Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.07.1963, Page 1

Framsóknarblaðið - 10.07.1963, Page 1
Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 10. júlí 1963. 14. tölublað Framsóknarílokkurinn eflist til sóknar gegn íhaldsöflunum A s. 1. kjörtímabili höfðu stjórnarflokkarnir einum þing- manni meira en nauðsynlegt var til þess að hafa starfhæfan meirihluta í báðum deildum Alþingis. Til þess að fella ríkis stjórnina þurfti því stjórnarand- staðan að vinna tvo þingmenn. betta gerði Framsóknarflokkur- inn. Hann fjölgaði þingmönn- um sínum úr 17 í 19. Þegar stjórnin situr samt áfram, er Sstæðan sú, að hinn stjómarand- stöðuflokkurinn hélt ekki sín- um lilut. Helgi Bergs. Það er einmitt hin mikla sókn Framsóknarflokksins, sem er meginstaðreynd þessar-a nýaf- stöðnu kosninga og mesta at- hygli vekur. Mest var fylgisaukn iug flokksins í bæjunum. í Reykjavík jók hann atkvæða- tölu sína um 50% og vann ann- að þingsæti sitt. Hér í Suður- landskjördæmi náðist það merk, sem flokksmenn höfðu sett sér, að fá þrjá Framsóknarmenn kjörna á þing. Þingsætið, sem flokkurinn vann hér, var tekið af Sjálfstæðisflokknum, eins og sést af því, að ef þriðji maður Framsóknarflokksins hefði ekki náð kjöri, hefði flokkurinn feng ið 18 þingsæti í stað 19, Sjálf- stæðisflokkurinn 25 í stað 24, en fyrir Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkinn hefði það engu breytt um þingmannatöluna. Þessi úrslit eru mjög í sam- ræmi við þá þróun, sem einn- ig verður vart víða erlendis, að frjálslyndir,, vinstri sinnaðir kjósendur telja nauðsynlegt að þoka sér saman um einn stóran umbótaflokk, til þess að tryggja sigur í þeirri sókn, sem fram- undan er gegn íhaldsöflunum. Vaxandi vantrausts á kommún- istum verður því víða vart, en umbótaflokkar á borð við Fram sóknarflokkinn eflast, þar sem þeim er bezt treyst til skeleggr- ar sóknar gegn íhaldinu. Þingmeirihluti stjórnarflokk- anna er nú sá minnsti, sem hann getur verið til að standa að starfshæfri ríkisstjórn. Þó að ríkisstjórnin beiti sennilega óspart handjárnum á þinglið sitt ekki síður en á s. 1. kjör- tímabili, þá verður samt að ætla að hún noti ekki þennan mjög nauma meirihluta til frunta- legs löggjafarstarfs í málefnum þjóðarinnar, hvorki innávið né útávið. Eftir þessi kosningaúr- slit verður að gera ráð fyrir að ríkisstjórnin yfirgefi hina nei- kvæðu „viðreisnarstefnu" sína, sem raunar hefur þegar beðið skipbrot og taki í þess stað upp jákvæða stefnu uppbyggingar og vélvæðingar til að skapa jafn- vægi í búskapnum og auka þjóð artekjurnar. Alveg sérstaklega hljóta menn þó að ætlast til þess að þessi naumi meirihluti verði ekki notaður til þess að leiða ísland inn í efnahags- bandalagið eða til annarra þeirra aðgerða á sviði utanríkis mála, sem ekki yrðu aftur tekn- ar. Eg vil enda þessar línur með því að beina þakklæti okkar, er áttum sæti á B-listanum við ný- afstaðnar kosningar, til flokks- systkina okkar og annars stuðn- ingsfólks hér í Vestmannaeyjum fyrir dugnað og ósérplægni í kosningastarfinu og öflugan stuðning við kjörborðið. Síðan kjördæmabreytingin tók gridi verður ekki með vissu séð, hver er árangur starfsins í hverju byggðarlagi, en margt béndir þó til þess, að fylgisaukn ing Framsóknarflokksins hafi ekki á öðrum stöðum orðið meiri en í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Fátt styður betur Hin svokallaða Bindindishöll við Heiðarveg fer nú að nálgast tvítugsaldurinn. Ár eftir ár hef- ur hún staðið opin fyrir veðrum allra átta, engum til gagns og bæjarbúum frekar til leiðinda en ánægju. Síðustu árin hefur lítið sem ekkert þokazt fram á t'ið með þessa byggingu og veld- ur þar m. a., að félagsskapur byndindismanna liefur verið í molum að undanförnu. Hér verður ekki rætt um upphafið að þessari byggingu eða önnur mistök, sem átt hafa sér stað í sambandi við hana. Hins vegar verður reynt að vekja bæjarbúa til umhugsunar um, hvort ekki væri unnt að nýta þetta mikla húsbákn í þágu bæjarfélagsins. Verður þá fyrst að minna á, að umrædd stórbygging stendur þá skoðun, sem hér að framan er látin í ljós á þróun flokka- skipunarinnar í landinu, en einmitt það, að Framsóknar- flokkurinn skuli eflast mest þar sem íhaldið er sterkast. Það ber Ijóst vitni um það hlutverk, senr kjósendurnir ætla honum. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar, sem kosningu hlutu af lista Framsóknarflokksins, þakka öllu stuðningsfólki það traust, sem það hefur sýnt okkur. Við mununi allir hafa fullan hug á að reynast þess verðugir. Vestmannaeyjum 9. júlí 1963. Helgi Bergs. við eina aðalgötu bæjarins. Það an verður hún hvorki flutt eða brotin niður. Og þrátt fyrir ein- hverja galla er þarna um mikið verðmæti að ræða, en skuldir, sem á byggingunni lxvíla eru til- tölulega litlar. Því er alveg úti- lokað, að bæjarbúar uni við það, að Bindindishöllin verði um aldur og ævi í því formi, sem hún nú er, og það er hægra til að taka, þar sem skuldabyrð- in, sem henni fylgir er léttvæg. Hugsjón þeirra manna, sem í upphafi stóðu að þessari bygg- ingu vor, að koma upp sjómanna heimili, er hæfði stærsta útgerð- arbæ landsins, og samkomustað, þar sem Bakkus var lokaður ut- an dyra. Það er ástæða til að spyrja, hvort ]>essar hugsjónir Fran.hald á 2. síðu. BINDINDISHÖLLIN, Æskulýðsheimili og Sjómannastofa

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.