Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.07.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 10.07.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Bcejarfréttir. Slys. Það hörmulega slys varð hér í Eyjum hinn 4. s. 1., að lítið barn 4 ára, féll í þró, er sjór féll inn í, og drukknaði. Foreldrar barns ins eru hjónin Kristín Ólafsdótt ir og Guðjón Kristinsson, Urða vegi 17. Andlót'. 5. 1. laugardag var til grafar borinn Guðbergur Magnússon frá Hlíðarási hér. Hann flutti héðan fyrir nokkrum árum, en ver i.ei í heimsókn á æskustöðv- ar. Guðbergur varð bráðkvadd- ur. 6. júlí s. 1. andaðist á sjúkra- húsi í Reykjavík Auður Ágústs- dóttir frá Ármóti. Hún átti við mikla vanheilsu að stríða und- anfarna mánuði. Hinn 8. júlí andaðist á Sjúkra liúsi Vestmannaeyja Ásmundur Sveinsson ættaður frá Seyðis- firði. Hann átti hér heimili síð- ustu árin hjá dóttur sinni og tengdasyni, Kristínu og Magn- úsi Magnússyni, Ásavegi 27. 5. júlí s. 1. andaðist á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja Gróa Jó- hannsdóttir. Hún hafði dvalið mörg ár á sjúkrahúsinu hér, og varð blind fyrir nokkrum árum. Aflabrögð. Afli er hér allgóður og mjög mikil atvinna, svo að jafnan þarf að vinna í fiskiðjuverun- um fram á miðnætti og stund- um fram á nætur. Eins og fram hefur komið í fréttum eru hér nokkrir erlend ir bátar, sem kaupa flatfisk og flytja ísaðan á erlendan markað. Flestir síldarbátarnir, sem stunduðu síldveiðar hér við Eyj ar, eru nú farnir norður og aust ur á sumarsíldveiðar. Tíðarfar er ágætt, en fremur kalt og dregur fyrir sólu. Li::idaveiði er að liefjast hér í Eyjum. LeikféEag Kápavogs sýndi hér sjónleikinn Mann og konu um næst síðustu helgi. Aðsókn var góð og leiknum mjög vel tekið sem maklegt var og l'eikurum klappað lof í lófa. Hafi leikfélagið þökk fyrir kom una. Þjóðhótíðin verður 2. og 3. ágúst n. k. og er undirbúningur þegar hafinn. Knattspyrnufélagið Týr sér um þjóðhátíðina að þessu sinni. STURTUR Á BÍL til sölu að Brekkugötu t. — Upplýsingar í síma 534. ^agalagðar Krókódílstár: Málgögn stjórnarflokkanna, Fylkir og Brautin, hafa að und- anförnu sett upp skeifu og kreist fram nokkur krókódílstár yfir því, að Karl Guðjónsson skyldi ekki ná kosningu til Alþingis þann 9. júní s .1. Það var þó síð- ur en svo, að þessi blöð beittu áhrifum sínum Karli til fram- dráttar fyrir kosningarnar, en stjórnarflokkarnir hefðu hvor um sig getað veitt Karli þann stuðning, sem horium hefði dug að. Þeir gerðu það ekki, og þess vegna verða liarmatölur þessara stjórnarblaða ekki teknar alvar- lega. Svo er það alveg furðuleg- ur málflutningur hjá þessum blöðum, að blása sig upp og þykjast vera í heilögu stríði við kommúnista fyrir kosningar, en koma fram að þeim loknum, eins og syrgjandi móðir, yfir því að einn af þeim fordæmdu lá fallinn í valnum. í slíkum vand ræðaskrifum spegiast óttinn við vaxandi gengi Framsóknarflokks ins. Hefði, hefði . . . Brautin telur kosningaúrslitin í Suðurlandskjördæmi „eins ó- hagstæð og hugsazt gat“, vegna þess, að ekkert uppbótarsæti féll í þess hlut. En núverandi kjör- dæmaskipun er bara eitt af af- kvæmum Alþýðuflokksins, og það reynist ekki betra en þetta. Jafnvel eitt fámennasta kjör- dæmið, Norðurland vestra, fær tvo uppbótarmenn, en Suður- land engan. Svo er það alveg þýðingarlaust að tala um að kosningatölurnar hefðu verið svona og svona, þá hefði Karl náð kjöri og Ragnar og Unnar komist á uppbót. En það er ann að „hefði“, sem Alþýðuflokks- menn ættu að hugsa um, og það er, að hefði Alþýðuflokkurinn verið sinni upphaflegu stefnu trúr, þá hefðu atkvæðatölurnar orðið honum hagstæðari. Þetta á ég sjólf. Brautin þakkar Alþýðuflokkn um og ríkisstjórninni fyrir þær kjarabætur, sem náðust í síðasta mánuði, en þá var samið um 7>5% kauphækkun til verka- manna, og höfðu norðlenzku félögin forustuna. Kveður nú við annan tón í stjórnarherbúð unum en stundum áður, þegar somu aðilar leystu harkalegar vinnudeilur með hóflegum samningum, en þá var norð- lenzkum samvinnumönnum, er áttu eins og í þetta sinn, góðan hlut að málinu, brigslað um svik og margskonar ódyggðir. Ef til vill fékk rikisstjórnin þá áminningu í kosningunum, sem hún lætur sér að kenningu verða, og ekki stendur á Brautar mönnum að þakka Alþýðu- flokknum fyrir sinnaskiptin. „Þetta á ég sjálf“, sagði kerling- in. -------- -- - MJÓLK! MJÓLK! getum enn bætt við nokkrum kaupendum HÓTEL-BÚÐIN wr^Hr^ wri'i p ^ « SKÆRIR LITIR GEFJUN KnaHspyman. . Knattspyrnumenn frá Vest- : mannaeyjum brugðu sér til Ak- ureyrar á sunnudaginn og léku um kvöldið við 1. deildar-lið ÍBA. — Þetta var þó ekki nein frægðarför fyrir Vestmannaey- inga, því þeir töpuðu leiknum með hinni óvenjulegu marka- tölu 11:2 í leik, þar sem varnir beggja liða voru mjög opnar, en Akureyringar nýttu sín færi miklu betur, hins vegar lék lán- ið ekki eins vel við gestina, og svo ólíklega vildi til, að þeir áttu ekki færri en sjö stangarskot í leiknum, þar af Guðmundur j Þórarinsson (Týrsi) fimm, eri j hann skoraði einnig bæði mörk Vestmannaeyinga. Miklar líkur eru til þess, að 1 Vestmannaeyingar leiki til úr- slita í 2. deild í haust um rétt- inn til að komast í 1. deild næsta keppnisár, en leikurinn á < Akureyri verður þó ekki neinn mælikvarði á getu eða mögu- leika liðsins til þess. Til þess j vantaði of marga af beztu mönn um liðsins. Akureyringar voru með alla : sína beztu menn í leiknum, en hins vegar með varamenn á könt um og annan bakvörðinn. Mið- : tríóið — Kári, Skúli og Stein- grímur, léku skemmtilega fyrri hálfleikinn ,en Steingrímur lék ekki þann síðari. Akureyringar léku undan sól og vindi í fyrri hálfleik og skoruðu þá fjögur mörk, og strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks bætti Kári tveim ur mörkum við og mörk Akur- eyringanna urðu sjö áður en Vestmannaeyingar komust á blað. — Þetta var fjörugur leik- ur og skemmtu hinir mörgu á- horfendur sér vel, enda mjög óvenjulegt, að skoruð séu 13 mörk í leik. Mörk Akureyringa skoruðu Skúli 4, Kári 3, Hauk- ur Jakobsson 3 og Þormóður 1. Fyrir Vestmannaeyinga skoraði Guðmundur, þeirra bezti mað- ur, bæði mörkin. Þess má geta, að Vestmannaey ingar flugu til Akureyrar á sunnudagsmorgun, var síðan boðið í ferð í Vaglaskóg og síð- an á Hlíðarfjall. Móttökur allar voru hinar beztu. III. flokkur ÍBV lék tvo leiki í keppnisferð, sem hann fór í um s. 1. helgi. Léku þeir við ís- firðinga og Selfyssinga. Sigraði flokkur ÍBV með yfirburðum, fyrri leikinn 9:0 og síðari leik- inn með 15:0.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.