undraverðan hátt komst Jack and Jill alla leið í kvikmyndahús og í augu mín. Ó, aumingja vesalings augun mín! Sandler er ævintýralega lélegur gamanleikari. Skrækirnir og líkams- tjáning hans í hlutverki Jill eru af Gilbert Gottfried-skólanum og rembingslegir og ófyndnir eftir því. Mynd af þessu tagi stendur og fellur með aðalleikaranum. Þegar hann stendur sig svona illa skiptir annað engu máli. Aðrir leikarar eru skárri en allir virka þeir pínlegir og þvingaðir. Líklega hefur Sandler komið höndum yfir vandræðalegt kynlífsmyndband þar sem Al Pacino hangir nakinn á haus á meðan sirkusdvergar skiptast á að flengja hann. Það er eina mögulega ástæðan sem ég get fundið fyrir því að Pacino samþykkti að leika í Jack and Jill. Hann hefur verið kúgaður til þess. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér. „Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldurs- son tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskr- ar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan full- veldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sung- ið á leikskólum landsins um þess- ar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragn- hildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skáta útilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn lands- ins munu ryðja veginn með verk- efnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverj- um verður söngstund á sal til heið- urs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tón- listarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb Íslendingar taki lagið saman SIGTRYGGUR BALDURSSON 1. desember er hátíðisdagur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en sama dag verður haldið upp á fimm ára afmæli Útón. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Locker- bie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljóm- sveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveit- in á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlist- arhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meg- inlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarn- ir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búda- pest sem er með flottari festivöl- um í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlist- inni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferða- lög fram undan. „Ætli við verð- um bara ekki áfram í þessari rút- ínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ Dýrt og erfitt en samt frábært NÝ STUTTSKÍFA Hljómsveitin For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stutt- skífuna EP. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.