Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 2
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 2 Framsóknar- blaðið RITNEFND SIGURG. KRISTJÁNSSON JÖHANN BJÖRNSSON, áb. AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: HERMANN EINARSSON Ný slökkvi- StÖð Það er orðin aðkallandi þörf að slökkvistöðin fái stærra og hentugra húsnæði en hún hefur nú. Húsrými er of lítið, og stærð þess miðuð vð þau slökkvitæki, er þá voru talin nægileg til brunavarna, á þeim tíma, er stöðin var staðsett, þar sem hún er nú. Nauðsynlegum slökkvi- tækjum fjölgar, og húsrými þarf að vera mjög rúmgott. Aðstaða á slökkvistöðinni t. d. til að þurrka slöngur, eftir notkun, er víðs fjarri fullnægj- andi, og naumast hægt að þurrka þær nema úti. Með stækkun bæjarins verður að gera ráð fyrir auknum brunavarna- tækjum, er þurfa meira hús- rýrni en nú er fyrir hendi. Með byggingu stórhýsa er t. d. orð- in meiri þörf fyrir lengri stiga en stöðin hefur nú, svo eitt- hvað sé nefnt. Tækjum til geymslu verður trauðla bætt við inn á slökkvistöðina við Hilmisgötu, og stækkunarmögu leikar eru þar engir. Á það ber líka að líta, að liér er afburða viðbragðsfljótt og duglegt brunavarnalið, en aðstaða þess er ekki nógu góð vegna takmarkaðs rúms á slökkvistöðinni. Um það hefur verið rætt í bæjarstjórn að flytja slökkvistöð ina í gömlu rafstöðina við Kirkjuveg. En það er hvort- tveggja, að vélstjóranámskeið, sem hér eru að jafnaði liafa haft þar verklegt nám, og það Iiúsnæði er talið allsæmilegt fyrir slík námskeið, og vélstjóra nántskeið hljóta að verða hér á komandi árum. Hitt er annað, að nokkur reynsla er fengin fyr- ir því hér-og víðar, að allkostn aðarsamt reynist að breyta gömlum húsum, brjóta niður steinsteypta veggi o. fl. til notk- unar fyrir aðra og ólíka starf- semi, en lnisnæðið var upphaf- lega byggt fyrir. Hikisstiórnin hopaði Framhald af 1. síðu. varpinu birtist á Alþingi. Þessi liarða barátta innan þings og utan leiddi til þess, að ríkis- stjórnin heyktist á málinu og hefur það nú verið lagt til hlið- ar eins og alþjóð er kunnugt. Til stuðnings frumvarpi þessu fluttu stjórnarliðar fram þá full yrðingu, að ef kaupgjald yrði ekki bundið með lögum nú, blasti ekkert annað við en geng islækkun.Það var þó í hæsta máta athyglisvert, að þessari fullyrðingu fylgdi enginn rök- stuðningur. Engir útreikningar af því tagi, sem oft áður hafa verið gerðir, voru lagðir fyrir Alþingi til sönnunar þessari fullyrðingu. Útreikningar, sem ríkisstjórnin hefur áður lagt fyrir Alþingi, og sýna eiga hvernig gengisskráningunni skuli vera háttað ,hafa að vísu ekki reynzt vel. Mönnum er það sjálfsagt minnisstætt, að snemma á árinu 1960 í sambandi við efnahagslöggjöfina, sern þá var sett, lagði ríkisstjórnin fram út- reikninga, sem að sýndu það, að halli á útflutningssjóði mundi nema á annað hundrað milljónum króna. Þegar sjóður- inn var svo gerður upp kom í Ijós, að hann hafði tekjuafgang, sem nam milli 60 og yo millj- ónum króna. Þegar ríkisstjórn- in framdi gengislækkun sína í ágústmánuði 1961, voru lagðir fram útreikningar, sem áttu að sýna nauðsyn hennar. Þeir út- reikningar hafa reynzt slík endaleysa, að eindæmum sætir. Var m. a. í reikningum þessum gert ráð fyrir, að síldarafli á árinu 1961 yrði í meðallagi, þó að ljóst væri, þegar reikningarn ir voru gerðir, að þá myndi Eg hYgg það enga goðgá, að bæjarstjórn taki til athugunar, hvort mundi verða dýrara að að byggja nýja slökkvistöð — ef heritugt lnisnæði án breyt- inga að ráði er ekki fyrir Jiendi — eða t. d. breyta gömlu raf- veitunni, eins og komið hefur til orða, með ærnum kostnaði í slökkvistöð, og þarf þá jafnframt að hafa í lniga ,að sjá þarf vél- stjóranámskeiðum fyrir hús- næði á komandi tíð. En eitt er víst, að húsnæði slökkvistöðvarinnar er alltof lít- ið, og úr því þarf að bæta sem allra skjótast, og því er þessari ábendingu varpað fram til at- hugunar og úrlausnar. S. G. verða algert metár á síldveið- um. Mönnum kann því áð finn ast til lítils að vera að heimta útreikninga af ríkisstjórninni, þegar reynslan af þeim hefur verið á þann veg, en á hinn bóginn verður að líta svo á, að skárra sé að hafa einhverja út- reikninga fyrir framan sig til þess að gera sér grein fyrir þess- um málum ,heldur en að liafa hreint ekki neitt. Fullyrðingu sína um nauð- syn til gengislækkunar, ef ekki yrði lögboðin kaupstöðvun, studdi ríkisstjórnin annarri full yrðingu um það, að gengislækk un yrði nauðsynleg vegna þess, að útflutningsframleiðslan ætti í stórkostlegum erfiðleikum. En erfiðleikar útflutningsfram leiðslunnar eru út af fyrir sig ekki nein rök fyrir gengislækk- un. Þar kemur miklu meira til. Svo misskipt getur tekjum þjóð arinnar verið milli atvinnu- greina ,að útflutningsframleiðsl- an beri skarðan lilut, þó að þjóð arheildin hafi nóg. Ýmislegt bendir til þess, að slíkt ástand sé í þjóðfélaginu nú, því að um leið og fullyrt er, að út- flutningsframleiðslan geti ekki borgað hærra kaup, en sem svar ar 28,00 krónum á tímann fyrir verkamannavinnu, þá er vitað, að ýmsar atvinnugreinar yfir- borga stórlega, 40—50 krónur um tímann. Þetta atriði bendir til þess, að tekjuskiptingin inn- anlands sé útflutningsframleiðsl unni mjög í óhag, en hér er um að ræða verðlagningaratriði innanlands, sem ekki verður leiðrétt með neinni gengislækk- un. Væri þess vegna ráð, að kanna þessa innanlandstekjn- skiptingu nánar, áður en fullyrt er, að gengislækkun væri það eina, sem til greina kæmi til hjálpar útflutningsframleiðsl- unni, annað en lögþvingun kaups. Nú gerði frumvarpið ráð fyr- ir því, a ðlögbundið yrði kaup, sem greitt hefur verið að und- anförnu. Þetta þýddi það, að þær yfirborganir, sem tíðkazt hafa yrðu lögheimilaðar áfram. Ríkisstjórnin gerði hins vegar vegar enga grein fyrir því, hvernig útflutningsiðnaðurinn ætti að geta haldið fólki sínu við þessi skilyrði í samkeppni við atvinnugreinar, sem væri lögheimilað að borga stórum hærra kaup, heldur en útflutn- ingsiðnaðurinn fær að borga. Skelegg andstaða þings og þjóðar neyddi ríkisstjórnina til að hopa í þessu máli, og er á- stæða til þess, að láta í ljósi þá von, að hún muni ekki aftur reyna að leysa vandamálin með því að setja þvingunarlög gegn launþegastéttunum. En á hinn bóginn sýnir þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar ljóslega í hvert óefni málum hennar er komið. Það væri því ástæða til að reyna að gera sér í stuttu máli grein fyrir því, hvernig á því stendur, að rnálum er kom ið í þetta horf. Það dylst engum, að stórkost legir erfiðleikar eru á ferð, sjálfsagt veit enginn betur en ríkisstjórnin sjálf ,hversu alvar- legir þeir eru. Vöruskiptahall- inn við útlönd hefur verið stór kostlega óhagstæður á þessu ári um nærri 700 milljónir króna. Innflutningurinn er stjórnlaus og hefur það leitt til óhófslegs innflutnings af allskon ar tízkuvöru og leitt til óheil- brigðrar birgðasöfnunar í verzl uninni í slíkum vöruflokkum. Gjaldeyrissjóðurinn er hættur að vaxa fyrir hálfu ári síðan og hefur síðan farið minnkandi. Sparifjáraukning í landinu er treg. Vinnuaflið er á uppboði hjá margskonar einkafjárfest- ingu, sem byggist á verðbólgu- þróuninni. Halli er á rekstri út- flutningsframleiðslunnar. Hvern ig stendur á því, að slíkt ástand hefur skapazt í einstaklega góðu árferði? Orsökin er auðvitað fyrst og frernst efnahagsstefna viðreisnarinnar, sem reynzt hef ur algerlega röng í grundvallar atriðum, og var þess vegna dæmd til að misheppnast. En fleira kemur til. Það er nú orð- ið með öllu ljóst, að ríkisstjórn- in hefur gert sig seka um marg- vísleg afglöp í stjórn efnahags- málanna á undanfornum árum, afglöp, sem í rauninni eru við- reisnarstefnunni óháð, en eiga íot sina aó rekja til fyrirhyggju- leysis og stjórnleysis ríkisstjórn- arinnar, og gefst e. t. v. tæki- færi ti! að rekja það frekar í næstu blöðum. SMöRT BRAUÐ OG SNITTUR. Ponfanir óskasf meS fyrirvara. ■ ELÍN TEITS. Símar 130 — 42. Karlmannsreiðhjól til sölu. — Upplýsingar í síma 5!4-

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.