Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 27.06.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 27.06.1963, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. 26. árgangur. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 27. júní 1963 13. tölublað. Glæsilegur kosningarsigur Fram sóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi Ótvíræð íylgisaukning Framsóknarmanna í Vestmannaeyjum Ágúst Þorvaldsson Björn Fr. Björnsson. Til Framsóknarmanna og annarra stuðningsmanna B-listans í Vestmannaeyjum. Beztu þakkir færum við Framsóknar- mönnum hér og stuðningsmönnum B-list- ans við nýafstaðnar kosningar- Sérstaklega þökkum við starfsfólki öllu, er vann af miklum áhuga og dugnaði á kosningadag- inn - og fyrir hann - á skrifstofu flokksins. Starf ykkar hefur borið góðan órangur, með glæsilegum sigri Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi. Megi það verða okkur öllum hvöt til meiri sigra fyrir þjóð- málabaróttu Framsóknarflokksins. Framsóknairfélögin « Vestmannaeyjum. Helgi Bergs Þótt allir stjórnmálaflokkarn- ir reyni nú að loknum alþingis- kosningum að túlka úrslitin sér í vil, er ótvírætt, að Framsókn- arflokkurinn bar sigur a£ hólmi. Hann hélt öllum fyrri þingsæt- um, og vann tvö ný, annað a£ Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík, hitt af Alþýðubandalaginu hér í Suðurlandskjördæmi. Framsóknarflokkurinn fékk nú 19 þingmenn en hafði 17 áður. Sjálfstæðisflokkurinn vann upp- bótarsæti frá Alþýðuflokknum og heldur sömu þingmannatölu og áður, 24. Alþýðubandalagið tapaði einu þingsæti og hefur nú 9 þingmenn. Alþýðuflokkurinn missti líka einn mann og á 8 fulltrúa á Alþingi. Framsóknar- flokkurinn hefur í heild bætt við sig 3328 atkvæðum frá því í síðustu Alþingiskosningum og er það 15,7% fylgisaukning. Hlutfallslega hefur flokkurinn bætt aðstöðu sína, þar sem hann fær nú 28,2% gildra atkvæða, en hafði síðast 25,7%. Að þessu sinni gengu 7099 fleiri kjósendur að kjörborðinu en í haustkosningunum 1959. Af þessum nýju kjósendum fær Framsóknarflokkurinn fast að helmingi eða 3328 atkvæði. Hins vegar fá stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins 2891 atkvæði a£ þessari aukningu. Alþýðu- flokkurinn fékk eins og efni stóðu til slæma útreið í kosningunum. Hann missti alla aukninguna og 226 atkvæði til viðbótar. Alþýðubandalagið gerði eins og kunnugt er banda lag við Þjóðvarnarflokkinn, en þeir flokkar höfðu samanlagt atkvæðamagn í haustkosningun- um 1959 15904 atkvæði. Nú fengu þeir aðeins 14275 atkvæði. eða 654 atkvæði fram yfir það, sem Alþýðubandalagið hlaut 1959. Sjálfstæðismenn bættu við sig rúmlega'3000 atkvæðum mið að við haustkosningarnar 1959, en þá fengu þeir miklu lakari útkomu en í vorkosningunum. Séu kosningatölur frá 1956 og frá vorkosningunum 1959 tekn- ar til samanburðár kemur i ljós, að kosningaúrslit Sjálfstæðis- flokksins eru síður en svo hag- stæð fyrir hann, þar sem hlut- fallstalan hefur lækkað . Eins og fram er komið misstu stjórnarflokkarnir einn þing- mann í kosningunum og má nú ekki tæpara standa, að ríkistjórn in haldi velli. Þrátt fyrir veikan meirihluta mun ríkisstjórnin sitja meðan sætt er, og senni- lega halda áfram að varða leið- ina „til hinna gömlu góðu daga". Hinsvegar mun aukihn þingstyrkur og vaxandi gengi Framsóknarflokksins verða afl- vaki áframhaldandi baráttu um- bótaaflanna í landinu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.