Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 2
t FRAMSÓKNARBLAÐIÐ BYGGÐARSAFN VESTMANNAEYJA Framsóknar- blaðið RITNEFND SIGURG. KRISTJÁNSSON JÓHANN BJÖRNSSON, áb. AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: HERMANN EINARSSON TVÖ STÓRMÁL Á bæjarstjórnarfundi þ. 26. september var fundargerð hafn- arstjórnar frá 12. sama mánað- ar tekin til afgreiðslu. Þar segir m. a.: Hafnarstjórn samþykkir að fela bæjarverkfræðingi í sam- ráði við vitamálaskrifstofuna að gera tillöguuppdrátt af hafnar- svæðinu norðan bátakvíarinnar í Friðarhöfn, þannig að gert sé ráð fyrir dráttarbraut á því svæði. Ofan skráð samþykkt ber með sér, að verið er að hugsa um staðsetningu nýrrar dráttarbraut ar hér í Eyjum. Ástæðan er sú, að skipin stækka og gömlu slipp arnir hafa takmarkaða mögu- leika til að taka þau upp til við- gerðar. Er fyrirsjáanlegt, að inn- an skamms tíma verða stærri skip Vestmannaeyjaflotans að sækja út fyrir bæinn til viðgerða og endurnýjunar. Þá er þess að geta, að nú síðari árin fer stál- báturn fjölgandi, og þarf að skapa aðstöðu til viðgerða á þeim. Mun Vélsmiðjan Magni jregar reiðubúin að hefjast handa um nýbyggingu yfir plötusmíði, sem væri staðsett í grend við fyrirhugaða dráttar- braut. Rætt hefur verið um að höfnin byggði dráttarbraut og er staðsetning hennar að sjálf- sögðu fyrsta skrefið. Hér er um stórmál að ræða, sem að vísu hefur verið á dag- skrá áður, en þörfin fer vaxandi og virðist brýn nauðsyn á að liraða undirbúningsframkvæmd- um svo sem kostur er. Annað stórmál, sem líka er í tengslum við höfnina, hefur ver- ið á dagskrá bæjarstjórnar að undanförnu. Er þar um að ræða ráðstafanir til að beina frárennsl iskerfi bæjarins rit úr höfninni. Á bæjarstjórnarfundi 26. sept. var bréf frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja til umræðu, en í því var þetta mál tekið til með ferðar og bent á, að fram- í fyrra festi bæjarsjóður Vest mannaeyja kaup á stórhúsi handa söfnum sínum, bóka- safni sýslunnar og Byggðarsafn- inu. Á þessu ári munu liðin 101 ár síðan Lestrarfélag Vestmanna eyja (sýslubókasafn) hóf útlán bóka og 100 ár, síðan það var stofnað. Heila öld hefur þessi fræðslulind ekki átt hús yfir „höfuð sér“. Og eitt sinn voru bækur þess látnar mygla hirðu- lausar, svo að héraðslæknir bann aði að nota nokkurn hluta þeirra af heilsufræðilegum ástæð um og lét brenna þeim. Ekki lftur vel út með það, að bókasafnið geti flutt í eigið hús næði nú í haust, þó að ýmsir hafi gert sér vonir um það. Bæj- arstjórn hefur að sjálfsögðu í mörg horn að líta um fjárreiður allar og framkvæmdir. Á sarna tíma og sýslubóka- safnið (Bæjarbókasafnið) er ald- ar gamalt, eru liðin 30 ár, síð- an tekið var að safna hér grip- um til myndunar byggðarsafns. Enn virðist lengra'í land, að það komist í eigið húsnæði en bóka- safnið. Þetta er ekki hægt, Vest- mannaeyingar. Við erum að verða eftirbátar margra annarra sveitarfélaga í þessum menning- armálum. í sumarorlofi mínu kynnti ég mér lítilsháttar aðbúnað og munaeign þriggja byggðarsafna við Faxaflóa. Óneitanlega er myndarlega að þeim búið og marga muni eiga þau merkilega. Þetta er byggðarsafnið í Görð- um á Akranesi, í Borgarnesi og í Reykjavík. Eg held, að mér sé þó óhætt að fullyrða, að við kvæmda væri þörf á þessu sviði. Hafnarstjórn hafði á fundi 26. febrúar s. 1. lagt til, að bæj- arverkfræðingi yrði falið að gera kosnaðaráætlun um upp- setningu dælustöðvar við Bratta garð, með það fyrir augum, að frárennsli, sem þangað er beint og þar fyrir innan verði dælt inn fyrir Eiði. Var vfsað til þess arar samþykktar, sem ber með sér, að forráðamönnum hafnar- innar er Ijóst, að umræddar framkvæmdir bíða úrlausnar og er þess að vænta, að á næsta ári verði hægt að hefjast handa í þessu heilbrigðis- og þrifnaðar- rnáli. samanburð á munaeign þeirra og safnsins okkar, þá þurfum við ekki að fyrirverða okkur. Eg freistast til að álykta, að safnið okkar í heild sé ríkasta safnið eins og sakir standa. En þó er aðstaða þeirra allt önnur og betri en okkar. Þeir eiga hús, þar sem söfnunum er stillt upp til sýnis og fræðslu almenningi, en við eigum okkar safn geymt á þrem stöðum í bænum, undir slá og lás og í kössum. Það er okkur Eyjabúum mannorðs- skerðing að fara svona að. Við höfum ekki efni á því að haga okkur svona. Við verðum að koma upp góðum samastað fyrir safnið okkar eða söfnin, því að í rauninni eru þau orðin mörg. Þegar húsnæðið við Heiðar- veg er fullgert, gæti ég hugsað mér, að Byggðarsafnið okkar yrði talið fjölþættasta sveitarsafn á landinu. Eg leyfi mér hér með að senda hinni háttvirtu bæjar- stjórn Vestmannaeyja þessa til- lögu mína í þrem liðum og skora á fulltrúana að samþykkja hana, þegar fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 1964 verður sam- in og samþykkt: 1. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fela mér undirrit- uðum að fiamkvæma eða láta framkvæma það, sem gera þarf Samkvæmistímabilið stendur nú yfir. Allskonar félagssamtök halda sínar árshátíðir og afmæli, og undantekningarlítið eru vínveit- ingar á þessum samkomum. Leyfi til slíkra vínveitinga munu fást hjá bæjarfógeta, og fylgja þeim að sjálfsögðu þau á- kvæði, sem áfengislögin niæla fyrir um, m. a. að vínveitingar séu óheimilar til yngra fólks en 21 árs. Ekki skal að þessu sinni deilt við einn eða annan um sjálfar vínveitingarnar eða þann „menn ingarauka", sem margir telja að þeim. Hins vegr skal á það bent, að flest félagssamtök brjóta all alvarlega þau ákvæði, sem leyfunum fylgja. til þess að efri hæð safnbygging- arinnar við Heiðarveg geti orð- ið varanlegur staður fyrir byggð arsafn bæjarins með fiskasafni, myndasafni, skjala- óg blaða- safni o. fl., sem þar á heima og tiltækilegt er. Framkvæmdir þessar séu gerðar í samráði og samvinnu við verkfræðing bæjar ins. 2. Bæjarstjórn samþykkir að veita þegar á næstu fjárhagsáætl- un kr. 150.000,00 til fram- kvæmdanna og feli mér jafn- framt að útvega bæjarsjóði allt að kr. 400.000,00 að láni með viðunandi kjörum til þess að fullgera hæðina, en ég áætla að verkið allt muni kosta nær kr. 550.000,00. 3. Alla mína fyrirhöfn og vinnu við framkvæmdir þessar býðst ég til að inna af hendi bæjarsjóði að kostnaðarlausu. Þ. Þ. V. Handavinnu- námskeið Fyrirhugað er að halda nóm- skeið í handavinnu á vegum Kvenfélagsins „Líkn", ef næg þátttaka fæst. Kennsla verður I dag- og kvöldtímum eftir því sem óskað er. Kennsla fer fram í Barnaskól- anum. Kennari verður Dagný Þor- steinsdóttir. Nánari upplýsingar gefnar í símunum 153 og 649 frá klukkan 1 til 3 daglega fyrir 26. okt. 1963 „STJÓRNIN" Nýlega bar það við, að virðu leg félagssamtök liéldu árshátíð/ og mun verulegur hluti sam- komugesta hafa verið innan 21 árs, og allt niður í 16 ára aldur. Ekki var annað teljandi til skemmtunar en víndrykkja og dans, og þá fyrst og fremst vín- drykkja, þar sem forráðamenn samkomunnar yfirfylltu húsið, svo að um dans var tæpast að ræða. Hér er um alvarlegt mál að ræða. Þess verður að krefjast, að yf- irvöldin sjái um, að ákvæði. sem fylgja leyfisveitingum sén haldin, og að þau félagssamtök sem brjóta jiau ákvæði séu að minnsta kosti svipt leyfi til vín- veitinga í framtíðinni. Vínveitingar á samkomum

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.