Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 66
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhags- erfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálma- son staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tíma- bili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðju- maðurinn Stefán Gíslason og sóknar maðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Sta- bæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lil- leström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mik- ill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókn djarfur miðju maður sem bæði skor- ar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnu- samur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfir- maður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn. - óój Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við Lilleström í gær: Kostur að þurfa ekki að flytja PÁLMI RAFN PÁLMASON HANDBOLTI Lengi hefur verið tvísýnt um þátttöku landsliðs- fyrirliðans Ólafs Stefánssonar á Evrópu mótinu í Serbíu í byrjun næsta árs. Langvinn hnémeiðsli héldu honum frá keppni með danska lið- inu AG fyrstu þrjá mánuði ársins en þegar hann sneri aftur í síð- ustu viku glöddust íslenskir hand- boltaáhugamenn enda töldu flestir að hann yrði með í janúar. Ólafur sjálfur er hins vegar farinn að tala um það opinber- lega að best sé fyrir hann að taka sér hvíld á EM og einbeita sér að því að koma sér í gott form fyrir verkefni vorsins með AG og ekki síst hjá íslenska landsliðinu sem mun reyna að vinna sér sæti á Ólympíu leikunum í forkeppni leikanna í apríl. Það þarf að fara langt aftur til þess að finna stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu þar sem Ólafur Stefánsson er ekki með. Það gerð- ist nefnilega síðast á HM í Svíþjóð árið 1993 og síðan þá hefur Ólafur tekið þátt í fimmtán stórmótum í röð. Gengi íslenska liðsins hefur líka verið frábært á þessum tíma. Ólafur hefur verið í aðal- hlutverki á fjórum af fimm bestu stór mótum íslenska lands liðsins og Ólafur hefur verið með í sjö af ellefu stórmótum þar sem íslenska landsliðið hefur verið meðal þeirra sjö hæstu. Ólafur var reyndar ekki eins áberandi og áður á síðustu tveim- ur stórmótum og flestum mótum þar á undan en mikilvægi hans er þó óumdeilanlegt. Hann er andlegur leiðtogi strákanna og hefur enn alla burði til þess að gera út um leiki með útsjónarsemi sinni og reynslu. Ólafur hefur leikið 101 af 106 leikjum íslenska landsliðsins á stórmótum frá og með árinu 1995 og hefur því aðeins misst af fimm leikjum á HM, EM á Ól á þessum 19 árum. Ólafur hefur skorað 483 mörk í þessum 101 leik eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði fimm mörk að meðaltali í leik á átta stórmótum í röð frá 2001 til 2007 og hefur skorað fjög- ur mörk eða meira á tíu þessara móta. Það verður örugglega skrýtið fyrir íslenska handbolta- áhugamenn að sjá engan Ólaf Stefánsson meðal strákanna okkar í Serbíu í janúar. Guðmund- ur Guðmundsson landsliðs þjálfari sefur örugglega ekki betur og ætli íslenska liðið sér langt á mótinu þurfa aðrir leikmenn liðs- ins að fylla í stórt skarð á hægri vængnum. Það kemur samt allt- af að þeim tímapunkti að lands- liðsskórnir hans Ólafs fara upp í hillu. EM í Serbíu gæti því verið góð æfing fyrir þann tíma þegar besti handboltamaður Íslands- sögunnar kveður íslenska lands- liðið endanlega. ooj@frettabladid.is Nítján ár síðan Ísland fór síðast á stórmót án Ólafs Ólafur Stefánsson segir það vera best fyrir sig að hvíla á Evrópumótinu í Serbíu en einbeita sér þess í stað að því að koma sér í form fyrir átök vorsins. Ólafur hefur verið með á fimmtán stórmótum í röð og spilað 101 leik á HM, EM og ÓL. LYKILMAÐUR Í LANGAN TÍMA Ólafur Stefánsson sendir inn á línuna í leik á móti Frökkum. NORDICPHOTOS/GETTY HM á Íslandi 1995 7 leikir - 11 mörk (1,6 mörk í leik) HM í Kumamoto 1997 9 - 26 (2,9) EM í Króatíu 2000 6 - 22 (3,7) HM í Frakklandi 2001 6 - 32 (5,3) EM í Svíþjóð 2002 8 - 58 (7,3) HM í Portúgal 2003 9 - 58 (6,4) EM í Slóveníu 2004 3 - 20 (6,7) ÓL í Aþenu 2004 6 - 43 (7,2) HM í Túnis 2005 5 - 25 (5,0) EM í Sviss 2006 4 - 33 (8,3) HM í Þýskalandi 2007 10 - 53 (5,3) EM í Noregi 2008 4 - 19 (4,8) ÓL í Peking 2008 8 - 29 (3,6) EM í Austurríki 2010 8 - 32 (4,0) HM í Svíþjóð 2011 8 -22 (2,8) Fimmtán stórmót Ólafs:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.