Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 1
Utgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Máigagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 20. febrúar 1963 4. tölublað. Þjóðin dæmir Þess er nú skammt að bíða, að íslenzka þjóðin kveði upp sinn dóm á sviði stjórnmálanna. Þess sjást líka merki, að nokk- ur kosningaskjálfti er farinn að þjá leiðandi menn í herbúðum stjórnarflokkanna. Og jafnvel Alþýðubandalagsmenn, sem eiga öli sín fyrirheit í húsi kommún- ismans, og hafa ekki látið sér allt fyrir brjósti brenna, sjá nú drauga og forynjur í hverju horni. Úrslit bæja- og sveitar- stjórnakosninga á s. 1. sumri sýna hvert straumurinn liggur og er margt sem bendir til, að sigur Framsóknarflokksins verði þó enh meiri í komandi Alþing- iskosningum. Tilhugalíf. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að styrkja höfuðpresta kommúnista til hefðar og áhrifa. T. d. veittu þeir Brynjólfi Bjarnasyni sérstök heiðurslaun frá Alþingi fyrir vel unnin störf í þágu fósturjarðarinnar. Einar Olgeirsson kusu þeir í stjórn Sogsvirkjunarinnar og í Norður landaráð, og er hann þegar bú- inn að þakka fyrir sig og sína með langri lofræðu á Alþingi um helztu leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins. Það er að vísu of snemmt að segja að Bjarni Benediktsson standi nú þegar frammi fyrir kommúnistum á biðilsbuxunum, en hér virðist þó um tilhugalíf að ræða. Þegar það er haft í huga, að ekki eru nema fá ár síðan skutilssveinar Brynjólfs og Einars hárreittu Bjarna Ben. á strætum höfuð- borgarinnar og hrjáðu um leið fleiri forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, verður að ætla vin- áttumál milli þessara aðila séu frá þeirra sjónarmiði pólitísk nauðsyn. Leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins sjá, að líkur eru hverf andi litlar fyrir því, að núver- ahdi stjórn haldi velíi í kqrri- andi kosningum. Þess vegna vilja þeir nú þegar tryggja sér stuðning Alþýðubandalagsins. Efnahagsbandalagið. Afstaða íslands til Efnahags- bandalagsins, er eitt helzta mál- ið, sem nú verður kosið um. Þó nokkur snurða hafi hlaupið á þráðinn, varðandi samninga við Breta, vegna valdastreitu um forystuhlutverk innan banda lagsins, þá er Efnahagsbandalag- ið staðreynd, sem Islendingar komast ekki hjá að taka afstöðu til á komandi kjörtímabili. Því ríður á, að kjósendur geri sér grein fyrir þe>su máli, og átti sig á, hverjum er hægt að trúa til að tryggja sem bezT frelsi og hagsmuni lands og þjóðar. Núverandi ríkisstjórn virðist hafa þá skoðun, að við eigum að tehgjast bandalaginu með svokallaðri aukaaðild. Hvað í aukaaðild felst er næsta óljóst, en margt bendir til að hún sé aðeins vegurinn til fullrar að- ildar, og þeir sem hann fara, geti ekki snúið til baka. Hitt liggur ljósara fyrir, að þær þjóð ir, sem gerast aðilar Efnahags- bandalagsins, afhenda stjórn þess réttinn til ráðstöfunar og nýtingar þeirra auðlinda, sem viðkomandi land hefur upp á að bjóða. Og það Hggur í hlut- arins eðli, að stjórn Efnahags- bandalagsins hlýtur að nytja slíkt í þágu heildarinnar. „Viðkyæm mál". Það er þess vegna, sem nú er farið að tala um „viðkvæm mál", sem um þurfi að semja. Hér er átt við fiskimiðin innan íslenzkrar landhelgi, sem opnast af sjálfu sér fyrir bandalagsþjóð unum ,ef við gerumst aðilar. Og meira að segja er nú far- ið að tala um að „við komumst ekki hjá, að athuga stefnu okk- ar varðandi réttindi útlendinga til löndunar á fiski og rekstri fiskiðjuvera, ef til aðildar okk- ar ætti að koma, enda yrði sú stefna, sem nú er fylgt, okkur sjálíum ekki lengur nauðsynleg, ef tryggja mætti með öðrum hætti, að breyting á henni leiddi ekki til ofveiði." Hér er vitnað til ummæla viðskiptamálaráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og má á þeim sjá, að honum „þótti ekki voðinn svo stór", þó við afhendum erlendum auðfélög- um íslenzkar auðlindir og lands réttindi. Það er fleira til að svo góðu, t. d. liggja fyrir samþykkt ir um aðild frá Landsfundi Sjálfstæðismanna. Nú síðustu daga halda leið- togar stjórnarflokkanna því fram, að Efnahagsbandalagið sé ekki lengur á dagskrá, og vilja á þann hátt komast hjá að ræða málið fram yfir kosningar. En hver veit, hvað þeir ætla að gera að þeim loknum. Verður þá ekki farið að semja um „við- kvæmu málin", eins og Gylfi og fleiri hafa gefið í skyn að þurfi að gera. Stefna Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt mikla áherzlu á, að ekki yrði rasað um ráð fram í þessu máli. Jafnframt hefur hann mótað þá stefnu að leita eftir samningum við bandalagið um tolla- og viðskiptamál. Réttinda afsal komi ekki til greina af okkar hálfu. „Viðreisnin". Það verður kosið um sjálfa „viðreisnina", þetta óskabarn núverandi stjórnarflokka. Hún er efndin á kosningaloforðum þeirra, sem voru fyrirheit um betri lífskjör og stöðvun verð- bólgunnar. Já, stjórnarliðið hef 111 komið sínum hugsjónamál- um í framkvæmd. Dýrtíðin hef Framhald á 4. síðu. Draugar eru ekki nýtt fyrirbrigði í Eyjablaðinu 13. þ. m. birt- ist grein undir fyrirsögninni: „Það er búið að senda þeim draug". Greinin fjallar um framboðslista Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmi, og „draugurinn", sem átt er við, er Helgi Bergs verkfræðingur, sem var hér í framboði við báðar alþingiskosningarnar 1959 og er orðinn mörgum hér í Vest mannaeyjum að góðu kunnur. í gxein þessari er því lýst á yfirlætisfullan hátt af Karli Guð jónssyni alþingismanni, hvernig framámenn Framsóknarflokks- ins hér, hafi látið hlunnfara sig í sambandi við samningu listans og því lýst m. a. með þessum orðum: „En í þeirri orustu vegnaði sigurvegurunum héðan úr Eyjum eins og þrek þerrra stóð til." Finnst Karli lítið til þessara Framsóknarmanna koma sem vonlegt er, þegar slíkt ofur menni sem hann er, á í hlut. Qkkur. .er nú ekki kunnugt um,. að .KarJ hafi verið viðstadd ur á fundi þeim, sem um fram boðslistann fjallaði, en þó lýsir hann viðbrögðum fulltrúanna héðan allnákvæmlega, þá er þeir litu „drauginn", og segir þeim hafa svelgzt svo á, að þeir hafi ekki áttað sig fyrr en búið var að setja tvo Selfyssinga næst á eftir Helga á listann. Virðist Karli sérlega lítíð koma til þess fólks, er Selfoss byggir, sérstak- lega ef það er líka starfsfólk hjá Kaupfélagi Árnesinga. Uppstilling listans. Þó að ofannefnd grein Karls sé í sjálfu sér nauðaómerkileg og hitti aðallega aðra en Fram- sóknarmenn hér í Eyjum, þá gef ur hún samt tilefni til þess að skýra opinberlega frá því, eftir hvaða meginreglu var farið við uppstillingu framboðslista Fram sóknarflokksins í Suðurlands- kjördæmi, en hún var þessi: Á listanum eru 12 nöfn, en gömlu kjördæmin, sem mynda Suðurlandskjördæmi voru fjög ur. Nú var einfaldlega deilt með 4 í 12 og komu þá 3 fram- bjóðendur í hlut hvers hinna gömlu kjördæma. Síðan var fulltrúum gömlu kjördæmanna Framhíld á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.