Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Skemmdarverk. Fyrir nokkrúm árum lét Vest mannaeyingafélagið Heimaklett ur setja upp útsýnisskífu á Helga felli. Skífan er úr kopar með koparnál, vandaður og fagur áttaviti. Á skífuna eru markað- ar höfuðáttir, svo og ýms kenni leiti, bæði hér í Eyjum, og uppi á landi. Þart varla að lýsa skíf- unni og tilgangi hennar, svo þekkt er hún Eyjamönnum. Aðkomufólk, er lagði leið sína upp á Helgafell fékk ágæta leiðbeiningu um kennileiti, eyj ar og fjöll hér, og einnig um nokkur fjöll á landi, er mörkuð voru á skífuna, og nálin, sem „horfði í allar áttir“ var vegvís- ir. Staðurinn er tilvalinn fyrir útsýnisskífu. Hvergi er fegurra hér en á Helgafelli í björtu veðri og víðsýni er viðbrugðið. Eg hefi oft lagt leið mína upp á Helgafell árla dags. Það er þægileg morgunganga. S. 1. sunnudag skrapp ég upp á Helgafell. Útsýnið var mikið og fagurt sem endranær í björtu veðri. Landið var klætt vetrar- búningi. Eg gekk a ðskífunni. Eg skal játa, að ég varð bæði sár og hryggur yfir því, sem við mér blasti. Einhver eða einhverjir, með furðulegt innræti — að mér finnst — höfðu farið höndum um skífuna, og markað hana marki óknytta og vansæmda. Koparnál- in, sem leikur lágrétt á skífunni var rétt upp — stóð beint upp í loftið —. Hefur sjálfsagt þurft til þess áhald og alimikið átak. Þá var skífan útkrössuð af alls- konar kroti, sem er lítt læsilegt, og kennileiti, að minnsta kosti eitt alveg afmáð af skífunni. Við þetta skemmdarverk hefur verið notáð eggjárn eða stíll. Tveir stórir einkennisstafir eru krotaðir á skífuna. Hvort það eru einkennisstafir „meistarans" skal ósagt látið, en heldur er það lygilegt að svo sé. Skífan er stórskemmd. Fráleitt eru börn hér að verki. Skulu ekki leidd- ar getur að því, hverjir hér hafa að unnið. En það þarf furðulegt innræti til að fi:emja svona skemmdarverk. Á einum feg- ursta stað Eyjanna er sett upp mjög vönduð og fögur útsýnis- skífa til gagns og ánægju þeim, er þangað leita. En skemmdar- hneigðin spyr ekki um það, hvar bera skuli niður. Henni er veitt útrás, er löngunin vaknar til þeirrar iðju. Refsing fyrir svona skemmdar verk, ef upp kemst — er eflaust ekki aðalatriðið, lieldur hitt, ef takast mætti að leiða þeim, er hér að unnu, íyrir sjónir, að svona verk eru vansæmandi og gerir hvern þann, er slíkt að- hefst, að verri manni, og lýsir sóðalegri tilhneigingu í um- gengni og virðingarleysi fyrir verkum, sem einungis eru gerð mönnum til gagns og ánægju. Það er gott að vera þess minn- ug, að góð umgengni úti í nátt úrunni er mannbætandi. Hið gagnstæða er vansæmd. Sveinn GuÖmundsson. Um sjoppur og sjoppuhald Blaðið Fylkir fer nokkrum orðum um þetta efni þann 9. nóvember s. 1. Hann telur sjoppuhangs unglinga vanda- mál“, en að „takmarka sölutíma þeirra sé þó meingallað úrræði.“ Að dæmi Akureyrarbæjar sé ekki til fyrirmyndar. Að sú breyting á sölutíma á sjoppum sem Akureyringar hafa ákveðið, sé aðeins ein staðfesting þess, sem vitað er, „að þeir vilja kallast fyrirmyndarbær, en oft skotið allharkalega yfir markið“. Nú segir hann að muni eiga að „FLÆKJA bæjarstjórn Vest- mannaeyja til að koma í veg fyr ir sjoppuhald." Ekki held ég, að það væri nein goðgá eða liáski, þó sjoppum væri lokað fyrr á kvöldin en nú er, eða um sama leyti og öðrum búðum, því ekki munu þar vera nauðsynlegTÍ vörur á boðstólum en t. d. mjólk og brauð, sem stundum getur verið nauðsyn- leg't að ná í eftir lokunartíma. Sannarlega væri það „skynsam legt‘, já sjáífsagt, „að fela heil- brigðisnefnd að hafa eftirlit með að ákvæðum heilbrigðislaga sé gætt, og láta lögregluna fram- fylgja vegabréfaskyldu unglinga og fylgja fast eftir, að þeir fái ekki afgreiðslu eftir kl. 8 nema þeir, sem náð hafa tilskildum aldri.“ Já, vissulega er það skyn- samlegt, meira að segja skylt, að bæjaryfirvöldin hafi eftirlit með settum lögum og reglum sé framfylgt, þar á meðal helgidaga löggjöf ' og áfengislöggjöf. Og þá einnig, að hafa eftirlit með þeim stöðum „þar sem eru borð og stólgarmar og flokkast þann- ig undir veitingastofu. Þetta er svo sjálfsagt, að ekki ætti að þurfa neina fyrirmynd eða pat- ent til að minna á það“. „Bann er ekki sú ráðstöfun, sem gripið er til í lýðræðisþjóð- félagi“ o. s. frv. segir blaðið að síðustu. — Jæja, — flest lög eru að meira eða minna leyti bann við þessu eða hinu. Er ekki bannað að hafa verzlanir opnar nema vissan tíma? Er ekki bann að að taka annarra eign? Að hafa óspektir á almannafæri. Að láta unglingum áfengi í té og ótal margt fleira er bannað. Annað er ómögulegt í þjóðfé- lagi, sem siðað vill kallast. Mannlegur þroski er ekki lengra kominn en þetta. Boðorðin tíu, sem allir kunna, og eru undir- staða allra laga, byrja öll á orð- unum: „þú skalt ekki“. Þau bönn eru enn í fullu gildi, þó mjög séu brotin, því miður. Einar. Áramótaþankar. Framhald af 2. síðu. segja. Frá sjónarmiði þjóðar- heildarinnar virðist líka full þörf á að draga þá björg á land, sem miðin umhverfis Vestmanna eyjar gefa af sér, og sú var tíð- in, að það þótti eftirsóknarvert að vera útgerðarmaður hér, enda voru þeir margir. Margir útgerð armenn, þar sem fjöldinn átti aðeins part í bát, byggðu hér upp blómlegasta útgerðarbæ landsins. Sú aðferð að skipta afl- anum á bryggjunni, og að hver verkaði sinn hlut út af fyrir sig, hlaut að hverfa vegna nýrr- ar tækni og breyttra aðstæðna, en hlutdeikl hins almenna borg ara í útgerðarrekstrinum hefði getað verið sú sama, ef sam- vinnuhugsjónin hefði gripið hér inn í og náð að festa rætur á réttum tíma. Slík þróun hefði tengt fjölda manns við fram- leiðslustörfin og leyst öfl úr læð ingi, sem nú eru dulin. I stað þess ríkir hér uppbygg- ing einstaklingshyggjunnar, þar sem fjármagn og atvinnutæki luúgast f fárra manna hendur. Því fylgir mikið vald, og því frennir, þegar þeir fáu menn, sem yfir hvorutveggja ráða, hafa tengsl sín í milli til að úti- loka samkeppni, sem hugsanleg væri. Og þegar fjármálavaldið og hið pólitíska vald fara saman í litlu bæjarfélagi, þar sem at- vinnu&ilyrði eru einhæf frá náttúrunnar hendi, á hinn al- menni borgari ekki margra kosta völ, þar sem það bætist svo við, að menningarmálaáhugi ráða- manna bæjarins er ekki upp á marga fiska og félagsmálin eru dregin í dróma pólitískrar und- irhyggju, verður af bæjarfélags- Undarleg vinnubrögð. Framhald af 1. síðu. um, og skal það sízt lastað, en aðferðin, sem íundin var upp tii þess, að greiðsla bóta gæti átt sér stað, er næsta furðuleg. Einhver vís maður fann það sem sagt út, að einhverjir ar þessum netabát- um höfðu lagt upp eitthvað af fiski í Þorlákshöfn, og með því að strika það út og telja það ekki með aila Eyjabáta, þó það væri veitt af þeim, þá lækkaði meðalaflinn það mikið, að þessi flokkur varð bótaskyldur. Tekjur aflatryggingarsjóðs eru teknar af útfluttum sjávarafurð um og því raunverulega dregn- ar frá fiskverðinu. Þessi skattur er einskonar iðgjald af vátrygg- ingu, alveg eins og þegar menn t. d. brunatryggja hús og önnur verðmæti. Greiðslur úr sjóðnum eiga að fara fram samkvæmt landslögum — og það hlýtur að verða almenn krafa, að allir verði jafnir fyrir lögunurn. Þau dæmi, sem liér hafa verið nefnd, benda hinsvegar til þess að svo sé ekki. bakkaróvarp. Júlin eru liðin, þessi bjarta og vermandi Ijóssins hdtíð, sem á sinn sérstaða hátt hrífur unga og gamla. Þessi jól og þó lengri timi hafa vcrið rnér undarleg reynslutið_ Eg hef um lengri ti.ma vei'ið frá vinnu sökum veikinda, sern hafa leikið mig alígrátt. Á slikum reynslutima er ekki óeðlilegt, að annarlegar og þungar hugsanir leggjast á hug og hjarta. En það, sem hef- ur veröð svo stórt og einstœtt fyr ir mér er sá mikli fjöldi vina, scm hafa rétt. út hendur sinar mér og minum til hjálpar. Með þcssrurn fáu og fáilœklegu orð- um vildi ég tjá þeim öllum min ar innilegustu þakkir og vildi ég mega beina sérstökum þökk- um iil st.yrktarfélaga minna í Vélstjó rafé lagi V estmannaeyja fyrir þeirra stórhöfðinglegu að- stoð við mig. Gjafir ykkar allra hafa komið í góðar þarfir, það þarf ég ekki að fjölyrða um, en ég þakka alveg sérstaklega það vinarþel, þá birtu og þann yl, sem til min hefur lagt og gefur mér aukið þrek og bjarta von, Með innilegustu þakklœti til ykkar allra óska ég ykkur gleði- legs og farsœls nýs árs og bið Guð að blessa ykkur öll. Vestmannaeyjum r. jan. ’6y. Gisli Grimsson. ins hálfu fátt upp á að bjóða til að auka ánægjuna og fjölga sól- skinsblettum, sem hinir sístar.f- andi menn og konur annars gætu notið.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.