Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 2
t FRAMSÓKNARBLAÐIÐ IPramsóknar- blaðið RITNEFND SIGURG. KRISTJÁNSSON JÓHANN BJÖRNSSON, áb. AFGR. ANNAST: . i SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: Þ V í L í K VIÐREISN í kosningabaráttunni á s. 1. vori lögðu stjórnarsinnar rnikla álierzlu á, að „viðreisnin“ hefði heppnazt og hún væri sá lífs- steinn íslenzkra stjórnmála, sem mundi bæta hvert rnein og leysa allan vanda, ef hún fengi ótrufl uð að verka á þjóðfélagið næstu misseri. Jafnvel þó ríkisstjórnin hefði þá, á einu kjörtímabili liækkað skattaálögur um nálega fjórtán hundruð milljónir kr. lofuðu viðreisnarpostularnir þá hina sömu ríkisstjórn fyrir skattalækkanir, og töluðu þá að- eins um beina skatta, eins og með því væri öll sagan sögð. Aðr ir héldu því fram, þegar lán húsnæðismálastjórnar voru hækk uð upp í 150 þús. kr., að þar með væri húsnæðisvandamálið úr sögunni, þrátt fyrir þá stað- reynd, að „viðreisnardýrtíðin“ gerði rneira en gleypa alla þá fjárhæð. Þannig mætta halda á- fram að telja upp öfugmælin, sem borin voru fram, varðandi stjórnarstefnuna. En allt um það, stjórnarflokkarnir misstu einn þingmann í kosningahríð- inni og ríkisstjórnin situr á tæpum meirihluta. „Viðreisnin“ hefur því, illu heilli, sett mark sitt á stjórnarstefnuna yfir sum- armánuðina. Á haustnóttum er því heppi- legt að líta yfir uppskeru sum- arsins og gera sér nokkra grein fyrir ástandinu nú, þegar vetur gengur í garð. Ekki verður ann að sag't, en árferði hafi verið sæmilegt. Sumarið var að vísu kalt, en nýting heyja var góð. Síldveiði var mikil og annar fisk afli í góðu meðallagi, auk þess sem verð á útflutningsvörum þjóðarinnar hefur yfirleitt far- ið hækkandi. Þrátt fyrir þetta ríkir nú meiri upplausn í fjármálakerfi þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. Greiðsluhallinn í ágústlok var orðinn tæpar 600 milljónir króna og er það met í sö'runni. Fiskasafn Framhald af 1. síðu Almenningur hér afhenti mér þá þegar kr. 36.664,00 til starf- ans. Þá var allur ágóði af sýn- ingu Gagnfræðaskólans á s. I. vori lagður í sjóð þennan. Sú upphæð nam kr. 11.025,00. Þannig hafði ég til umráða kr. 4*7.689,00, er starfið hófst í sumar. Sérfræðingurinn starfaði síðan hjá okkur í 3 mánuði sam- fleytt. Vinna hans ,fæði og efni til starfsins nernur nú um kr. 54.000,00. Dagana 12. og 13. þ. m. (laug- ardagur og sunnudagur) vil ég gefa bæjarbúum kost á að sjá fiskasafnið sitt, og um leið leggja fé af mörkum til fram- lialds þessa verks. Sýningin verð- ur haldin í afgreiðslusal Spari- sjóðsins (sjá auglýsingu nú hér í blaðinu). Eg leyfi mér að mælast til þess, að foreldrar hér í bæ láti börn sín leggja smávegis af mörkum til fiskasafnsins. Það felst uppeldi í því að kenna jieim að fórna, þó ekki sé nema nokkrum krónum, í þágu al- Elúsnæðisvandræði eru mikil og hefur borgarstjórinn í Reykjavík nýlega skýrt frá því, að þar væru nú á anriað liundrað fjölskyldur húsnæðislausar og beiðnir um aðstoð færu vaxandi. Vinnuaflið hefur í sumar ver- ið boðið upp fyrir gildandi taxta, og á kosningalán ríkis- stjórnarinnar frá í vor stóran jiátt í jiví. Sölumiðstöð lirað- frystihúsanna hefur bent á, að rekstur hraðfrystihúsa muni bráðlega stöðvast vegna fjárhags erfiðleika. Landbúnaðarvörur liafa stórhækkað, opinberir starfs menn fá miklar kauphækkanir, verkalýðsfélög liafa kaupsamn- inga lausa. Þannig snýst verð- bólguhjólið með ofsahraða og þar við bætist, að vísitalan hefur nýlega hækkað um 4 stig vegna hækkunar beinna skatta. Upplausnarástand óðaverð- bólgunnar ríkir hvarvetna í fjár málakerfinu. Ríkisstjórnin beit- ir enn sínum gömlu húsráðum, sem eru lánsfjárhöft og vaxta- hækkun. Framundan er vafa- laust meira af svo góðu. Geng- islækkun og söluskattar eru líka tiltæk og kunn meðul í höndum ,,viðreisnarstjórnarinnar“. En hvaða úrræði, sem nú verða tek- in, er ljóst, að „viðreisnin", er var fyrirheit um stöðugt verðlag, traustan gjaldmiðil og viðskipta- frelsi, hefur vengið sér til húðar. Eyjabúa mennra menningarmála eða stofnana. Þessir fiskar verða til sýnis á sýningunni: 1. Þrír lúsíferar, 8., 9. og 10. fiskur þeirrar tegundar, sem veiðzt liafa hér við land. Gef- endur: Sveinn Matthíasson, Sig- urður Sigurjónsson og Grétar Þorgilsson. 2. Kólguflekkur, sá fyrsti, sem veiðzt hefur hér við land. Gef- andi: Guðmundur Tómasson. 3. Hafáll. Gefandi Sigurgeir Ólafsson. 4. Vatnableikja. Gefandi: Hannes Ingibergsson frá Hjálm- holti. 4. Gljáháfur. Annar fiskur þessarar háfstegundar, sem veið- ist hér við land svo að sögur fara af. Gef: Eriðrik Ásmunds- son. 6. Steinsuga. Gef.: Jóhannes Sigmarsson. 7. Litla-bromsa. Gefandi Árni Guðmundsson frá Hlíð. 8. Silfurbrami. Einasti fiskur- inn, sem veiðzt liefur hér við land. Gef.: Holtsbræður. 9. Brandháfur. Gef.: Sigur- geir Ólafsson. 10. Flatnefur. Gef.: Friðrik Ásmundsson. 11. Trönusíli. Gef.: Adólf Sigurgeirsson. 12. Stór lúða. Gefandi Ágúst Matthíasson. 13. Skarkoli. Gef.: Guðjón Tómasson. 14. Sandkoli. 15. Þykkvalúra. 16. Langlúra. 17. Skrápflúra. 18. Öfugkjafta (stórkjafta). 5 síðastnefndu tegundirnar hefur Markús Jónsson og skips- höfn hans gefið safninu. 19. Steinbítur. Gef.: Emil Andersen. 20. Skötuselur. Gef.: Skips- liöfnin á v/b Ver. 21. Urrari. 22. Blágóma. 23. Blálanga. 24. Blákjafta. 25. Geirnefur. 26. Geirnyt. 27. Rauðmagi. 28. Grásleppa. 29. Sandhverfa. 30. Lýr. Gef.: Karl Ólafsson. 31. Svartháfur. 32. Venjulegur háfur. Eg leyfi mér að þakka öllum J^eim sjómönnum, sem gefið liafa safninu fiska. Fleiri fiska en hér eru nefndir á safnið. Sumir eru geymdir i formalíni, aðrir bíða Jiess að vera settir upp. Bæði tími og fjármagn hindruðu frekari framkvæmd- ir að Jiessu sinni eftir þriggja mánaða látlaust starf Jóns Guð- mundssonar kennara. En hann er Jiegar ráðinn til okkar næsta sumar í Jieirri von og með þeirri vissu, að Eyjabúar geri það kleift með frjálsum fram- lögum úr eigin vasa. Þorsteinn Þ. Víglundsson. Skólarnir settir Barnaskólinn í Vestmannaeyj- um var settur í Landakirkju 1. okt s. 1. af skólastjóra Stein- grími Benediktssyni. Um 640 börn munu stunda nám þar í vetur. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans frá fyrra ári. Tveir kennarar, sem lengi liafa kennt við Barnaskól- ann liverfa nú úr bænum og flytja búferlum til Reykjavíkur. Það eru Jiau hjónin Karl Guð- jónsson og kona hans Arnþrúð- ur Björnsdóttir. Þá liættir Þór- arinn Magnússon kennslu þar, en liann er jafnframt ráðinn kennari við Gagnfræðaskólann. Frá Barnaskólanum hverfa jní reyndir og mætir kennarar. Ekki hefur reynzt mögulegt að fá menn að skólanum með kennaramenntun, og liefur því orðið að grípa til Jiess ráðs að fá menn til kennslu við skól- ann án kennaramenntunar. Að sjálfsögðu er Jjað óæskilegt, en vonandi að betur rætist ’úr á næsta ári. Gagnfræðaskóli V estmanna- eyja var settur laugardaginn 5. okt. s. I. Hinn nýskipaði skóla- stjóri, Eyjólfur Pálsson, setti skólann með ræðti. Minntist liann fyrirrennara síns, Þorsteins Þ. Víglundssonar, og brautryðj- andastarfs hans í þágu skólamála Vestmannaeyja, með hlýjum orð um. Á fjórða hundrað nemenda sækja skólann nú. Kennaraliðið mun vera fullskipað við skól- ann. Eyjólfur Pálsson er Vestmanna eyingur, sonur Páls Eyjólfssonar og Fanneyjar Guðjónsdóttur. Eyjólfur er stúdent að námi og liefur Jiess utan lokið nokkrum hluta BA-prófs við Háskóla ís- lands. Iðnskóli Vestmannaeyja var settur 7. september s. 1. Skóla- stjóri er sami og áður, Þorvakl- ur Sæmundsson. Kennarar eru níu. Nemendur eru um 80 og hafa aldrei jafnmargir nemend- ur verið í Iðnskólanum og nú.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.