Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 27.06.1963, Side 1

Framsóknarblaðið - 27.06.1963, Side 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 27. júní 1963 13. tölublað. Glæsilegur kosningarsigur Fram- sóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi Ótvíræð íylgisaukning Framsóknarmanna í Vestmannaeyjum Ágúst Þorvaldssoi Björn Fr. Björnsson. Til Framsóknarmanna og annarra stuðningsmanno B-listans í Vestmannaeyjum. Beztu þakkir færum við Framsóknar- mönnum hér og stuðningsmönnum B-list- ans við nýafstaðnar kosningar- Sérstaklega þökkum við starfsfólki öllu, er vann af miklum óhuga og dugnaði ó kosningadag- inn — og fyrir hann - ó skrifstofu flokksins. Starf ykkar hefur borið góðan órangur, með glæsilegum sigri Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi. Megi það verða okkur öllum hvöt til meiri sigra fyrir þjóð- málabaróttu Framsóknarflokksins. Fremsókrtairféíögín § Vestmannoeyjum. Helgi Bergs Þótt allir stjóramálatlokkarn- ir reyni nú að loknum alþingis- kosningum að túlka úrslitin sér í vil, er ótvírætt, að Framsókn- arflokkurinn bar sigur af liólmi. Hann hélt öllum fyrri þingsæt- um, og vann tvö ný, annað af Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík, hitt af Alþýðubandalaginu hér í Suðurlandskjördæmi. Framsóknarflokkurinn fékk nú 19 þinginenn en hafði 17 áður. Sjálfstæðisflokkurinn vann upp- bótarsæti frá Alþýðuflokknum og lieldur sömu þingmannatölu og áður, 24. Alþýðubandalagið tapaði einu þingsæti og hefur nú 9 þingmenn. Alþýðuflokkurinn missti líka einn mann og á 8 fulltrúa á Alþingi. Framsóknar- flokkurinn hefur í heild bætt við sig 3328 atkvæðum frá því í síðustu Alþitrgiskosningum og er það 15,7% fylgisaukning. Hlutfallslega hefur flokkurinn bætt aðstöðu sína, þar sem hann fær nú 28,2% gildra atkvæða, en hafði síðast 25,7%. Að þessu sinni gengu 7099 fleiri kjósendur að kjörborðinu en í haustkosningunum 1959. Af þessum nýju kjósendum fær Framsóknarflokkurinn fast að helmingi eða 3328 atkvæði. Hins vegar fá stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins 2891 atkvæði af þessari aukningu. Alþýðu- flokkurinn fékk eins og efni stóðu til slæma útreið í kosningunum. Hann missti alla aukninguna og 226 atkvæði til viðbótar. Alþýðubandalagið gerði eins og kunnugt er banda lag við Þjóðvarnarflokkinn, en þeir flokkar höfðu samanlagt atkvæðamagn í haustkosningun- urn 1959 15904 atkvæði. Nú fengu þeir aðeins 14275 atkvæði. eða 654 atkvæði fram yfir það, sem Alþýðubandalagið hlaut 1959- Sjálfstæðismenn bættu við sig rúmlega'3000 atkvæðum mið að við haustkosningarnar 1959, en þá fengu þeir miklu lakari útkomu en í vorkosningunum. Séu kosningatölur frá 1956 og frá vorkosningunum 1959 tekn- ar til samanburðar kemur í ljós, að kosningaúrslit Sjálfstæðis- flokksins eru síður en svo hag- stæð fyrir hann, þar sem hlut- fallstalan hefur lækkað . Eins og fram er komið misstu stjórnarflokkarnir einn þing- mann í kosningunum og má nú ekki tæpara standa, að ríkistjórn in haldi velli. Þrátt fyrir veikan meirihluta mun ríkisstjórnin sitja meðan sætt er, og senni- lega halda áfram að varða leið- ina „til hinna gömlu góðu daga“. Hinsvegar mun aukinn þingstyrkur og vaxandi gengi Framsóknarflokksins verða afl- vaki áframhaldandi baráttu um- bótaaflanna í landinu.

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.