Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Æskiilýðsmál. Síðustu daga októbermánað- ar bar það við hér í Eyjum, að unglingar hópuðust saman að kvöldi, og gerðu ærsl og upp- hlaup á götum bæjarins. Var þetta allmikið umræðuefni með- al bæjarbúa og fréttaefni. Ekki varð tjón á mannvirkjum eða slys í samblástri þessum og er það vel sloppið, því mörg eru dæmin um ótíðindi, bæði inn- lend og erlend, þar sem liópæs- ing nnglinga hefnr verið til staðar. Varla mun hægt að segja, að umrædd ólæti væru af sérstöku tilefni, nema hvað einhverjir þessara unglinga kvörtuðu yfir því, að vera vísað út af svokölluðum veitingastöð- um á tilsettum tíma. Lögregla bæjarins og skólastjóri Gagn- fræðaskólans gerðu sitt bezta til að stöðva þennan gráleik ung- linganna og mun skólastjórinn Itafa boðið unglingunum að fá aðgang að húsakynnum Gagn- fræðaskólans eitt kvöld í viku í vetur með það í liuga, að ung- lingar yndu sér þar við holla skemmtan og tómstundaiðju. F ramangreindur atburður hlýtur að vekja bæjarbúa til umhugsunar, urn vandamál æskunnar og uppeldismálin. Allir eru sammála um, að ekki sé Jiollt að börn byrji reyking- ar urn og innan við fermingar- aldur, og áfengisneyzla ungl- inga á svipuðu reki þykir að sjálfsögðu vandræðamál. Þetta á sér samt stað og í vaxandi mæli. Það þýðir ekki að hneyksl ast á æskunni þó svona fari. í henni er sami efniviðurinn kyn slóð fram af kynslóð. Það eru aðstæðurnar og tíðarandinn, er hafa breytzt. Hávaði og hraði, ásamt endalausu kapphlaupi um meiri,peninga, eru „motto“ hins daglega lífs. Börn læra ekki að lesa eða draga til stafs á heimilunum. Tengsli barna og foreldra verða í slakasta lagi. Heimilist'aðirinn er í mörgum tilfellum langtímum fjarver- andi vegna atvinnuhátta og vinnur annars langan vinnudag, og veitir lionum ekki af að nota þær stundir, sem hann er á heim ili sínu til svefns og hvíldar. Mikil vinna móðurinnar utan heimilisins, sem hér er algeng, hlýtur þó að koma enn harðar niður á heimilislífinu. Já, hver hefur tíma til að segja börnun- uin sögur og benda þeim fram á veginn. Skólarnir með sitt langa skyidunám, liafa að sjálfsögðu mikla aðstöðu til að móta æsku fólkið, og miklu skiptir, að í kennarastéttinni séu valdir menn í hverju rúmi. Svo hljóta börnin, sem byrja vinnu í fisk- iðjuverunum um 10 ára aldur að bera keim af því andrúms- lofti, sem þar ríkir. Er ekki kominn tími til að setja skorð- ur við því, að börn vinni fram á nætur, eins og hér hefur bor- ið við á undanförnum árum? Á sviði félagsmála og skemmt analífs er hér í bænum fátt tnn fína drætti, þar sem æskunni er FRÉTTIR Frá Pósthúsinu. Þeir, sem ætla sér að senda böggla í sjópósti til Bándaríkj- anna og Kanada, ættu ekki að draga það, að koma bögglunum á pósthúsið. Því miður er ekki hægt að benda á neina ákveðna ferð, en líkur eru til þess að ferð íalli á næstunni. Skipaferðir til Norðurlanda eru raunverulega ekki nema tvær fyrir jól. Gullfoss 22. þ. m. og Drottningin '27. þ. m. Drottningin fer að vísu frá Rvík 16. des., en póstur með þeirri ferð nær ekki að berast út fyr- ir jól. Góð tíðindi. Stofnaður hefur verið liér blandaður kór. í bæinn ei' flutt ur Stéingrímur Sigfússon, sem ráðinn hefur verið skólastjóri Tónlistarskólans, sem legið hef- ur hér niðri nokkur ár. Nokkr ir áhugamenn hafa leitað til Steingríms um að hann tæki að sér stjórn blandaðs kórs. Hefur hann orðið við þeini tilmælum. Kórinn liefur verið stofnaður og ætlað rúm til hollrar upplyft- ingar og þroskandi áhrifa, enda er frjáls menningarstarfsemi yfirleitt í molum og í húsnæðis hraki. Vestmannaeyjar hafa einnig sínar takmarkanir af eðlilegum ástæðum. Skilyrði til vetraríþrótta eru varla fyrir hendi og ferðalög miklum ann- mörkum háð. Æskufólk liefur því ekki að mörgu að liverfa í tómstundum frá námi og starfi. Höfuðborgin og fleiri bæir hafa nú síðustu árin lagt kapp á að skapa æskunni aðstöðu og koma upp heilbrigðu æskulýðs- starfi undir forystu úrvals manna. Hér er þörfin sízt ntinni eins og bent er á hér að framan. Vandað æskulýðsheim- ili og áfengislaus samkomustað- ur undir stjórn leiðandi manna, mun áreiðanlega verða æsku- fólki hér sem annars staðar hollt athvarf, og skila fyrr en varði ávöxtum, sem hvorki verða mældir eða vegnir, en birtast í meiri farsæld unga fólksins og betri bæjarbrag. stjórn kosin. Formaður er Hjálmar Eiðsson. Hin nýja stjórn hefur farið þess á leit, að kórinn beri nafn hins þekkta gamla Vestmannakórs. Mun það leyfi hafa verið veitt fús- lega. Það eru sannarlega góð tíð- indi, að gerð er myndarleg til- raun til að vekja áhuga ungs fólks fyrir söngmennt. Með starf semi tónlistarskóla, á hann að geta stuðlað að auknum áhuga fyrir tónlist. í alhnörg ár hef- nr tónlistarlíf bæjarins hvflt á herðum Oddgeirs Kristjánsson- ar hljómsveitarstjóra. Starf hans hefur verið ómetanlegt fyr ir þetta bæjarfélag. Það er von allra, sem nnna sönglist, að hin- um nýja blandaða kór auðnist að sameina áhugafólk fyrir list listanna, söngmenntinni á kom andi tíð, og halda uppi merki Vestmannakórs. Gjafir til fiskasafnsins. Á hinni almennn sýningu, sem haldin var á fiskasafni Eyjabúa, dagana 12. og 13. október, söfnuðust um 19 þús. krónur frá sýningargestum. Þar að auki hefur fiskdeiklin í Vestmannaeyjum gefið 5000 kr. og Skipstjóra- og stýrimannafél. Verðandi minntist afmælis síns þann 9. nóvember með því að gefa til fiskasafnsins jafnmikla npphæð kr. 5000,00. Þannig hafa safninu áskotnazt tæpar 30 Jrús. kr. á Jressu hausti og ber það vott um mikinn áhuga al- mennings í bænuin, sem lagt hef ur þetta af mörkum. Samt vant ar enn allmikla upphæð, svo unnt verði að halda verkinu á- fram af fullum krafti næsta sumar. Það þurfum við að gera og verða Jrví framlög til starf- seminnar vel Jregin. Mjkill bifreiðainnflutningur og greiðsluhalli. Samkvæmt hagtíðindum er bifreiðainnflutningur lands- manna frá 1. janúar til 31. ág. á árinu 19O3, 3509 bílar og er i nn f 1 u tni ngsverðmæti þessara farartækja 232 millj. 927 þús. kr. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var á sama tíma óhag- stæður um tæpar 600 milljónir króna, og í september mun við- skiptahallinn enn hafa vaxið um rúmar 100 millj. kr. -----*-• - — -ii*r ri rai—im'iiri rlk«~iirirf,i 1« nn~mjL Kjördæmisþing Fram- sóknarfélaganna í Suð- urlandskjördæmi, verður haldið laugardaginn 1nóvenrber -næstkom- andi í Vestmannaeyjum. Þingið hefst að morgni laugardags í Akógesluis- inu, og lýkur með borðhakli að Hótel HB. kl. 19,30 sama dag. Afhending aðgöngumiða hefst kl. 18,00 á laugard. Þeir stuðningsmenn flokksins, sem óska að taka þátt í borðhaldinu, tilkynni Jrátttöku sína í síma 676 — 558 og 543 fyrir fimmtudagskvöld. Dans að loknu borðhaldi. Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins er vel- komið. NEFNDIN. F ramsóknarmenn! Fundur að Strandvegi 42 kl. 8,30 í kvöld. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Rætt um undirbúning þingsins. Áríðandi að sem flestir mæti. STJÓRNIN.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.