Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ „Níðst á ræstingarkonum' * Þannig orðar Kari Guðjóns- son fyrirsogn í greinarkafla í blaði sínu, Eyjablaðinu, í s. 1. viku. Þar segir hann m. a.: Þeg- ar skólastjóri gagnfræðaskólans hefur án saka rekið þvottakon- ur skóla síns úr starfi . . .“ Svo fullyrðir Karl, að ég hafi þar með unnið níðingsverk á konum þessum. Sá sem níðingsverk vinnur heitir að vera níðingur á móður- máli okkar. Það er ég þá orðinn núna á máli kommúnistaforingj ans hér. Þegar ég beitti mér fyr- ir sölu bæjartogaranna hér um árið til þess að firra bæjarfélagið gjaldþroti og alla bæjarbúa millj ónatapi á þeim og þar með stór- auknum útsvarsgreiðslum, köll- uðu sálufélagar Karls Guðjóns- sonar og hann mig glæpamann. Eg átti að vinna þar glæpaverk. Ekki var klipið utan úr því. Tíminn og reynslan hefur leitt í ljós, Iiversu mikið „glæpa- verk“ ég vann þá. Grunnfærnir lygalaupar vara sig aldrei á þeim sigrum, sem tíminn færir okkur stundum upp í fangið. Ef til vill tekst mér enn að sannfæra Eyjabúa um það, að ég hafi aldrei unnið neitt níðings- verk á þvottakonum Gagn- fræðaskólans. Eg óska að rekja þetta þvotta- kvennamál svo satt og rétt, sem ég veit það. í 32.'ár hefur það fallið í minn hlut að ráða ræstingakonur að Gagnfræðaskólanum hér. Aldrei hafa þær kvartað undan kaup- greiðslum fyrir starfann, enda kaupið ávallt miðað við karl- mannskaup fyrir liverja unna klukkustund við ræstinguna. Ræstingakonurnar hafa ávallt verið ráðnar frá hausti til vors hverju sinni eða til loka skóla- ársins. Ein sönnun þess er það, að ég liefi alltaf þurft að semja við þær sérstaklega um hrein- Framsóknar- blaðið RITNEFND MÓHANN BJÖRNSSON, áb. SIGURG. KRISTJÁNSSON AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKFRI: HERMANN EIMARSSON gerningu skólahússins hvert sum ar að loknum skóla, enda liafa þær fengið kaup sitt greitt mán- aðarlega þann tíma, sem skól- inn starfar, 8 mánuði. Alltaf hafa þessi viðskipti farið fram friðsamfega og drengi lega. En í haust brá öðruvísi við. Þegar ég kom heim, síðari liluta septembermánaðar eftir þriggja vikna útivist, sem mest megnis stafaði af hinni alkunnu tregðu um ráðningu kennara, brá svo við, að ræstingakonur skólans höfðu ekkert við mig að tala um ræstingu hans á þessu skólaári. Þó gerðu þær það fyrir mig, líklega mest fyrir gamlan kunningsskaj), að sitja með mér einn fund. Þar bauð ég þeim kaup fyrir starfið, sem þær í alla staði töldu sig geta verið ánægð ai með, en þær liöfðu þá afsalað sér öllum mannréttindum til þess að geta samið við mig. Þau mannréttindi þeirra voru komin á vald frú Guðmundu Gunn- arsdóttur. Fundurinn bar því cngan árangur. Frú Guðmunda Gunnarsdótt- ir kom inn á heimili mitt í mannréttindaumboði þvotta- kvennanna. Kaup ræstingarkvenna þarf að hækka, sagði hún. Auðvitað hækkar það í fyllsta samræmi við allar aðrar hækkan ir í þessu landi, sagði ég. Þær eiga að bera úr býtum karl- mannskaup, enda gera þær verk sitt afbragðs vel. Þá verður það ekki að ágreiningi, sagði frúin, „en svo áttu að bæta við fjórðu ræstingarkonunni án þess að mánaÖarkaup hinna skerðist, sagði hún. Þessi skipun frúarinnar kom mér mjög á óvart. Mér flaug í hug: „Það líður þá ekki langt, þar til frúin vill líka hafa vald til að skipa kennara við skól- ann. Og flaug mér þá í hug Sig- tirður Stefánsson! Það er sem sé afráðið með lögum eða sama sem, að skólastjóri ráði þvotta- konurnar að gagnfræðaskólan- um og fræðsluráð kennara í sam ráði við ríkisvaldið. Var það meiri fjarstæða að svipta fræðslu ráð kennararáðningu en mig hinu? Á undanförnum vetrum höfðu þessar konur oftast lokið dag- legri ræstingu á þrem tímum, en greiðsla til þeirra miðuð við fjögurra tíma vinnu. Mér fannst því þessi kalda skipan dálítið kynleg. „En ef ég neita nú þessari skipan og hækkun á þessum gjaldalið skólans?" spyr ég. Þá fékk ég svar, sem ég tel ekki prenthæft. Mér var öllum lokið og samtalinu var lokið. Eg af- réð þegar hvað gera skyldi. Eg afréð að bjóða út ræsting- arstarfið við skólann með aug- lýsingu í útvarpi og blaði. Það var löglegt og mér frjálst. Með- an nokkrar konur óskuðu eftir að fá starf þetta, átti yfirkenn- ari skólans langt tal við ræsting- arkonurnar og bað þær að taka að sér starfið fyrir það kaup, sem bæjarráð hafði afráðið eða 40 krónur á liverja unna klukku- stund miðað við 4 stundir á dag. Þeim fannst sem áður, að vel væri boðið, en myndugieikann vantaði til að semja. Hann var hjá frúnni, sem boðað hafði mér hin virðulegu hægindi, sem ég veigra mér við að nefna á prenti. Þetta var þá níðingsverkið, sem ég á að hafa unnið á kon- um þessum. Gengið á eftir þeim með grasið í skónum til þess að fá þær til að taka að sér verkið fyrir 40 krónur á hverja unna klukkustund til uppjafnaðar miðað við 2 dagvinnutíma og tvo eftirvinnutíma, en jafnan annar alveg ónotaður, þar sem ræstingu var venjulega lokið eft- ir 3 tíma. Þetta kallar þingmað- urinn að reka konurnar úr starfi. Við þekkjum það bezt, Eyjabúar, að það er engin ný- lunda, að hann leikur argastá ó- vin sinn, sannleikann, svona hart, meðhöndlar hann svona illa. Hvernig verða svo þessar 40 krónur fengnar með útreikn- ingi? Það er ofur einfalt dæmi. Venjulega þarf að ræsta skólann 170 daga á skólaárinu. Þá verð- 111 tímavinnufjöldinn 2040 (3 konur 4 tíma á dag í 170 daga). Fyrir vetrarræsdnguna eru nú greiddar alls kr. 82000,00 segi og skrna áttatíu og tvær þúsund- ir króna. Ef við skiptum þessum fáu krónum niður á unnar klukkustundir, verður útkoman sem næst 40 krónur. Þetta kallar castroiska liðið í Eyjum níðings- kaupgreiðslur. Hvað mættu þá konur þær segja, sem vinna hér í fiskverkunarstöðvunum? — Hversu mikill aumingjaskapur er það ekki hinu kommúnistiska foringjaliði í verkalýðssamtökun irm liér að láta slík níðingsverk viðgangast á verkakonunum! Hvar er þá sjálfur Castró Eyj- anna með geipi sínu og gorra. Þá kem ég að fleipri Karls Guðjónssonar um það, að ræst- ingarkonurnar, sem alls ekki vildu gefa kost á sér til starfans aftur, hafi ekki fengið „kaup fyrir eins mánaðar uppsagnar- frest“, eins og hann orðað það. Þarna veit Karl meira en hann lætur í veðri vaka dl þess að geta komið betur fram mann- skennndum á mig o. fl. Karl veit það, að „frúin“ fyrir hönd hinna ómyndugu lét kunnan lög fræðing rannsaka rétt kvennanna til mánaðarkaupsins. Að rann- sókn lokinni kom í Ijós, að kon- urnar áttu engan rétt til kaup- greiðslunnar. Er réttmætt að greiða mönnum þúsundir úr bæjarsjóði án þess, að þeir eigi lagalegan rétt til peninganna? Et til vill svarar Karl Guðjóns- son því til, að það sé alveg und- ir því komið, hvaða „lit“ menn hafi og hugarfar. Jæja, þá óska ég Eyjabúum til hamingju með fjármál bæjarins, ef þeir skyldu einhvern tíma fela Karli og liinu castróiska liði bæjarins al- ræðisvald í fjármálum hans En meðal annarra orða: Eg sé í sama Eyjablaði, að Karl Guðjónsson flytur Utvegsbank- anum hér langt þakkarávarp fyrir aukna þjónustu við al- Framhald á 3. síðu. Ný fjárhagsáætlun Frainhald af 1. síðu. þar sem einn ársfjórðungur er eftir, þar sem greiðsluyfirlitið er miðað við 30. sept. Vaxandi álögur. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar yfirstandandi árs eru kr. 20:230.000,00 en voru 1962 kr. 17.400.000,00. Hækkunin er kr. 2.830.000,00, æða 16.26%. Út- -svör og aðstöðúgjöld etu áætluð kr. 15.830.000,00, en voru s. 1. ár áætluð kr. 13.800.000,00. Hækk un á útsvörum og aðstöðugjöld- um er því kr. 2.030.000,00 eða 14-7 % • Má segja, að íhaldsmeirihlut- inn sé stefnu sinni trúr, þar sem álögur vaxa nú með risaskrefum ár frá ári. Hinsvegar verður ekki dregið í efa, að bæjarfélag- ið þarf á vaxandi tekjum að halda, eins og fjárhag þess er komið, og mörg verkefni bíða á næsta leiti. Framkvæmdir síð- Ustu ára hafa að verulegu leyti byggzt á skuldasöfnun, og það er von að einhverntíma komi að skuldadögunu m.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.