Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 27.06.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 27.06.1963, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Aðalf u n d u r FRÉTTIR Síldveiði. Mjög mikil síldveiði er nú við Eyjar, og hafa nokkrir bát- ar héðan stundað þá veiði og aflað ágætlega, eða frá 200 og upp í 1000 tunnur. Mb. Reyn- ir mun nú vera hæst síldarskipa á landinu eða búinn að fá um 9000 tn. Það er óvenjulegt að sjá báta vera hér á síldveiðum fast upp í landsteinum um þetta leyti árs, eins og sjá má nú undanfarin kvöld og daga. Meginn hluti síldarinnar fer í bræðslu, en nokkuð af henni er fryst. Með þessum miklu síld- veiðum við Eyjar nú, er að hefj ast stórmerkur þáttur í atvinnu lífi og atvinnusögu Eyjanna. Afli. Mtgin þorri vélbátanna hér stunda veiðar með dragnót og humartroll nú upp á síðkastið. Afli hefur verið allgóður, þó sér staklega fyrrihluta mánaðarins. Atvinna er mikil í bænum, og mann ekla. Margir karlmenn, sem undanfarið hafa unnið í fiskiðju verunum, vinna nú á vegum bæjarsjóðs að byggingu sjúkra- húss o. fl. Það er eðlilegt, að menn vilji heldur vinna úti- vinnu á sumrin þegar þess er kostur. Vestur-íslendingar. Til þess að bæta nokkuð úr manneklu við frystihúsin hafa hingað verið ráðnir yfir 30 menn frá Kanada, aðallega karl menn, og' vinnur þetta fólk hjá iðjuverunum. Vorkuldar. Hin óvenjumiklu frost og stórviðri (14 stiga frost með 11 vindstigum) er liér voru í Eyj- um í vor hafa skilið eftir stófellt kal í görðum. Jafnvel harðgert greni hefur kalið, að ekki sé minnzt á fjölær blóm, sem vel flest liafa kalið til dauða. Talið er, að grenitré nái sér ekki að fullu aftur fyrr en eftir 1—3 ár. Mannalát. Nýlega andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, ’ Árni Jónsson, Vestmannabraut 63A. Árni átti við mikla vanheilsu að búa síð- ustu árin. Árni var fæddur 12. apríl 1889. Tíðarfar. Sólarlitlir dagar hafa verið hér í júnímánuði. Varla hægt að telja nema 2—3 heila sólskins- daga í mánuðinum. Tíðin hefur verið köld, en túnasláttur er þó hafinn. Grasmaðkur. Það er ömurlegt að líta upp í Miðklett. Hann er grár og gróð- urlaus. Grasmaðkur mun vera þar að verki. Hans hefur einnig orðið vart í grasblettum í bæn- um. Leikfélag Kópavogs, kemur hingað um helgina og sýnir „Mann og konu" ó laugar- dagskvöld og sunnudag kl. 4. Leikfélag Kópavogs er búið að sýna „Mann og konu" lengi og alltaf fyrir fullu húsi. JARÐARFARARSIÐIR Framhald af 2. síðu. Þar með sé athöfninni lokið. Nánustu aðstandendur geta að sjálfsögðu farið með starfs- mönnum kirkjugarðsins út í kirkjugarð, en ég er sjálfur þeirrar skoðunar, að kirkjugarðs gangan eigi með öllu að leggj- ast niður. Kirkjugarðurinn liér er á bersvæði, á einum veðra- samasta bletti bæjarins. Þeir munu vera ófáir, sem beðið hafa heilsutjón af kirkjugarðs- göngu. Og ég held, að fullyrða megi, að það sé ekki hollt and- legri heilsu manna, að sjá á eftir jarðneskunt leifum ástvina sinna í gröfina. Látlaus og virðuleg athöfn í kirkjunni sefar sorgina, en at- höfnin í kirkjugarðinum ýfir liana upp að nýju. Þetta er ekki skrifað í þeim tilgangi að ráðast á það, sem mönnurn er viðkvæmt mál, og heilagt, heldur til þess að vekja menn til umhugsunar um þörf á breytingum, vegna breyttra tíma. J. B. Bíll til sölu Bifreiðin V-32 (Opel CarAvan) er til sölu. Nýlega var haldinn aðalfund- ur Kaupfélags Vestmannaeyja. Fundinn sátu auk stjórnar og endurskoðenda nokkrir aðrir fé- lagsmenn og gestir. Heildarsala varð á árinu 1962 13,7 millj. kr. og hafði hækkað um 3,7 millj. kr. frá árinu áður eða 35%. Hagur félagsins hafði batnað um 250 þús. kr. sé miðað við árið 1961. Félagið greiddi í sölu skatt á árinu kr. 367 þús. og opinber gjöld kr. 175 þús. kr. Vinulaun voru á árinu kr. 1,3 millj. Stjórn félagsins skipa nú: Steingr. Benediktsson, Páll Eyjólfsson, Jón Stefánsson, Jó- hann Björnsson, Eiríkur Ás- björnsson, sem tekur sæti Hrólfs Ingólfssonar vegna brottflutn- ings hans. Endurskoðendur voru Karl Guðjónsson og Haraldui' Guðnason. Fulltrúar á aðalfund SÍS voru kjörnir Steingrímur Benediktsson og Jón Stefánsson. Ymsar framkvæmdir og' breyt- ingar eru fyrirhugaðar á árinu j963 og er þá helzt að minnast á verzlunarhúsbyggingu í austur bænurn ásamt mjólkursamsöl- unni, sem ætlar að reisa þar mjólkurbúð. Miklar umræður urðu um félagsmálin og fram- tíðarhorfur félagsins og kom greinilega frarn mikill áhugi fundarmanna fyrir vexti og við- gangi félagsins. Að loknum fundi var sameiginleg kaffi- drykkja, og kunnu fundar- menn vel að meta þá nýbreytni. Vélbátur til sölu V/b. Óskasteinn VE 156, er til sölu. Upplýsingar á skrifstofu Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Filippus G. Árnason Ný verzlun Hefi opnað nýja sölu- búð í Miðstræti 11. Þar verður, með bæjarins Sægsta verðif alls- konar tilbúinn FATNAÐUR og VEFNAÐARVARA á boðstólum. Brú h.f. Sími 134. Lögtaksúrskurður. Samkvæmt framkominni beiðni og eftir þar tilvitnuðum heim* ildum úrskurðast hérmeð, að lögtak má fram fara til tryggingar ógreiddum og gjaldföllnum tryggingariðgjöldum ti! Bátaábyrgðar- félags Vestmannaeyja fyrir árið 1963 auk vaxta og alls kosnaðar að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 26. júní 1963. FR. ÞORSTEINSSON. Nýkomið! Állkonar jarðyrkjuáhöld, sláttuvélar o. m. fl. VÖLUNDARBÚÐ H.F. ssí

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.