Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 17.04.1963, Síða 1

Framsóknarblaðið - 17.04.1963, Síða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. 26. árgangur. Mólgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 17. apríl 1963. 8. tölublaði Gumað af bættri gjaldeyrisstöðu Utdráttur úr ræðu Helga Bergs, sem hann flutti nýlega, og birtist í Degi. Stjórnarsinnar heyja nú liarða baráttu. Baráttan verður því harðari, sem málstaðurinn er verri. Verðbólgan og leiðin til bættra lífskjara eru málefni, er stjórnarflokkarnir komast ekki hjá að svara til saka um. Meðal þeirra „trornpa", sem stjórnar- flokkarnir þykjast hafa á hend- inni um þessar mundir og hampað er framan í kjósend- ur, er hagstæð gjaldeyrisstaða. Þeir hafa fengið marga til að hlusta á þetta, án fuillrar yfir- vegunar. Um síðustu árarnót stóðu gjaldeyrisreikningar bankanna 780 milljónum betur en í árslok 1958. En hin stuttu vörukaupa- lán, sem tekin eru nú framhjá bönkunum af einstaklingum, námu þá upp undir 400 milljón um. Og erlendu skuldirnar höfðu aukizt á tímabilinu um 600 milljónir króna. Þessar töl- ur sýna, að staða þjóðarinnar út á við í þessu efni er mjög svipuð og þegar vinstri stjórnin fór frá völdum í árslok 1958. Gjaldeyrisstaðan nú, ætti að vera mun betri, vegna hins á- gæta fiskafla síðustu árin, og vegna þess, að ekki hefur verið ráðizt í neinar stórframkvæmdir í landinu. Þá segja stjórnarflokkarnir með miklu yfirlæti, að sparifé landsmanna hafi vaxið alveg dæmalaust mikið á „viðreisnar- tímanum“. Aukningin sé um 70% fleiri krónur. En það er bara ekki liægt að kaupa neitt meira fyrir þær. Sannleikurinn er því sá, að sparifé landsmanna hefur sjaldan, eða jafnvel aldrei á síðari árum, vaxið minna en á þessum síðustu árum að verð- gildi, enda tvær gengisféllingar • á umræddu tímabili. Þ;j gumar stjórnarliðið af skattalækkun. Benda þeir ó- Helgi Bergs spart á tekjuskattinn, en hann var felldur alveg niður af 50 þúsund króna árs'tekjum einstaklinga og af 70 þús. króna tekjum hjóna. Einstaklingurinn með 50 þúsund króna tekjurnar losnaði þannig við að greiða sínar 340 krónur í tekjuskatt. En maðurinn með 150 þús. kr. tekjurnar, losnaði við að greiða 19 þús. krónur og þessi tekju- skattsbreyting kom því tekju- háum mönnum mjög vel, enda margt fyrir þá gert, á kostnað hinna tekjuminni, svo sem þetta dæmi sýnir Ijóslega og ótvírætt. En þegar talað er um skatta- lækkanir yfirleitt svo sem stjórn- arblöðin gera oft, er ekki úr vegi að geta þess, að allir tollar, beinir og óbeinir, sém ríkissjóð- ur innheimtir af landsfólkinu, voru árið 1958 um 575 milljónir en eru nú á þessu yfirstandandi ári um 1831 milljón. Kaup manna hefur vissulega ekki hækkað tilsvarandi, það sjá all- ir, sem vilja sjá. Síðustu daga er enn montað áf Tollalækkunum, samkvæmt nýkomnu frumvarpi á Alþingi. Þessi lækkun nemur 40—50 Framhald á 2. síðu. Torfi Jóhannsson látinn Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, andaðist í Landakotsspítalan- um í Reykjavík s. 1. miðvikudag 10. þ. m. Torfi var fæddur 7. apríl 1906 á Hólmum í Reyðarfirði, og var hann því réttra 57 ára, er liann féll frá. Foreldrar hans voru séra Jó- hann L. Sveinbjörnsson, pró- fastur og síðari kona hans Guð- rún Torfadóttir frá Flateyri. Torfi Jóhannsson hefur verið bæjarfógeti hér í Eyjum síðan 1950. Kvæntur var hann Ólöfu Jónsdóttur frá Seglbúðum í Meðallandi, og eiga þau einn son, Kristján, sem stundar lög- fræðinám. Torfi var rnjög vel látinn, bæði sem embættismaður og sem einstaklingur. Blaðið sendir konu hans og syni innilegar samúðarkveðjur. OCosningctr og §ramkvœmdir Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar hófu sjálfstæðismenn hér mikinn áróður í sambandi við fyrirhugaðar framkvæmdir bæjarins. Meðal annars var stillt út haglega gjörðum líkönum af væntanlegum sjúkrahúss- og sundhallarbyggingum. Voru þess ir sýningargripir dagana fyrir kosningar hafðir í áberandi glugga við aðalumf'erðargötu bæjarins, nema hvað þeim var einn daginn skotið upp í barna- skóla, svo að gestir, sem þar áttu leið um, skyldu ekki missa af þessu augnayndi. Eftir kosning- arnar hurfu þeir svo af sjónar- sviðinu, og hefur að litlu verið getið síðan, enda þótt herrnt sé, að stefnuvottar hafi á miðju sumri mátt leggja Leið sína á bæjarskrifstofurnar. . vegpa. van- skila í sambandi við smíðakostn að þessara hluta. Engum duldist, að hér var um áróður að ræða, því auðvitað liafa bæjarbúar jafnmikla á- nægju af að sjá „model“ af þess um byggingum, þó að kosningar séu ekki fyrir dyrum. Svo vildi þannig til, að verklegar fram- kvæmdir við sjúkrahúsið dróg- ust fram á vetur, og sundhallar- byggingunni var alveg slegið á frest. Er nú unnið af miklum krafti og með ærnurn kostnaði við endurbætur á gömlu sund- lauginni, meðal annars verið að koma þar upp kynditækjum til að hita upp vatnið. Það er ekki líklegt, að líkanið af sundhöll- inni verði á glámbekk næstu mánuði, enda búið að gera sitt gagn, því ef til vill hefur ein- hver unnandi sundíþróttarinr- ar .hrifizt og greitt Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt eins og til var ætlazt. Nú, þegar kosningar eru aft- Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.