Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 27.11.1963, Síða 1

Framsóknarblaðið - 27.11.1963, Síða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 27. nóvember 1963 18. tölublað. Jaínvægisleysi Jafnvægi var slagorð viðreisn arinnar. Jafnvægi á peningamarkaðin- um átti að skapa með því að hækka vexti til þess að draga i'u eftirspurn og auka framboð lánsfjár. Þetta var ekki aðeins talin nauðsyn fyrir atvinnulífið, heldur einnig sérstakt hags- munamál fyrir sparifjáreigend- ur. Nú hefur þetta verið reynt í fjögur ár, og jafnvægisleysið liefur aldrei verið meira í pen- in^amálum innan'ands og ó- fullnægð eftirspurn eftir lánsfé, er nú meiri en nokkru sinni fyrr. En atvinnuvegirnir stynja undan vaxtaokrinu. Þeim við- reisnarmönnum virðist alveg hafa yfirsézt sú afleiðing vaxta- okursins, sem augijósust hefði átt að vera frá upphafi, en jiað eru ábrif hinna gífurlegu vaxta greiðslna á verðlagið í iandinu. Háu vextirnir höfðu auðvitað áhrif á verðlagsjaróunina og eiga sinn drjúga þátt í [rví dýr- tíðarflóði, sem hefur sópað burtu þeim hagnaði, sem spari- fjáreigendur áttu að fá og meiru til. Engir hafa verið sárar leikn ir af dýrtíðarholskeflunum en einmitt jaeir. Jafnvægi á gjaldeyrismarkaðn um skyldi ná með því að skrá „rétt gengi“, en það var annað slagorðið, sem aldrei hefur ver- ið skilgreint. Þetta jafnvægi reyndist þannig, að með því að stofna til 600 milljón króna verzlunarskulda erlendis og er- lendum lántökum öðrum upp á mörg hundruð milljónir tókst að nurla saman í eindæma góðu árferði 1200 tnillj. kr. gjaldeyrissjóði í bili, en nú ber ast joær fréttir úr búðum ríkis- stjórnarinnar, að 700 miljj. kr. halli sé á vöruskiptunum við útlönd, það sem af er þessu ári. Jafnvægi í verðlagsmálum átti að ná með því að taka vísi- töluna, verðlagsmælinn, úr sam bandi við kaupgjaldið með lag- boði og ólieftur innflutningur °g samkeppni skyldu tryggja verðlagið. Fulfyrt var, að jafn- vægið myndi nást, þegar vísital- an hefði hækkað úr 100 í 103 stig. Nú er hún komin í 144 stig og ekkert jafnvægi enn í sigti, en samkeppni varð ekki frjáls vegna lánsfjárskortsins og og hafði því ekki ]:>au áhrif á verðlagið, sem sagt var, en hef- ur í staðinn ieitt til óhóflegs innflutnings hverskonar tízku- vöru og ólieilbrigðrar birgða- söfnunar í verzluninni. Jafnvægi í fjárfestingarmáium átti að skapa með því að loka vænan hluta af sparifé iands- manna inni og frysta í banka- kerfinu. Afleiðingin varð sú að nauðsynlegar framkvæmdir al- mennings urðu að sitja á hak- anuin, en Jreir, sem höfðu fullar hendur fjár gátu valsað að vild sinni. F.ftir því, sem dýrtíðar flóðið jókst komu afieiðingarn- Framhald á 2. síðu. ELDGOS VIÐ EYJAR ' ■ Snemma morguns þann 14. þ. m. urðu sjómenn iiéðan úr Vestmannaeyjum varir við eldsumbrot í liafinu suðvestur af Geirfuglaskeri. Kom bráðlega í ljós, að hér var um stórkostlegt eldgos að ræða. Á svæðinu þar sem eldstöðvarnar eru, voru fengsæl fiskimið og nálega 130 m. dýpi. En svo voru þessar hamfarir eldsins skjótvirkar, að eftir rúman sólarliring hafði hlaðizt upp eyja, sem síðan hækkar og stækkar að um- máli með hverjum deginum sem líður. Er nú talið, að lnin nálgist 100 metra hæð og allt að 1 km. á lengd. Reyksúlan gnæfir mörg þúsund metra há við himin, og sézt um allt Suðurland og jafnvel úr fjarlægari landshlútum. Drunur og dynkir kveða við frá eldsöðvunum, og eldblossar og leiftur lýsa öðru hverju upp himinhvolfið. Sú aifta hefur fylgt Vestmannaeyjum, að enn hefur ekkert slys eða tjón orðið vegna náttúruhamfaranna ,sem eru þó svo nærri. Jafnvel hefur vindátt verið okkur Vestmannaeyingum svo hagstæð, að lítið sem ekkert öskufall hefur borizt yfir Heima- ey, þar til í gær, að xnikilli ösku rigndi yfir bæinn. >. - ------ - - -*t—n1i*vfi rln—inO~nni1i fi r^ia—nfnri • n rtii—Mifirr

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.