Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 02.05.1963, Síða 1

Framsóknarblaðið - 02.05.1963, Síða 1
26. árgangur. Vestmannaeyjum, 2. maí 1963. 9. tölublað. GLÆSILEGT FLOKKSNNG Hér birtast nokkrir kaflar úr stjórnmálaályktun 13 flokkþings Framsóknarflokksins, sem haldið var í Reykjavík dagana 21.—25. apríl. I. Þrettánda flokksþing Framsóknarmanna vill með tilliti til dag- skrármálefna á líðandi stund taka fram og leggja áherzlu á, að stefna flokksins er og hefur ætíð verið: Að vernda sjálfstæði landsins og afsala í engu réttindum þess. Að eila menntun, vísindi og tæknikunnáttu. Að vinna að jafnvægi í byggð landsins og sífelldu landnámi. Að styðja þegna þjóðfélagsins jöfnum höndum til einstaklings- framtaks og frjálsra félagslegra samtaka. Að útvega fjármagn eftir því sem unnt er og skynsamlegt þykir til uppbyggingar atvinnulífsins við sjó og í sveit* og dreifa því til atvinnugreina og landshluta með þeim kjörum, sem viðráðanleg eru. Að vinna að því að sætta fjármagn og vinnuafl og tryggja svo sem hægt er, að hver og einn beri sem réttastan hlut frá borði af þjóðartekjunum. Að stuðla að aukinni framleiðslu og framleiðni. Að vinna móti verðbólgu og jafnvægisleysi í fjármálum þjóð- arinnar. II. Árið 1959 stofnuðu núverandi stjórnarflokkar — með stuðn- irxgi Alþýðubandalagsins — til kjördæmabyltingar í þeim tilgangi að reyna að tryggja aðstöðu sína til frambúðar og skerða Fram- sóknarflokkinn, ef unnt væri. í tvennum alþingiskosningum það ár lofuðu Sjálfstíeðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn, svo sterklega sem þeir áttu orð til, að þeir skyldu stöðva dýrtíð og kveða niður verðbólgu, ef þeir héldu völdum — og gera þetta án þess að þyngja álögur. Leiðin til bættra lífskjara er að kjósa okkur, sögðu þeir. Ennfremur lýstu þeir yfir því, að þeir ætluðu í engu að kvika frá 12 mílna landhelginni, sem vinstri stjórnin hafði knúið fram. Út á þessi loforð fengu flokkarnir meirihluta á Alþingi, sam- anlagt, þótt naumur væri. :i": III. ...... . - ‘ Núverandi ríkisstjóm var mynduð síðla árs 1959. Hún skírði sjálfa sig Viðreisnarstjórn, en tók upp starfsemi og stefnu, sem braút algerlega í bág við kosningaloforð flokka hennar. Hún setti SB*8 ' með atbeina þingflokka sinna efnahagslöggjöf í febrúar 1960, sem fól í sér kollsteypu frá kosningaloforðunum. I árslok 1960 gaf forsætisráðlierrann út þann gleðilega boð- skap, að ef óviðráðanleg óhöpp steðjuðu ekki að, væri framundan tírni „stöðugs verðlags og batnandi efnalrags". Sá boðskapur var út í hött og hlaut að reynast blekking, eins og í pottinn var búið. Síðan hafa verið metár aflabragða. En þrátt fyrir það neydd- ist sarni ráðherra um s. 1. áramót til að játa, að algerlega hefði mistekizt að stöðva verðbólguna, sem hafði þó verið höfuðverk- efni ríkisstjórnarinnar. Þannig fórst fyrir að bæta lífskjörin. í landhelgismálinu gerðu stjórnarflokkarnir undansláttar- samninga við Breta, minnkuðu landhelgina um þriggja ára skeið, og í framhaldi af því má búast við, að þá skorti festu til að synja um framlengingu þeirra samninga. Ennfremur afsöluðu þeir um alla framtíð af hálfu íslands einhliða rétti á útfærslu íslenzkrar landhelgi. Þannig lítilsvirtu þeir kosningaloforð sín í því máli einnig. XII. Nú eru kosningar til Alþingis fyrir dyrum. Kjósendum ber að gera sér grein fyrir því við þessar kosningar: Að þeir flokkar, sem nú fara með meirihlutavaldið, stefna að því að koma á efnahagskerfi á íslandi í stíl stórkapitalisma, og hafa á þessu kjörtímabili sóað í þær tilraunir afurðum ein- muna góðæris. Að hin næstu ár verða örlagarík í innanlandsmálum. Ofsaleg dýrtíð með kjaraskerðingu í kjölfari sínu er afleiðing ríkj- andi stjórnarhátta og sækir á með sívaxandi þunga. Mikil átök verður að gera til uppbyggingar. Skiptingu þjóðartekn- anna verður að koma á heilbrigðan grundvöll. Að sú landhelgi, sem íslendingar nú hafa og veitt hefur skil- yrði til metafla, hefði aldrei fengizt, ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu ráðið för í því máli, — ög nú getur á það reynt á næsta ári, hvort íslenzk stjórnarvöld vilja framlengja veiðirétt Breta, sem þessir flokkar veittu þeim innan Iandhelginnar. Að stjórnarflokkarnir ráðgera nýja stefnu í sjávaiútvegsmálum,

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.