Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 2
8 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Í’ Pramsóknar-1 blaðið RITNEFND JÓHANN BJÖRNSSON, áb. SIGURG. KRISTJÁNSSON AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: HERMANN EINARSSON j Kjaraskerðing enn Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra í viðreisnarstjórninni, sagði ný- lega í ræðu á Alþingi, að vanda mál efnahagslífsins væru of mikl ar launahækkanir á s. 1. ári. Mátti samkvæmt því á honum skilja, að nauðsynlegt væri að gera enn ráðstafanir til að skerða kaupgetu almennings í landinu. Sami tónn kemur fram i skýrslu Seðlabankans, sem ný- lega er komin fyrir almennings sjónir. Þar er m. a. talað um, að þörf verði öflugra ráðstafana af liálfu ríkisins í því skyni að draga úr umíram eftirspurn í þjóðarbúinu. Hinar öflugu ráð- stafanir, sem seðlabankastjórnin liefur með vilja ríkisstjórnarinn- ar á sínu valdi eru öðru fremur vaxtahækkanir og gengislækk- un. Þessum meðulum hefur „viðreisnin“ að verulegu leyti byggzt á, og árangurinn er það efnahagsástand, sem við búum við í dag. En hvernig er svo alþýðumað urinn við því búinn að mæta nýrri kjaraskerðingu? Allir vita, að átta stunda vinnudagur nær hvergi til að standast útgjöld vísitölufjölskyldunnar og koma útreikningar liagstofunnar í því efni alveg heim við reynslu vinnandi fólks í landinu. Verka maðurinn verður því að bæta á sig mikilli næturvinnu svo nálg ast reglulega vinnuþrælkun. En þetta er samt ekki nóg, við þurf um að skerða kaupgetu almenn- ings, segir ráðherra Alþýðu- flokksins í „viðreisnarstjórn- inni“. Og það er líklegt, að ekki verði látið sitja við orðin • tóm, ef hún hefur mátt til þess eftir kosningarnar 9. júní í sumar. Þá er vert að veita því athygli, að efnahagsástandið er ekki betra en þetta eftir fjögra ára „viðreisn“ og fádæma góðæri, sem íslendingar hafa búið við síðustu árin. í skýrslu Seðlabank ans er þess getið, að heildarverð mæti útflutningsins hafi aukizt á s. 1. ári urn hvorki meira né minna en 538 millj. kr. eða um Góðir Á Páskadag komu liingað með v/s Esju Kvennakór SVFÍ og Karlakór Keflavíkur, undir stjórn Herberts Hriberschek Á- gústssonar og fluttu samsöng í Samkomuhúsinu kl. 5 og 9 á páskadag. Viðfangsefni kóranna voru: Lokakaflinn úr Töfraflautunni eftir Weber, Dans úr óperunni Kátu konurnar, eftir Nicolai. Aría úr óperunni Systir Angelía, eftir Puccini. Lokasöngur úr ó- perunni Lúsía di Lammemoor, eftir Donizetti. Útdráttur úr ó- perunni Keisarasonurinn, eftir F. Lether og útdráttur úr ó- perunni Nótt í Feneyjum, eftir Strauss. Eins og efnisskráin ber með sér fluttu þessir aufúsugestir okkar engin hversdagslög, né smáverk, heldur liluta úr stór- verkum viðurkenndra lista- manna í tónlistarheiminum. Þessi söngleikur verður okk- ur ógleyinanlegur, bæði vegna þess, að fæstir hér munu liafa átt þess kost fyrr en nú, að hlusta flutta kafla úr óperum og aríur, og flutningur verkanna var án efa afburða góður. En það er ekki á færi blaðsins að dæma um listmeðíerð þessara á- gætu listaverka utan þess, sem hið venjulega leikmannseyra skynjar. En undirtektir og aðdáun á- heyrenda á flutningi verkanna talaði sínu máli um hrifningu 17%. Auðvitað er það uppgripa afli á síldveiðum, sem hér veld- ur mestu um, en það væri um- hugsunarefni, hvernig ástandið væri á vettvangi „viðreisnarinn- ar“, ef þessum auðæfum hefði ekki skolað hér á land. Og er ekki eitthvað bogið við þetta, að kjaraskerðingin skuli vera talin nauðsynleg á sérstökum góðæris- tímum? Það er því líkast sem „viðreisnin" g'leypi góðærin, eins og horuðu beljurnar hjá Faraó forðum átu feitu kýrnar. „Sá veldur miklu, sem upp- hafinu veldur," og það er ein- mitt „viðreisnarstjórnin“, sem á fyrst og fremst sök á þeim efna- hagsörðugleikum, sem við er að stríða. Stórkostleg gengisfelling, okurvextir og fáránleg skatt- heimta eru allt eldsneyti í hlóð- um verðbólgunnar. Kauphækk- anir voru afleiðingin. Vandinn læknast ekki með því að halda sömu stefnu. „Viðreisnin“ er dýrtíðarstefna, og hún hefur gef izt illa. Því þurfa kjósenclur í vor að búa svo um hnútana, að hún verði lögð til hliðar. gestir. áheyrenda á fiutningi og með- ferð þessara stóru verka. Minn- ingin um að liafa átt þess kost að hlusta á og njóta áhrifa sí- gildra tónverka mun geymast um sinn í huga margra. Einsöngvarar voru: Eygló Viktorsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Vincenzo M. Dementz, Erlingur Vigfússon, Haukur Þórðarson, Hjálmar Kjartansson. Framhald af 1. síðu. milljónum króna og er því ekki stórvægileg en þó í rétta átt. Þegar bráðabirgðasöluskattur var á lagður, en hann nemur 240 milljónum króna árlega, var því ákveðið lofað að afnema hann þegar á næsta ári. í stað þess hefur hann verið fram- lengdur öll árin. Nii síðast lof- aði fjármálaráðherra jiví að hann skyldi afnuminn, í sam- bandi við nýja og nú fram- komna tollalöggjöf. Þetta sveik ráðherrann. Skattur þessi var síður en svo afnuminn, heldur felldur inn í tollafrumvarpið. Hér er því í raun og veru um 200 milljón króna tollahækkun að ræða, ef bráðabyrgðasölu- skatturinn, sem lofað var að KOSNINGAR OG FRAMKVÆMDIR Framh. af 1. síðu. ur á næsta leiti, mun ekki fjarri, að hinn naunu bæjar- stjórnarmeirihluti reyni að haga framkvæmdum bæjarins að ein- hverju leyti til framdráttar höf- uðleiðtoga sínum Guðlaugi Gislasyni. Því kom það engurn á óvart, þó miklar framkvæmdir á vegum bæjarins væru boðaðar á komandi sumri. Og nú eru ekki maðkarnir í mysunni. Það á að koma sjúkrahúsinu undir þak, byggja 24 íbúðir fokheldar og malbika ósköpin öll. Áherzla Við píanóið var Ásgeir Bein- teinsson. Listmeðferð hairs er ó- gleymanleg. Óneitanlega Iilýnaði mörgum um hjartaræturnar að sjá á með al þessa ágæta söngfólks nokkra Vestmannaeyinga, er tóku mik- inn þátt í söngiíK 1 æjarins á meðan þeir bjuggu héi'. Meða- þeirra voru: Inga Þórarinsdótt- ir, Torfhildur Sigurðardóttir, Svala Jónsdóttir o. fl. Þess væri óskandi, að við ætt- um þess kost að fá fleirj slíkar heimsóknir listafólks, er sæktu okkur heim til Eyja. fella niður, er frá talinn. Ríkisstjórnin getur ekki falið afglöp sín og úrræðaleysi bak við góðærið. Tekjur þjóðarbús- ins liafa aukizt mikið, bæði vegna eindæma afla, og vegna þess að öðru leyti, hversu vel var í haginn búið áður. Samt er ekki • á síðustu árum ráð- izt í neina þá stórframkvæmd, sem jafnað verður til Sements- verksmiðj unnar, Áburðarverk- smiðjunnar eða meiriháttar raf- orkuvirkjana. Yfirstandandi kjörtímabíl er hið eina, allt frá 1937, sem ekki skilur eftir sig neinar meirihátt- ar stórvirkjanir eða stórfram- kvæmdir á borð við þær, sem áður getur. Það er þó vissulega vilji þjóðarinnar, að ekki sé staðið í sörnu sporum, og sízt af öllu í miklum góðærum. mun lögð á, að malbikunarfram kvæmdirnar hefjist fyrsta júní og einnig mun vafalaust reynt að lrafa önnur verk í fullum gangi þegar kosningabaráttat; stendur sem hæst. Auðvitað er ekki nema gott um það að segja að sumarið sé tekið snemma tiJ að hefja mikil verkefni, en slík viðbrögð eru þýðingarlítil, ef botninn dettur úr framkvæmda- gleðinni strax eftir kosningaru- ar. Við bíðum og sjáum, hvað setur. útför Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og ÞÓRÐAR BJARNASONAR. skósmiðs, Vestmannaeyjum. Stefanía Markúsdóttir og systkini hins látna. Gumaö al bætlri gjaldeyrisstöðu

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.