Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 4
é. FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Fáein orð / fullri meiningu Blöð andstöðuflokkanna hafa að undanförnu nær eingöngu snúið áróðri sínum að Helga Bergs, sem eins og kunnugt er er í baráttusæti Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjördæmí. í þessum áróðri kennir margra grasa. Harrn er kallaður draugur, Reykvíkingur, kontor- isti, o. fl. Eyjablaðið kallaði hann draug. Við þá vildi ég segja þetta: Al- þýðubandalagið átti ásamt nú- verandi stjórnarflokkum sinn þátt í kjördæmabreytingunni. Afleiðing, eða öllu heldur af- kvæmi þeirrar kjördæmabreyt- ingar er sú ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum að undanförnu, og kennd er við, „viðreisn“. Sigfús Og úrin í frásögn af hinum glæsi- lega fundi Eyverja, vitnar Fylkir í ræðu Sigfúsar J. Johnsen um hina nýju tollalöggjöf, og áhrif henn- ar á vöruverð. Sigfús nefnir nokkur dæmi um tollalækkanir, en hann er svo óheppinn að minnast á tollalækkun á armbandsúrum. Hann segir, að arm- bandsúr sem áður kostaði kr. 1750.00 kosti nú 1.000,00. Þetta er ekki rétt. Við skulum segja að Sigfús hafi keypt inn úr s.l. vetur og innkaups- verð þess hafi verið kr. 1.000.00. Þar við bætizt tollur og söluskattur kr. 515.00 — samtals 1.515,00. Samskonar úr kosta núna eftir hina marglofuðu tolla- lækkun kr. 1500.000. — Mismunur er 15 kr. ■ ■■■ l í stað þess að berjast við ímyndaða drauga, ættu Eyja- blaðamenn að snúa geiri sinum að þeim draugi, sem þeir sjálfir hafa átt sinn þátt i að magna, dýrtíðardraugnum. Helgi er kallaður Reykvíking- ur. Hann er sennilega fæddur þar og okkur er ekkert illa við fólk, sem þar er fætt og uppalið. Hins vegar er Helgi Bergs af kunnum og traustum bænda- ættum. Þá er það kontoristinn, eins og Eyjablaðið kallar hann. Við, sem vinnum einhvers konar skrifstofu- eða verzlunar- störf, teljum þau störf heiðar- lega atvinnu, og ekkert óvirðu- legri en kennarastörf eða verka- mannavinnu til sjós og lands. Ingólfur á Hellu var berorðari á fundi, nýlega. Hann kallaði Helga fífl og asna, sem hefði ekkert vit á landbúnaðarmálum. Ingólfur mun hafa fengið þau svör, sem duga honum í bráð. En til hvers er verið að róta upp öllu þessu moldviðri? Und- irrótin er ótti. Ótti við fylgis- hrun. Helgi Bergs hefur skrifað margar ágætar greinar bæði í Tímann og í Framsóknarblaðið. Fólk með óbrjálaða skynsemi hefur lesið þessar greinar, og séð að þama er á ferðinni mað- ur með óvenjulega þekkingu á vandamálum okkar; maður, sem þorir að horfast í augu við vandamál framtíðarinnar, að við verðum sjálfir að nýta okkar fiskimið, og vinna mannamat úr afurðunum, en ekki skepnufóð- ur eins og nú er gert í stórum stil. Helgi Bergs er einmitt maður- inn, sem okkur vantar á þing. Þar er nóg af svokölluðum „jólasveinum“, sem aðeins rétta upp hendina þegar foringinn skipar fyrir, en verða sér til at- hlægis, ef þeir taka til máls. Okkur vantar menn á Alþingi dugmikla og velmenntaða menn. Hitt er svo annað mál, að Helga er ekki lagið að afla sér atkvæða með þeim aðferðum, sem hér eru kunnastar. Hann býður mönnum ekki lán, hvorki fyrir bíl eða til annarra hluta.' Hann rógber ekki andstæð- inga sína, og leigir ekki aðra til þess. Hann gengur ekki í hús og klappar góðlátlega á bakið á gömlum, einstæðum konum, og Framhald á 3. síðu Helgi Bergs verkfræðingur, skipar baráttusæti B-listans. Hann hefur um langt árabil starf- að að tæknilegum málum atvinnuveganna og að efl- ingu iðnaðaruppbyggingar í landinu. Af því starfi er hann gerkunnugur atvinnu lífinu til lands og sjávar. Með því að kjósa hann á þing, tryggja Sunnlending- ar sér sjö fulltrúa á Alþingi og stóraukin áhrif á lög-i gjafarsamkomu þjóðarinn ar. nilllllllllllllllIllllllllllIlllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillIllltlllMIIMIIIIIIIEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII I Ingólfur lofaði Helzta kosningaloforð Imgólfs Jónssonar árið 1959, var að Sjálf- stæðismenn ætluðu að leggja nið- ur framsóknarskattana. Átti hann iþar við tekjur ríkisins, það er að segja skatta og tollaálögurnar. Nú er að virða fyrir.sér hvernig sá góði maður, sem hefur ráðherra vald í „viðreisnarstjórninni", hef- ur efnit þetta loforð: Heildarálögur samkvæmt fjár- lögum hafa orðið undanfarin ár: 5 1958 807,1 milj. kr. E 1959 1.033,1 — — 1960 1.501,8 — — n 1961 1.588,7 — — zz 1962 1.752,0 — — E 1963 2.198,1 — — Framanritaðar tölur sýna að Þessi óhemju ; verk ráðhenranna í ríkisstjórn, þar sem Ingólfur situr, eru á þessu sviði alveg þveröfug við það sem hann lofaði fyrir tæpum fjórum árum. Það er ekki aðeims að álög urnar hafi tvöfaldast, heldur uxu þær um 172% á þessu tímabili. Geta menn á því séð hvers virði þaiu eru loforðin hans Ingólfs á Hellu. Nettótekjur kr. 50.000,00 75.000,00 100.000,00 200.000,00 300.000,00 Kemur hér fram, að það eru hátekjumeninimir, sem hagnast á lækkun beinu skattanna, Jafn- framt er greiðslubyrðin flutt á herðar alþýðufólksins í gegnum hina lúmsku inhheimtu neyzlu- ekki á sinn líka í sögu þjóðarinnar er að mestu tekin gegnum meyziu skatta. Kemur hún því harðast niður á stórum fjölskyldum. Hins vegar var hátekjumönnum hyglað með lækkun beinu skattanna, og skal sýnt dæmi og er miðað við hjón með fjögur börn og útsvar í Reykjavík: Lækkun kr. 344,00 2.660,00 7.009,00 39.935,00 47.435,00 skattanna. Af þessum ráðstöfun- um eru menn eins og Guðlaugur Gíslason og Sigfús Johmsen ákaf- lega hrifnir, svo sem sjá má í Fylki. MIMMIMIMMIMMMMIIMMIMIIMIMMIMIIMIIIMIMIMIMIMIMIIMMM...MMMMMMMMMIIIMM Fylkiö liöi til FRAMSÓKNAR XB MMIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIMMMMMIMI:

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.