Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 6. marz 1963. 5. tölublað. HELGI BERGS: Ríkisstjórnin hætt forystu í atvinnumálum. Með hinni nýju síldveiði- tækni veiðist nú síld austur með öllu Suðurlandi. Þar með hafa skapazt ný viðhorf í fiskveiði- höfnum sunnanlands. Þar ligg- ur nú fyrir að búa sig undir að nýta þennan afla. Eg flutti þess vegna tillögu á Alþingi um það, að ríkið léti athuga á livern hátt þessi afli yrði bezt nýttur og á sem verð mætastan hátt, og síðan yrði gerð áætlun um, á iivern hátt ríkið gæti bezt stuðlað að uppbygg- ingu iðnaðar á þessum grund- velli. Það liggur í augum uppi, að það er brýnasta hagsmunamál þjóðarheildarinnar að gera úr hráefnum sínum sem allra full- komnastar framleiðsluvörur, og framtíð íslenzks atvinnulífs velt- ur á því, að það takist. Þegar fyrir liggur að byggja frá grunni nýjar iðngreinar, er sérstakt tækifæri til að tryggja skipuleg vinnubrögð frá upphafi. Þess vegna er lagt til að ríkið taki forustu um að skipulega og myndarlega yrði snúizt við hin- um nýju viðhorfum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar urðu hin furðulegustu. Viðskipta málaráðherra rýkur upp með fúkyrðum og lýsir því yfir, að ríkisstjórninni komi málið ekk- ert við. Það séu aðrir aðilar, er hafi vanrækt hlutverk sitt. Með þessu fletti viðskipta- málaráðherrann ofan af vondri samvizku sinni. Hann veit sem er, að ríkisstjórnin hefur kastað frá sér því forystuhlutverki, sem ríkisstjórnir áður höfðu og eiga að hafa, um atvinnuuppbygg- ingu í landinu. „Það vantar ekþi rannsóknir, heldur framkvæmdir", sagði ráð herrann, sem er nýbúinn að leggja fyrir Alþingi frumvarp að miklum lagabálki um rannsókn armál. En livar eru þá fram- kvæmdir núverandi ríkisstjórn- ar? Þær eru engar . Sjálfsagt er mönnum minn- isstætt, hvernig stjórnarflokkarn- ir bölsótuðust út af byggingu síldarverksmiðjanna á Austur- landi á sínum tíma, þó þeir þegi um það nú, þegar þær hafa malað okkur gull á undanförn- um árum. Samkvæmt lögum frá 1949 skal ríkið reka fiskiðjuver í Reykjavík, sem hafi það hlut- verk að reyna nýjar verkunar- aðferðir, sér í lagi niðursuðu á fiski og síld. Núverandi stjórn- arflokkar létu það verða sitt fyrsta verk, þegar þeir gátu því ráðið, að selja fiskiðjuverið. I Noregi fagna þvi flestir, að Finnmörk var endurbyggð, en hér fara óðul i eyði, og er það talin dyggð. \ Annar d vaxtarviljann, vakir og ræktar sand. Hinum er mest i muna að minnka sitt föðurland. Davíð Stefánsson. Guðlaugur Gíslason, bæjar- stjóri skrifaði í síðasta tbl. Fylk- is, sem út kom 1. þ. m. heil- mikla langloku, þar sem hann er að jagast út í Leikfélagið, vegna þess að því hefur tekizt að tryggja sér talsverða fjárhæð úr bæjarsjóði til húsbyggingar vegna starfsemi sinnar.; Gefur hann í skyn, að slík bygging sé óþörf ,þar sem sjónvarp muni fljótlega leysa leikstarfsemi af Fyrir frumkvæði og ötula for- göngu stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins hafa þær hafið niður- lagningu síldar á Siglufirði. Sú starfsemi hefur leitt í ljós, að slíkur iðnaður er íyllilega sam- keppnisfær við erlendan, en á í erfiðleikum með að ryðja sér til rúms á mörkuðunum, enda er það á allra vitorði, hversu gíf- urleg átök það kostar að koma nýjum vörutegundum inn á stóra markaði á þessurn tíma auglýsinga og söluáróðurs. í ná- grannaiöndum okkar þykir það sjálfsagt hlutverk ríkisstjórn- anna að hafa forustu um öflun útflutningsmarkaða. En ríkis- stjórnin hér hefur í engu lið- sinnt Síldarverksmiðjunum í þeirra brautryðjendastarfi, t. d. ekki útvegað þeim eina krónu - til að koma upp niðurlagningar- verksmiðjunni né koma rekstri hennar af stað. hóhni hér og annarsstaðar úti á landsbyggðinni. Jóhann Frið- finnsson tók svipaða afstöðu til málsins á bæjarstjórnarfundi hinn 25. jan. s. 1. Hann taldi að óþarft væri að byggja yfir leik- starfsemi hér, þar sem það fólk, sem á annað borð vildi sjá eitt- hvað þess háttar gæti farið til Reykjavíkur, og horft á það bezta, sem á boðstólum væri. Að sjálfsögðu gilda þessi sjónar mið bæjarstjóranna um aðra menningarstarfsemi sem hér er til staðar, og mundi njóta þess húsnæðis, sem fyrirhugað er að byggja. Þó að slík afstaða þessara for- ráðamanna bæjarins komi ekki á óvart, er gott að fá slíkar játn tngar fram umbúðalaust. Með því vita bæjarbúar hvers Framhald á 4. síðu. Kannski hefur þetta og sitt- livað fleira rifjazt upp fyrir ráð- herranum og valdið geðvonzku hans. En viðbrögðin við þessu hagsmunamáli sjávarútvegsins og þjóðarheildarinnar verða minn- isstæð. Þar var fullum fjandskap að mæta. Ríkisstjórninni er tal- ið ekki koma þetta mikla hags- munamál þjóðarinnar neitt við. Um hvað verður kosið Eins og kunnugt er, eru Al- þingiskosningar framundan, og þótt kosningadagurinn hafi enn ekki verið ákveðinn, er al- mennt gert ráð fyrir að kosning- ar fari fram seint í júnimánuði. Mörg framboð hafa þegar verið ákveðin, og hafa framboðslist- arnir verið að birtast að und- anförnu. Sennilegt er, að kosningabar- áttan verði venju fremur hörð að þessu sinni. Stjórnarstefnan, hin svokallaða „viðreisn“ verð- ur aðalkosningamálið. Þeir, sem eru ánægðir með „viðreisnina" óska að sjálfsögðu eftir óbreyttri stjórnarstefnu, og ráðstafa at- kvæði sínu eftir því. Hinir, sem vilja breyta til, og þeir eru á- reiðanlega margir, verða að gera ’ sér grein fyrir því, hvaða flokk- ur er líklegastur til þess að leysa þjóðina úr álagaham „viðreisn- arinnar." Það hlýtur að rifjast upp fyrir kjósendum, að núver- andi stjórnarflokkar lofuðu þjóð inni stöðugu verðlagi og bættum lífskjörum, ef hún veitti þeim meirihlutavald á Alþingi. Kjósendur létu blekkjast, og eru nú reynslunni ríkari. í stað stöðugs verðlags herjar nú verð- bólgan grimmilegar en nokkru sinni fyrr. í stað bættra lífs- kjara býr meginþorri þjóðarinn- ar við síversnandi lífskjör og vinnuþrælkun. Þetta eru staðreyndir, sem þjóðin þreifar á syknt og heil- agt. „Viðreisnin" situr við borð- Framhald á 4. síðu. Zvœr stefnur.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.