Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 3. apríl 1963. 7. tölublað. Hagsýsla Gunnars og loforð Ingólfs Guðjón Jónsson Heiði Hann andaðist á heimili sínu, Heiði í Vestmannaeyjum, hinn 22. marz s. 1., á áttugasta og fyrsta aldursári. Guðjón var fæddur í Indriða- koti í Vestur-Eyjafjallahreppi hinn 18. maí 1882. Eins og títt var þá á fátækum heimilum, ólst Guðjón upp við kröpp kjör og mikla vinnu. Eflaust hafa lífskjörin mótað þennan þrótt- mikla dreng á þann veg, að annaðhvort yrði að „duga eða að drepast" eins og sagt er. Plann náði þeirri likamsorku, og átti andlegt atgervi, og skap festu til að skila löngu og far- sælu dagsverki á langri ævi. Þeim fækkar nú óðum, er lifðu og tóku virkan þátt í stór- kostlegri gjörbyltingu er varð í atvinnuháttum þjóðarinnar í sjávarútvegi um og upp úr síð- ustu aldamótum. Guðjón var einn þeirra mörgu, er lifði, starf aði og mótaði þessa þróun. Fimmtán ára gamall fór Guðjón „til sjós" á Suðurnesjum, og stundaði sjósókn upp frá því, eða samfleytt í 52 vertíðir. Fyrstu átta árin réri Guðjón á áraskipum, bæði frá Suðurnesj- um og hér í Eyjum. Með til- komu vélbátanna í byrjun ald- arinnar, er leystu áraskipin af hólmi, varð Guðjón háseti á þeim fyrstu vertíðirnar, og þótti þá fullgildur í meira en meðal- lagi. 1910 varð Guðjón fyrst for- maður hér á m. b. Portland, og var formaður að kalla í sam- fleytt 38 vertíðir, 34 hér í Eyj- um og 4 við Faxaflóa. Á fyrstu árum vélbátaútgerðarinn, ar voru bátarnir litlir, og van- búnir af tækjum, eftir því, sem nú gerist, og reyndi þá ekki síð- ur á karlmennsku og fyrir- hyggju sjómannastéttarinnar, og ekki sízt formannsins, en á opnu áraskipunum, enda guldu íslend ingar þá mikið afhroð í mann- tjóni í hina votu gröf. Á langri formannsævi Guðjóns, sigldi hann ávallt skipi sínu heilu í höfn roeð mönnum sínum. Slík- um mönnum er mikið gefið og ávaxta sitt pund í farsælu starfi. Er Guðjón hætti formennsku var hann kominn hátt á sjötugs aldur, en það var haft orð á Þegar Gunnar Thoroddsen tók við fjármálastjórninni, tal- aði hann af miklum fjálgleik um hagsýslu og vinnuhagræð- ingu í ríkisrekstrinum. Og í samræmi við nýja stefnu á fjár- málasviðinu, hafði hann upp á að bjóða sparnaðartillögur í tugatali. Þessi boðskapur var al- veg í sama dúr og kosningaloforð Ingólfs Jónssonar 1959. Þá kall- aði hann greiðslur, sem gengu til ríkisins, framsóknarskatta, og lofaði síðan hátíðlega að leggja þá niður. Já, þessa ágætu menn vantaði ekki viljann til að létta skattabyrðina á þjóðinni, og það merkilega skeði, að þeir höfðu líka til þess vald og að- stöðu. Nú liggja staðreyndirnar fyrir í þessum málum, og þær eru a'- veg þveröfugar við kosninga- loforð Ingólfs og fyrirheit Gunnars, því undir þeirra leið- sögn hefur skattheimta ríkisins mikið meira en tvöfaldazt. Þar eiga þeir íslandsmet, sem er ein stakt í sinni röð. Síðan 1958 hafa fjárlögin hækkað úr yoo millj. kr. í hvorki meira né minna en 2200 millj. kr. eða um 1300 millj. kr. Hagsýsla fjár málaráðherrans hefur því í reynd inni beinst að því að innheimta þessar 1300 millj .kr. til viðbót- ar þeim sköttum, sem fyrir voru og Ingólfur lofaði að leggja niður. Hagræðing Gunnars hef- ur að því er virðist aðallega ver- ið í því fólgin að létta skatt- greiðslur hinna efnamein og tekjuháu, en láta meginþung- ann falla á hina máttarminni. Þetta er í stuttu máli stefna núverandi stjórnar- í skattamál- um. Sýndarfrumvarp, sem nú er lagt inn í þingið nú rétt fyrir þinglokin, breytir þar engu mn. Tollheimta Gunnars er ávöxrur „viðreisnarinnar". Það segir sig sjálft, að íslenzka Framhald á s. síðu. þreki hans, dugnaður og harka við sjálfan sig í sjósókn og stóð þá ekki öðrum á sporði, þótt yngri væru. Við, sem þekktum Guðjón á Heiði á þeim árum, minnumst hans sem svipmikils þrekmennis, er háði glímu við Ægi, við góðan orðstír, meðan heilsan leyfði. Guðjón var farsæll skipstjóri, aflamaður mikill, jafnan með hæstu bátum í vertíðarlok, og lagði með lífsstarfi sínu drjúgan hlut í þjóðarbúið. En þó er ef til vill sá hlutur stærstur og heillaríkastur: Handleiðsla hins vökula og dugmikla skipstjóra yfir skipshöfnum sínum, er urðu margar á langri sjómannsævi. Ef- laust hefur það orðið mörgum, er með Guðjóni var, góður skóli. Hin síðustu ár átti Guðjón við allmikla vanheilsu að búa, en stundaði þó landvinnu í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, til síðustu stundar að kalla. Harkan og þrekið voru hans lífs förunautar til æviloka. Guðjón á Heiði var þríkvænt ur. Með fyrstu konu sinni, Sig- ríði Nikulásdóttur, eignaðist hann tvö börn, dreng, er þau hjónin misstu 10 ára gamlan, og Jóhönnu, er öðru hverju hefur búið hér í Eyjum. Önnur börn eignaðist Guðjón ekki. Sigríði konu sína missti hann eftir 10 ára sambúð. Önnur kona hans var Guðríður Jónsdóttir. Eftirlif andi kona hans er Bjarngerður Ólafsdóttir, ættuð úr Mýrdal. Guðjón var stór maður, mik- ill á velli, tvígildur að burðum og hamhleypa til allra. verka. Við andlát hans er horf- inn af sjónarsviðinu svipmikill og vörpulegur samtíðarmaður. Blaðið vottar eiginkonu hans og ættingjum samúð.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.