Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Sýndarmennskan í sundhallarmálinu Fyrir bæjarstjórnarkosningarn ar í vor, var fallegu líkani af fyrirhugaðri sundhöll stillt út til sýnis. Lóð hafði verið ákveð- in fyrir bygginguna og myndar- leg fjárveiting var á fjárhagsáætl un bæjarins til hennar, og svo Iiefur raunar verið síðustu árin. Háttvirtir kjósendur skyldu svo sem vita, að íhaldsmeirihlutinn í Vestmannaeyjum mundi hefja sundmennt til vegs og virðingar í stærsta útgerðarbæ landsins. Glæsileg bygging var í þann veg að rísa í miðbænum og þar mundu ungir þjálfast og þrosk- ast, en þeir sem eldri voru sækja þangað hressingu og heilbrigði, enda margskonar böð og ný- tízku þjónusta á boðstólum. Einhvernveginn tókst nú svo til, að líkanið af sundhöllinni hvarf fljótlega af sýningarsvið- inu eftir kosningar, enda nær að snúa sér að sjálfri bygging- unni en vera að giápa á það lengur. Svo leið hver mánuður- inn af öðrum og menn litu til Idiðar, þegar þeir fóru um Kirkjuveginn, því auðvitað biðu menn í eftirvæntingu að sjá þeg- ai verkið væri hafið. En ekki bólaði á Barða, liver mánuður- inn lcið af öðrum og sundhöll fyrirfinnst engin. I svartasta skammdeginu vökn uðu ráðamenn bæjarins við þá staðreynd, að vandkvæði mundu verða á komandi vori varðandi lögboðna sundkennslu í Vest- mannaeyjakaupstað. Svo er nefnilega mál með vexti, að sjór sem kældi aflvélar rafveitunnar, rann í sundlaugina og þurfti því tiltölulega litla upphitun. Nú, þegar orkan frá Sogi er kom in hingað og vélarnar eru hætt- arað snúast, verður að Ieysa það mál á annan liátt. Því er nú fyr- irhugað að ráðast hið bráðasta í al lmikla byggingaframkvæmdir við gömlu sundlaugina. Er jrar um að ræða hús til upphitunar, baðskýli og búningsklefa. Svo þarf að sjálfsögðu ný tæki til að hita sjóinn í lauginni og allt mun þetta kosta drjúgan skild- ing. Það getur orðið einu bæjarfé lagi nokkuð dýrt, þegar ráða- me'nn þess gleyma að hugsa fram í tímann, og verkefni, sem þeim er ætlað að koma í framkvæmd draga5t á langinn. Sundhallarmál ið er gíöggt dæmi upp á það. Framkvæmdir, sem nú verður að gera hjá sundlauginni, voru fyr- irsjáanlegar. Því hefði verið á- stæða til að leggja kapp á að koma sundhöllinni upp áður en til þeirra kæmi. Með því var unnt að spara bænum útgjöld upp á hundruð þúsundir króna. I s. 1. fimm ár hefur fé verið áætlað til sundhallarbyggingar, og sú upphæð samanlagt um síð ustu áramót orðin kr. 1 millj. og 650 þús. Hefði verið byrjað að byggja 1958, þegar fyrsta fjár veitingin lá fyrir, er líklegt að byggingin væri nú langt komin. Því er ekki að heilsa, fram- kvæmdir við sundlaugina gömlu verða að sitja í fyrirrúmi. Svo er eftir að vita hvernig sýndar- mennskan í Sjálfstæðisflokknum notar líkanið af sundhöllinni í kosningahríðinni á komandi vori. „Níðzt á ræstingarkonum". Framhald af 2. síðu. menning í bænum með lengri afgreiðslutíma undir kvöldið. Sízt vil ég álasa Karli bankaráðs íltanni fyrir það ávarp. Eg get fúslega tekið undir það. En þeg- ar ég geri það, kemur mér í hug, að Sparisjóður Vestmannaeyja hefur frá upphafi sínu innt þessa eða svipaða þjónustu af hendi í þágu almennings hér án þess að Karl eða félagar hans liafi nokkru sinni fært honum þakkir fyrir. Hið gagnstæða er sannanlegt. Þá tillitssemi hefur almenningur í bænum hins veg- ar kunnað að meta með því að efla sína eigin stofnun Karli til miska og bankastjórum til íhug- unar og eftirbreytni . Þegar ég íhuga þetta þakkar- ávarp Karls, kemur mér í hug, að það er nú kannske einhver munur að vera vii'ðulegur banka ráðsmaður í þágu og þjónustu „auðvaldsins“, bankavaldsins í landinu, og þiggja þar fyrir fúlgur fjár úr hendi þess fyrir það að segja arnen, heldur en að sitja í stjórn lítils sparisjóðs, sem sauðsvartur almúginn held- ur lífinu í sjálfum sér til styrkt- ar með hinum fáu spariskilding- um sínum. Peningurinn blífur, maður minn, og hann ginnir oft fóla til fólskuverka. Slíkir dánu- menn hafa vissulega efni á að sletta úr klauf öðrum til mann- skemmda og mannorðshnekkis. Þ. Þ. V. Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför EIRÍKS ÖGMUNDSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka bæjarstjórn Vestmannaeyja og Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja auðsýnda virðingu hinum látna. Fyrir hönd aðstandenda. Júlía Sigurðardóttir. Frá skattstofu Vest- mannaey j aumdæmis Allir þeir, sem skattstofan hefur krafið skýrslugerðar um greidd laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru áminnitir um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n. k. Frekari frestur verður ekki veittur. Þótt um engar kaupgreiðslur hafi verið að ræða, er eigi síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra er til 31. janúar n. k. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslum fyrr en fyrir febrúarlok. Með því að frekari framtalsfrestir verða ekki veittir, nema sér- staklega standi á, er því hérmeð beint til allra, sem geta búizt við að vera fjarverandi eða forfallaðir af öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja fram nú þegar. Ekki er unnt að senda skattframtalseyðublöð til framteljenda fyrr en efdr miðjan jan- úar. Hinsvegar geta allir, sem vilja, fengið framtalseyðublöð í skattstofunni. Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á framtalsfresti að halda, verða að sækja um frest til skattstjóra og fá samþykki fyrir frest- inum. í 47. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt, er kveðið svo á, að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættum 25%. Til 31. janúar veitir skattstofan þeim, sem þess óska og eru ó- færir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið. Er þeim tilmælum beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtalsaðstoð í skattstofunni að koma þangað sem allra fyrst. Fyrir sama tíma, 31. jan. n. k. þurfa allir, sem hafa fengið hlut af kaupi sínu greiddan í sparimerkjum að sýna sparimerkja- bækur sínar í skattstofunni, enda hafi þær áður verið tæmdar á pósthúsinu. Vestmannaeyjum, 14. janúar 1963. SKATTSTJÓRI. Lögreglumenn. Staða yfirlögregluþjóns og eins lögregluþjóns í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 1. febrúar n. k. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá lögi'eglustjór- um. Mynd af umsækjanda ásamt upplýsingum um fyrri störf fylgi umsókninni. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, 12. janúar 1963. TORFI JÓHANNSSON.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.