Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Húsmóðír kanpir í matinn Framh. a£ 1. síðu. legustu líkamlegum kröfum. Eins og einn maður komst að orði, sem hefur unnið svona mestan liluta a£ vertíð- inni. „Menn verða eins og gamlar beljur, sem ganga allt a£ sömu megin við þúfuna, af því að þær hafa alltaf gert það áður.“ Það alvarlega í málinu er það, að svona er vinnan að verða allt árið, en ekki aðeins um vertíðina, eins og áður var. Þó að það sé gott að vinna sér inn mikla peninga, er ekki gerlegt að vinna svona. Þetta þolir enginn maður.“ Þó Gunnar Thóroddsen kunni sennilega vel að meta, að Vest- mannaeyjar eru notadrjúg mjólk urkýr fyrir ríkissjóð, þá vill Framsóknarblaðið ekki fallast á, að líkja verkamönnum hér við gamlar beljur. En niðurstaða greinarinnar um vinnuþrælkun ina er rétt. Þetta þolir enginn maður. Baráttumál krata Nýkomið! Gólflistar (plast), mjög ódýrt. Gólfflísar, Veggflísar. Uniweld steinsteypu-límefhi. Fúavarnarefni. Allskonar kífrti og þéftiefni. VÖLUNDÁRBÚÐ H F. TILKYNNING FRÁ SUNDLÁUGINNI: Almennur tími verður fyrst um sinn fró kl. 5 til 7 daglega. Notið tækifærið og syndið tvö hundruð metrana. SUNLAUGARNEFND. UTSALA Þar sem verzlunin er að hætta, selzt vörulager með miklum afslætti. Eg þakka jafnframt viðskiptin á liðnum órum. EYJAFÖT H. F. Ánders Jónsson VIBREISN í VERKI Eitt af lífsnauðsynjum manno til lífsframfærslu, er upphitun íbúða. Árið 1958 var tímakaup karlmanna kr. 23,85. Með, 48 stunda vinnuviku varð vikukaupið kr. 1.144,80. Einn lítri af brennsluolíu kostaði þó kr. 0,79. — Eitt þúsund lítrar kostuðu því kr. 790,00. Eftirstöðvar vikukaups launþega umfram olíukaup kr. 354,80. Árið 1963 kostar einn lítri af olíu kr. 1,55. Þó kosta 1000 lítr- ar kr. 1.550,00. Tímakaup er nú kr. 26,05. Vikukaup, 48 klst. vinnuvika er þá kr. 1.250,40. Launþegi þarf nú að greiða umfram vikukaup sitt fyrir sama magn af olíu og áður er nefnt, 1000 lítra, kr. 299,60. Það má líka umorða þetta þannig: 1958 þurftu menn að vinna 33,1 klst. fyrir 1000 lítrum af olíu 1963 þurfa menn að vinna 59,5 klst. fyrir 1000 lítrum af olíu. Á þessum eina lið er kjaraskerðing „viðreisnarinnar" á kaupi launþega kr. 654,40! Baráttumál Alþýðuflokksins hér á landi, á bernskuskeiði hans voru m. a. stytting vinnu- tímans, sem þá var 12 stunda vinnudagur, í 8 stunda vinnu- dag. Fyrir þetta og mörg önn- ur baráttumál flokksins til liags- bóta alls þorra manna fékk Al- þýðuflokkurinn maklegan hljóm grunn meðal almennings og hlaut nokkurt fylgi meðal þjóð arinnar meðan hugsjónaeldur forystumanna flokksins brann sem skærast. Háði flokkurinn þá harðvítuga baráttu við í- haldsflokkinn, sem nú kallar sig Sjálfstæðisflokk, en sá flokkur iiefur fyrst og fremst barizt fyr- ir sérhagsmunum og sérstöðu nokkurra fésterkra einstaklinga, þótt hann hin síðari ár hafi orð ið að setja upp grímu alhliða frjálslynds umbótaflokks, til fylgisaukningar. A þessum baráttuinálum Al- þýðuflokksins hefur flokkur- inn lifað til þessa dags. En tím- arnir breytast og mennirnir með. Af hugsjónaeldi forustu- manna Alþýðuflokksins eru nú eftir glæður einar. Fyrir atbeina viðreisnarstjórn arinnar nægir ekki heimilisföð- ur með meðalfjölskyldu að vinna 8 stunair og 2 stunda eft- irvinnu, heldur alldrjúgan tíma í næturvinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni, er þá átt við nauðsynlegan framfærsl ulífeyri, fæði, klæði, húsnæði, skatta o. fl. sem þegnar þjóðfélagsins verða að greiða. Þannig hefur Alþýðuflokkur- inn kastað fyrir borð gömlu hugsjónamáli flokksins, barátt- unni fyrir átta stunda vinnu- degi. Forystulið Alþýðuflokksins h.ér í . þessu kjördæmi hafa í ræðu og riti ekki farið dult með að kaupgeta launþega, þ. e. verkamanna og sjómanna sé of mikil, og bent þá á, að fólk hafi mikla peninga handa á milli, búi í dýrum íbúðum og kaupi sér lúksusbíla, en slíkan munað eiga ekki aðrir að veita sér en efnamenn, máttarstólpar þjóðfélagsins. Það má lengi deila um, hvað hóflegt sé að búa í stórum íbúð um, og hversu mikil þægindi menn eigi að veita sér og sín- um. En ekki fyrir allmörgum árum hefðu það þótt undur mik- il, að forustulið Alþýðuflokks- ins hefði talið, að góðar íbúðir og nauðsynleg farartæki, ættu að vera séreign nokkurra út- valdra. Annað áróðursefni Alþýðu- flokksins nú við þessar kosning- ar, er að fólk liafi almennt gnótt fjármagns handa á milli, og þakka það „viðreisninni“. Það er rétt, að fyrir fádærna góðæri undanfarin ár, og þar a£ leiðandi mikla atvinnu, geta menn haft ágætar tekjur, en þó því aðeins að VINNA 12—16 KLST. A DAG. Og ekki ein- göngu heimilisfaðirinn, heldur móðirin líka og gjarnan börnin niður í 8—10 ára að aldri vinna líka á sumrin. Þó fer kúfurinn af þessum tekjum í dýrtíðarhít og skattaálögur „viðreisnar“- stjórnarinnar. Ef það er þetta, sem koma skal, að fólk þurfi að vinna 12—16 klst á sólar- hring til þess að lifa sæmilegu lífi, þá er líklegt, að sú kynslóð, sem 11 ú er að komast á mann- dómsárin, og tekur við hvað líð- ur, beri þess nokkrar menjar, að brauðstritið eitt geri lífið snautt, og komist að þeim gull- vægu sannindum, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Vinnan er að vísu hverjum manni nauðsynleg og holl, en hún er aðeins einn þáttur til þroska og mannbætandi lífs. Ef tómstundir verða fáar frá dag- legu striti, er hætt við, að and- legur þroski komandi kynslóð- ar beri þess .nokkur varanleg merki til tjóns. Skrifstofan er opin al!a daga frá kl. 10 fll 22. - Síminn er 880.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.