Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.06.1959, Síða 2

Framsóknarblaðið - 24.06.1959, Síða 2
2 FRAMSÖKNARBLAÐIÐ Framsóknar- blaðið RITNEFND: JÓHANN BJÖRNSSON, áb. SIGURG. KRISTJÁNSSON AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: FILIPPUS ÁRNASQN PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Verndum kjördæmið Á sunnudaginn kemur, þegar menn ganga að kjörborðinu, verða þeir að gera sér grein fyrir því, að i þetta sinn er aðeins kos- ið um eitt mál, stjórnlagabreyt- inguna. Með afnámi kjördæmis- ins er raskað þeim grundvelli, sem Vestmannaeyingar hafa bú- ið við í meira en hundrað ár. Við verðum svift okkar sérstaka full- trúa á löggjafarsamkomu þjóð- arinnar. Nái kjördæmabyltingin fram að ganga verður þar eng- inn fulltrúi, sem talar þar okkar máli sérstaklega. Við eigum það þá undir vilja fólksins í hinum fjölmennu sveitum Suðurlands- undirlendisins, hvaða fulltrúar verða valdir í hinu fyrirhugaða kjördæmi. Vestmannaeyingar verða þar í minnihluta. Þá verð- ur enginn fulltrúi lengur á Al- þingi, sem ber sérstaka ábyrgð gagnvart okkur, sem stendur eða fellur á verkum sínum fyrir Vest marinaeyjar. Og þó svo færi, sem raunar er óvíst, að einhver full- trúi næði kosningu, sem teldi sér skylt að bera okkar mál fyrir brjósti, þá er honum ætlað að dreifa kröftum sínum með því að kynna sér og vinna að hugð- armálum fólksins í hinum víð- lendu héruðum frá Lómagnúp vestur að Reykjanesfjallgarði. Vinnubrögð fulltrúa, sem þannig væru settir, gætu varla orðið heilsteypt og einbeitt okkur til handa. Það verður í mörg horn að líta og hætt við að áhugamál hinna fjölmennu sveitahéraða sitji í fyrirrúmi. Stjórnlagabreyting er stórmál, því með henni er raskað þeim grundvelli, sem þjóðfélagsbygg- ingin hvílir á. Til hennar skyldi því vel vanda. Öll þjóðin veit, að þörf er á heildarendurskoðun á því sviði. Lýðveldið þarf að fá stjórnarlög við hæfi. Það mál hefur verið á döfinni í fimmtán ár. í stað þess ákveða nokkrir skammsýnir stjórnmálamenn á einu skammdegiskvöldi, að slíta einn þáttinn úr sambandi í þessu verki með afnámi kjördæmanna. Þeir víla ekki fyrir sér að raska hinni sjálfgerðu og aldafornu héraðaekiptingu. Slík vinnu- Ábyrgðarlaus meðferð á stjórnarskránni (Úr rœðu, sem Helgi Bergs í Vestmannaeyjum 29. maí Það er ekki ofsögum af því sagt, að sagan endurtaki sig. í hvert sinn sem Framsóknar- flokkurinn hefur haft aðstöðu til þess um nokkurt árabil að hafa áhrif á stjórn landsins til hagsbóta fyrir sveitirnar, hin dreifðu kauptún og fiskibæi, þá þykir andstæðingunum tími til kominn að taka höndum saman til þess að ná sér niðri á því fólki, sem þar býr, og dirfist að styðja þann flokk, sem skelegg- ast vinnur að hagsæld þess og velfarnaði. Aldrei virðist þeim detta í hug að reyna að ná sér niðri á Framsóknarflokknum og keppa við hann um hylli fólks- ins í dreifbýlinu með þvi að gera málstað þess að sínum, heldur skulu áhrif þess minnkuð. Vopn- ið er ávallt það sama: kjör- dæmabreyting. Nú eru þeir enn komnir að þeirri niðurstöðu að íbúar Reykjavíkur og þéttbýlisins við Faxaflóa séu svo herfilegum ó- rétti beittir að við svo búið megi ekki stundinni lengur standa. Með tilliti til þess hvernig fólks- straumurinn leitar til þessara svæða, þar sem óréttið ríkir, kann þessi niðurstaða að virðast næsta skopleg. Því verður þó brögð komu óvænt, eins og þjóf- ur á nóttu. Stórmál eiga sér venjulega nokkurn aðdraganda hjá þjóð- inni. Varði þau sérstaka lands- hluta, eiga þau gjarnan upphaf sitt í héruðunum sjálfum. En hvaðan hafa óskir komið um af- nám kjördæmanna? Hafa Vest- mannaeyingar beðið um slíkt fyrir sitt leyti? Nei, kjördæma- byltingin er réttindaafsal fólks- ins í hinum dreifðu byggðum landsins. Það hefur ekki óskað eftir henni og margir snúast til varnar fyrir sína heimahaga eins og þegar er komið fram. Það brakar í flokksböndum þríflokk- anna og þau slitna nú daglega. í kjördæmamálinu eru menn fyrst og fremst Vestmannaeying- ar, Skaftfellingar og Rangæing- ar svo nokkuð sé nefnt. Við erum' öll tengd heimahögunum og hver og einn ber síns heimalandsmót. Vestmannaeyjar hafa þó sér- stöðu öðrum héruðum framar. Eyjarnar úi í hafinu með sína fegurð og auðæfi fiskimiðanna umhverfis, sem hvort tveggja á vart sinn líka. Atvinnuhættir eru sérstæðir að því leyti að all- ur þorri manna heyir sitt starf og sitt stríð við náttúruöflin sjálf. Þau fara hér oft hamför- um og eru æðisgengin, en Vest- mannaeyingar leggja ekki árar í bát. í þyí þrotlausa starfi hefur einstaklingurinn stundum verið einn en þó oftar fleiri saman. flutti á fundi Framsóknarmanna s.l.) ekki með sanngirni móti mælt, að í hverju þjóðfélagi eiga sér ávallt stað miklir fólksflutning- ar vegna breyttra atvinnuhátta og lífsskilyrða og því er ekki ó- eðlilegt að öðru hverju fari fram lagfæringar á kjördæmaskipun- inni til samræmis við breyttar aðstæður. En slíkar lagfæringar mátti sannaralega gera með öðr- um hætti en þeirri gerbyltingu, sem nú stendur til, enda er ó- hætt að fullyrða að aðfarirnar í þessu máli hafa komið flestum á óvart. Það eru nú liðin 15 ár síðan lýðveldi var stofnað hér á ís- landi og enn hefur ekki verið gengið frá stjórnskipunarlögum eða stjórnarskrá fyrir lýðveldið. Þess skulu menn ávallt vera minnugir að stjórnskipunarlög eru annað og meira en lög um kosningar og kjördæmaskipun. Það eru lög um það hvernig háttað skuli stjórn ríkissamfé- lagsins, löggjafarvaldi, dóms- valdi og framkvæmdavaldi, hver skuli vera réttindi þegnanna gagnvart samfélaginu, sem tryggi þá gegn ofbeldi, ofstjórn o. s. frv. Og eðli málsins sam- kvæmt verða stjórnskipunarlög einnig að tryggja þegnana gegn Hver skipshöfn fyrir sig samein- aði kraftana að settu marki, og það hefur komið fyrir að allir eyjaskeggjar hafa staðið saman gegn hugsanlegum ofbeldis- mönnum. Þannig á það lika að vera, þegar um réttindi byggða- lagsins er að ræða, þá ríður á að við stöndum saman og skipum okkur til varnar. Vestmannaey- ingar hafa byggt upp stærstu verstöð landsins með miklum myndarbrag og sýnt í verki, að þeim er óhætt að treysta á sjálfa sig og kunna að bjarga sér sjálf- ir. Því fremur munu þeir skilja sinn vitjunartíma þegar réttindi byggðarlagsins eru í veði. Það er eftirtektarvert, að þeir menn, sem að kjördæmabylting- unni standa, ræða fremur önnur mál í sambandi við kosningarn- ar. Þeir reyna að dylja þá stað- reynd, að með afnámi kjördæm- isins er stefnt að því að skerða áhrifavald byggðarlagsins. Gegn þeirri ætlan skulum við standa fast fyrir eins og kletturinn okk- ar, Heimaklettur. Sviptivindar allra átta gnauða um hann og æðisgengin úthafsaldan brotnar á honum en hann bifast hvergi. Hvers vegna skyldum við þá ekki standa af okkur gerningaveður stjórnmálamanna. Sláum skjald borg um eina hugsjón, sérstak- an fulltrúa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Á sunnudaginn fá- um við okkar eina tækifæri tii að bjarga kjördæminu. Helgi Bergs. óstjórn, þ. e. a. s. þau verða að skapa grundvöll fyrir athafnir stjórnsams og sterks ríkisvalds. í þessum efnum og mörgum fleirum er bráðabirgðastjórnar- skráin okkar, sem lýðveldið erfði eftir konungsríkið, mjög ófull- komin. Það væri verðugt verk- efni að vinna að setningu stjórn- skipunarlaga, sem væru laus við þá alvarlegu ágalla, sem við eig- um nú við að búa. Framsóknar- flokkurinn hefur fyrir nokkrum árum lagt til að þetta mál yrði hafið yfir flokkavaldið og dæg- urþrasið og falið sérstöku stjórn- lagaþingi. Þessi tillaga hefur ekki fengið byr hj á öðrum flokk- um, enda þótt það muni mála sannast, að mörg þau stjórn- skipunarlög, sem farsælust hafa reynzt öðrum þjóðum, séu sam- in af stjórnlagaþingum. En þegar þetta verkefni ligg- ur nú svo ljóslega fyrir og kallar svo mjög að, þá veröur það að teljast mikið ábyrgðarleysi af þrem stjórnmálaflokkum að leggja á hilluna öll þau mörgu og stóru vandamál, sem hrjá okkar þjóð um þessar mundir og verja heilu dýrmætu ári í tvenn- ar kosningar til þess eins að koma fram breytingu á einni grein stjórnarskrárinnar. Ef vit ætti að vera í slíkum vinnu- brögðum mætti þó a. m. k. ætla að þetta væri mjög veigamikið skref til að bæta stjórnarfar landsins þegar í stað og auð- velda mjög úrlausn þeirra vanda mála, sem við blasa. En því er ekki til að dreifa. Ekkert bendir til að kjördæmabreytingin raski verulega þeirri flokkaskipun, sem nú er á Alþingi, og má því hiklaust gera ráð fyrir, að hún hafi engin áhrif i þá átt að binda endi á þóf hinna fjögurra minni- hluta. Breytingin verður því sízt til að styrkj a stj órnarfarið í land inu, og við verðum áfram stjórn- arskrárlaus. Þó að flokkavaldið sé nú þegar orðið sterkt í landinu, þá er það þó enn svo, að þingmenn eru fulltrúar sinna byggðarlaga fyrst og fremst. Eftir nýju skipaninni

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.