Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ I Þingmannseíni úr Reykjavík Stjórnarílokkarnir og komm- únistar gera sér mikinn mat úr því í kosningaáróðrinum, að Helgi Bergs, sem skipar baráttu sæti Framsóknarflokksins í kjör dæminu, skuli vera utanhéraðs- maður. Þykir mörgum sá vind- ur koma úr öfugri átt, þegar þeir flokkar, sem sameiginlega börðust fyrir því að leggja Vest mannaeyjar niður sem sjálfstætt kjördæmi skuli nú ala á hreppa pólitík. Fyrir þeirra tilverknað 'eru Vestmannaeyjar nú aðeins hluti úr Suðurlandskjördæmi og Vestmannaeyingar eiga ekki lengur neinn sérstakan þing- mann. Benda má á, að Unnar Stefánsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins og Ragnar Jóns son, fjórði maður á lista Sjálf- stæðisflokksins eru líka búsettir í Reykjavík. Guðlaugur Gísla- son flytur á hverju hausti með heimili sitt til Reykjavíkur og býr þar vetrarlangt og vel það, enda þótt hann hafi á sama tíma leyft sér að taka bæjarstjóralaun í Vestmannaeyjum. Fréttafróður sjálfstæðismaður fullyrti nýlega, að Karl Guðjónsson hyggði á brottflutning héðan með haust- inu. Hvort sú staðhæfing liefur við rök að styðjast skal hér lát- ið liggja á milli hluta. Hitt er næsta éðlilegt, að þingmenn þreytist á því að búa mestan hluta ársins fjarri heimilum sín um og flytji því, þegar til lengd ar lætur til Reykjavíkur. Ekki er samt líklegt að flokk- ar, sem að þessum blöðum standa, reki alls staðar þennan áróður, því ALLIR flokkar hafa í framboði menn úr Reykjavík, sem líklegir eru a ðná kosnjngu til Alþingis 9. n. m. Ef þið athugið framboðin í kjördæmunum utan Reykjavík- ur, þá kemur í Ijós, að í þeim munu a ðlíkindum verða kosn- ir 5 reykvískir Sjálfstæðismenn, 4 reykvískir Framsóknarmenn OG VÆNTANLEGA HELGI BERGS SÁ FIMMTI, a. m. k. 2 reykvískir Alþýðubandalags- menn, en um Alþýðuflokkinn treystum við okkur ekki að spá, en 2 reykvískir Alþýðuflokks- menn hafa setið á Alþingi s. 1. 4 ár, fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur. Og þetta er ekki neitt nýtt fyrirbrigði við þessar kosningar, en áróðurinn sýnir bezt heilind in í málflutningi þessara manna. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með livorri. Aðalatriði í sambandi við val fulltrúa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, er að sjálfsögðu að þeir séu að menntun og liæfi- leikum færir um að vera alþing- ismenn. Helgi Bergs hefur hvort tveggja til að bera, svo að hver, sem veitir honum brautargengi, stuðlar að því að tryggja þjóð- inni giæsilegan þingmann og Suðurlandskjördæmi góðan máls vara á Alþingi. Og síðast en ekki sízt, er rétt að rninna á, að það er kosið urn þjóðmálastefnur ekki síður en mennina sem eru í kjöri. Nú er kosið um viðreisnina og afstöð- una til Efnahagsbandalagsins öðru fremur. Þeir, sem á annað borð eru á móti „viðreisninni“ og undirlægjuhættinum í utan ríkismálunum ættu að gera sér það Ijóst, að það getur oltið á einu atkvæði í Suðurlandskjör- dæmi, hvort ný stefna verður ríkjandi næsta ár. Framsóknar- flokkurinn þarf að vinna tvo þingmenn til að svo rnegi verða. Tryggjum Helga Bergs þingsæti og þá er sigurinn unninn. BÓKAMARKAÐUR í AKÖGES HÚSSNU. í dag — miðvikudag, fimmtudag og föstudag. — Mikið úrval ódýrra skemmtilegra bóka. og tímarita. Afborgunarskilmálar. — Notið tækifærið og kaupið mikið lestrarefni fyrir lítið fé. — Eitthvað fyrir alla. - GUÐMUNDUR JAKOBSSON. INNFLYTJENDUR, ATHUGIÐ! Tek að mér að útfylla og ganga frá Tollskýrslum. _________KRISTJÁN TORFASON, - SÍMI 120. VESTMANNAEYINGAR! Eins og að undanförnu hefi ég til sölu FJÖLÆR PÖTTA- BLÓM OG RUNNA. — Ennfremur dálítið af plöntum. MAGNÚS MAGNÚSSON, HVÍTINGAVEGI 10. TIL SÖLU! Einbýlishús 5 herb;, forskalað, ó mjög góðum stað. — Tveggja hæða timburhús, 7 herb., nýmólað og standsett, laust nú þegar. Auk þess lítil íbúð t kjallara með möguleika á stækkun. — 2ja, 3ja og 4ra herb íbúðir víðsvegar um bæinn. — Bótar 15, 16, 17, 40, 4! og 100 tonn.r Bílar, nýir og gamlir. BRAGI BJÖRNSSON, lögfr. Viðtalstími kl. 17,30—-19. Vestmanna- braut 31, — Sími 878. Tíl athugunar fyrir unga fólkið óður en það gengur að kjörborðinu 9. júní. 1. íbúðin, sem kostaði kr. 400 þús. 1959, kostar nú kr. 550 þús. Hækkun kr. 150 þús. 2. Vextir af venjulegum lónum á íbúð 1959 voru kr. 21.775,00. Verða eftir vaxtaokrið og hækkun byggingor- kostnaðar kr. 39.200,00. Hækkun kr. 17.235,00 á óri. 3. Húsgögn, sem unga fólkið keypti 1959 ó kr. 10 þús. kosta nú í dag kr. 18 þús. Hækkun kr. 8 þús. 4. Brýnustu lífsnauðsynjar 4 manna fjölskyldu hafa hækkað um 47 % eða kr. 23 þús. 5. Að meðaltali greiðir hver 4 manna fjölskylda kr. 16 þús. í söluskatt til ríkisins. 6. Bifreið, sem kostaði kr. 90 þús. 1959 kostar nú kr. 130 þúsund. Hækkun kr. 40 þús. 7. Ungur maður, sem vill kaupa atvinnutæki kemur alls staðar að lokuðum dyrum. Þou eru aðeins fyrir þó, sem eiga eignir fyrir. ■ í stuttu máli. Nýlega var aðalfundur Lifrar- samlags Vestmannaeyja haldinn, Hafði sá þáttur félagsstarfsem- innar þá farizt fyrir undanfarin þrjú ár. Snemma á fundi þess- um voru mönnum afhent hvít umslög, hvar í voru útreiknuð atkvæði, sem viðkomandi mað- ur átti ráð á. Er sá reikningur byggður á innlagi síðasta árs, og kemur eitt atkvæði fyrir 1000 1. af lifur, Fulltrúar f iskyinnsl ustöðv- anna höfðu á annað hundrað at- kvæði á bak vi ðsig, hver, og réðu öllu, Að sjálfsögðu kusu þeir sjálfa sig í stjórn fryir næsta starfsár. Þar sem fiskiðjuverin keyptu fiskinn upp úr sjó á síð- ustu vertíð, munu eigendur þeirra hafa nær öll atkvæðin á næsta aðalfundi. Þótti nú hinum smærri útgerðarmönnum sú þróun mála nokkuð vafasöm. (óhann Pálsson, formaður Út- vegsbændafélagsins, sem um margra ára skeið hafði lagt inn mikið hráefni og þannig unnið að uppbyggingu fyrirtækisins, hafði tillögu- en ekki atkvæðis- rétt. Bar hann frain tijlögu um að láta rneta eignir félagsins og auglýsa þær til sölu, og yrði and- virði þeirra síðan skipt upp í hlutfalli við séreignasjóð. Júlí- us Ingibergssoon bar fram til- lögu þess efniíj, að stjórn félags- ins verði svipt launum, fyrir þau ár, sem hún heldur ekki aðal- fund. Var sú tillaga samþykkt. Helgi Ben tók hér létt á nrálum og sýndist hér vera um náttúru- lögrnál að ræða, stóru þorskarn- ir væru að gleypa litlu fiskana. Að lokum var kjörin nefnd til að vinna með stjórn félags- ins að endurskoðun laga þess. jííl Síðan var fundi frestað til hausts. Munu útgerðarmenn þegar hafa uppi viðbúnað til að tryggja að eignir fléagsins renni ekki hljóðalaust undir sameiginlegan hatt stöðvanna. - .. - - Brautin hefur að undan- förnu verið með ergelsi yfir því, að fulltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn hafði samstöðu með fulltrúum Alþýðu bandalagsins við kosningar í kjprstjprnir. Var ástæðan sú, að hann taldi það sjónarmið eiga rétt á sér að andstæðingar ríkisstjórnar- : innar ættu einn fulltrúa í 1 hvorri kjördeild. Þar sem Braut - annenn telja, að með þessu sé Framsóknarflokkurinn hér í einhverju bræðralagi með komm um, má benda þeim á, að 1958 gerðu kratar hér miklu víðtæk- ara samkomulag við þá, sem var í því fólgið að útiloka Fram- sóknarmenn frá kjöri í pllum nefndum á vegum bæjarstjórnar. Má því segja, að þeir hitti sjálfa sig fyrir þótt í smáu sé. Sjómenn minnasí 23. júní 1962 í kosningun- um 9. júní n. k, Ríkisstjórnin var að velta því fyrir sér að hafa kjördaginn 23. júní, en þann dag í fyrra voru bráðabirgðalögin illræmdu út gefin. Stjórninni leizt ekki á afrnæli gerðardómslaganna sem kjördag og sagðist ekki vilja kjósa þá, einmitt vegna sjómannanna. Sjómenn hafa hinsvegar ekki gleymt þeim degi og munu nota tækifærið- 9. júní og kvitta fyr- ir hann. X B-LISTINN Munifi pftir afí biÓRa. pf hirS 'uorXiX oLUi l irxn'i/f/i/i /í /r »/% A n rr

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.