Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Þátturinn um fiskinn. Afrek ,, viðreisnarinnar' * Nýlega birtist í Tímanum afrekaskrá „Viðreisnarinnar“, og er hún svohljóðandi: * ÓÐAVERÐBÓLGA. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að dýrtíð hefur hvergi vaxið hraðar í Evrópu undaníarin misseri en á íslandi. * VINNUÞRÆLKUN. Vegna hinnar miklu dýrtíðar og óða- verðbólgu, lifa vinnustéttirnar ekki lengur sæmilegu lífi á því kaupi, sem fæst fyrir venjuiegan vinnudag, heldur þurfa að vinna eftirvinnu og helgidagavinnu í um 1000 klst. á órif ef launin eiga að hrökkva fyrir nouðþurftum. * VAXTAOKUR. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að vextir eru nú hvergi hærri í Evrópu en ó Islandi. I fiestum löndum Evrópu eru forvextir nær þrisvar sinnum lægri en hér. * LÁNSFJÁRHÖFT. Sparifé landsmanna er fryst í stórum stíl í Seðlabankanum, en ó samo tíma eru bankarnir lótnir neita mönnum um lón til nauðsynlegustu fram- kvæmda. * KJARASKERÐINGAR. Komið hefur verið í veg fyrir, að hóflegar kauphækkanir, er hafa byggzt ó aukinni þjóð- arframleiðslu, kæmu iaunþegum að notum, með því að ógilda þær jafnóðum með gengisfellingum eða öðrum slíkum róðstöfunum. * VERÐRÝRNUN KRÓNUNNAR. Gengi krónunnar hefur verið fellt um nær heiming, þótt tekið sé tillit til þeirra yfirfærslugjalda sem óður voru. Með þessu hafa spari- fjóreigendur óbeint verið sviptir miklum eignum. Enn er þó ógnað með meiri gengisfellingu. * MARGFÖLDUN NEYZLUSKATTA. Skattar, sem leggjast ó nauðþurftir manna, eins og innflutningstollor og sölu- skattar, hafa verið margfaidaðir, en óbeinir skattar ó lógtekjufólki þó ekki lækkað skv. vísitöluútreikningi Hagstofunnar. * RANGLÁTARI EIGNA- OG TEKJUSKIPTING. Hinar miklu gengisfellingar, auknu skattaólögur og aðrar hlið- stæðar róðstafanir hafa stórbreytt allri eigna- og tekju- skiptingu í landinu — gert þó ríku ríkari og fótæku fótækari. Alveg sérstaklega bitnar þetta á ungu kyn- slóðinni. * SAMDRÁTTUR FRAMKVÆMDA. Margar nauðsynleg- ustu framkvæmdir hafa dregizt saman seinustu órin, eins og t. d. ræktunarframkvæmdir og íbúðabyggingar. Vegna hins síðarnefnda fer húsnæðisskortur nú mjög vaxandi og í kjölfar hans fer óeðlileg verðhækkun ó húsaleigu og húsnæði. Þátturinn vill vekja athygli útgerðarmanna utanbæjar sem innan á því, að tilkynna fisk- kaupendum, sem þeir leggja inn hjá, hve margir menn eru vinnandi við báta þeirra, hvort heldur, sem þeir eru skráðir eða óskráðir á bátana, svo að þeir geti fært það inn á fiskkaupa- skýrslur til Fiskifélags íslands, ef ske kynni að til bóta kæmi úr aflatryggingasjóði á vori komanda. Það hefur komið í ljós, að þátturinn um fiskinn í Fram- sóknarblaðinu í haust, um út- flutningssjóðinn, hefur haft mjög rnikil áhrif á að íarið var að borga uppbætur frá árinu 1958 og útreikningur liefur ver- ið liafinn á sumarvertíðina 1958 og árið 1959, sem að vænt anlega verður greitt nú fyrir vertíðarlok. Það hefur margt upplýst í sambandi við útborganir á bót- um þessum. Meðal annars það, að allílestir fiskkaupendur munu hafa fengið uppbæturnar fyrir allt að þremur árum. En báta- eigendur hafa hins vegar setið á hakanum, svo að sumir þeirra munu hafa átt stórupphæðir inni, þegar hafin var útborgun á þeim nú í desember síðastliðn um. Af þessu er augljóst, að sterkt samband er á milli nú- verandi ríkisstjórnar og síldar- og fiskkaupenda, enda talið, að þeir borgi drjúgan skilding í kosningasjóði hennar og njóti svo stúðnings hennar á ýmsan hátt við samninga um fisk- og síldarverð við skipaeigendur og sjómenn. Það, sem útgerðannenn verða að gera sér ljóst, er hin mismun andi greiðsla á uppbótum út- flutnings 1958—1959, sem sum- ir hafa fengið allt borgað fyrir 2—3 árum, en aðrir ekki fyrr en á árinu 1963 og það sem stór- ÍFramsóknar- blaðið RITNEFND JÓHANN BJÖRNSSON, ób. SIGURG. KRISTJÁNSSON j AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: j HERMANN EINARSSON ) upphæðum nemur, að þeir eiga inni verulegar upphæðir í vexti fyrir þetta tímabil eða frá febr- úrarlokum 1960 til dato 1963, það er að segja, ef því verður þá lokið. En peningarnir munu hafa farið til greiðslu á tryggingu á togurum 1960, enda voru þeir þá strax gengistryggðir, þó að bátaflotinn væri það ekki. Var þetta beinlínis lán báta- útvegsmanna til togaraeigenda, auk þess, sem yfir 30 milljónir voru lánaðar úr aflatryggingar- sjóði til bótagreiðslu á afla- bresti togaranna 1960—1961. Sést á þessu, að ríkisstjórnin hef ur beinlínis fært íekstrartap tog aranna yfir á bátaútvegsmenn. X ÆskulýSsmessa Æskulýðsmessan í Landa- kirkju síðastliðinn sunnudag mun flestum kirkjugestum lengi minnisstæð. Klukkurnar kölluðu hátt og snjallt að vanda, og því nær allir kirkjubekkir voru þétt setnir við messu uppiiaf, þar sem æskufólkið var í yfirgnæf- andi meirihluta. Það var á- nægjulegt að líta um bekki og sjá þessa fríðu fylkingu. Fram- an við kórinn stóðu piltur og stúlka einkennisklædd úr flokki skáta, bæði með íslenzka fána á stöng, stóðu þau þannig heið- ursvörð allan messutímann Á fremstu bekkjum kórsins voru 2 ungar stúlkur: Sigríður Jolin- sen og Þyri Kap Árnadóttir, sín hvöru megin, skrýddar hvít- um kyrtlum. Söngflokkurinn var kominn á sinn stað og séra Jóhann Hlíðar setztur við orgel- ið í löríöllUm organistans. For- spilið hljómaði hlýtt og stillt. Presturinn, Þorsteinn L. Jóns- son gengur í fullum skrúða inn að altarinu. Meðhjálparinn, Þórður Gíslason les venjulega kórbæn með sinni hljómþýðu rödd, sem vekur tilbeiðsluhug allra, sem á lilýða. Söngurinn hefst, og frá öllum bekkjum hljómar samstilltum rómi: „í öilum löndum lið sig býr, í ljóss ins tigu skær“ o. s. frv. Svo liefst víxllestur prests og safnaðar með almennri þátttöku. Stúlkurnar ungu Jesa pistil, og guðspjall dagsins og svo, hundruð radda tjá sem einum rómi: „Eg trúi á Guð föður, skapara himins og jarðar“ o. s. frv. Prestur stígur í stól og flyt- ur ræðu sína, hugnæma og eft- irtektarverða. Hann beinir eink um orðum sínum til æskulýðs- ins. Að lokinni ræðu og stólbæn hljómar söngurinn og svo sam- bænin frá altari og bekkjum, sem endar með hápunkti allra bæna kristins mans, bæninni, sem í fáum orðum felur í sér og túlkar allar mannsius bænir, þarfir og þrár. Það var dýrleg stund, þá er mannfjöldinn standandi með hneigðu höfði, með einum huga og einum róm bað með frelsarans eigin orðum: „Faðir vor, pú sem ert á himnum“ o. s. frv og: Drottni sé vegsemd og þökk. Blessun er lýst frá altari og þegin í trú. Sálmur sunginn og bæn beðin. Prestur, lesmeyjar, fánaberar og svo allur söfnuðurinn geng- ur fram gólfið undir hljómþýðu útgöngulagi. Friður og gleði skín af hverju andliti. Lokið er blessunarríkri athöfn, og menn biðja Guð að gefa margar slík- ar, þar sem æskan ásamt þeim eldri megi.í Drottins húsi mæta hvern helgan dag til lofgjörðar og bænar. Einar.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.