Alþýðublaðið - 25.10.1923, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.10.1923, Blaðsíða 5
AL&YÐUBLAÐIÖ Federation- G e r h v e i t i fæst viða í bænum í þriggja lbs. pökkum. Mynd af gufuskipi á framhlið hvers pakka. Þessi tegund tekur öllum gerhveititegundum fram að gæðum. — Hafið þér reynt það? Yfirlýsing. I Hr. Grísli Jónsson, vélstjóri, raælti á kjósendafundi í Nýja B'ó s. 1. þriðjudag á þá leið, að Magmís Kristjánsson forstjóri ynni ab eins hálfan klukkutíma á dag í Lands- veizluninniumþingtímann, og voru þau ummæli höfð eftir starfsmanni viö Landsveizlunina. Síðar mun hr. GHsJi Jónsson hafa sagt, að maður sá, sem þetta hefði sagt sér, væri undirritaður. Yil ég í tilefai af þessu lýsa yflr því, að ég er ekki starfsmaður við Lands- verzlun, enda þótt ég hafl ein- stöku sinnum unnið þar fyrir tímakaup, og að ég hefl aldrei sagt neitt við hr. Gísla Jónsson um, hve langan tíma á dag for- stjórinn ynni þar um þingtímann, enda ‘ er mér það ekki kunnugt. Eeykiavík 24. okt. 1923. Eyj. Kristjámson. Njálsgötu 15. Af þessari yflriýsingu sést, á hvaða rökum eru býggðar árásir bmgeisanna á starfsmenn Lands- vei zlunarinnar, en slíkar árásir eru verstar fyrir B-)ista-menn sjálfa. Frá Yestmannaeyjnm. Jó- hann Jósefsson, frambjóðandí Morg- unblaðsliðsins í Eyjum, beflr í sumar borgað fullorðnum karl- mönnum, sem unnið hafa hjá honum á fiskreitum, sama kaup og kvenfólkið hefir háft þar, sem er 70 aurar um tímann Þess ber að gæta, að hér er ura futlvinn- andi menn að ræða. Flestir út- gerðaibændur í Eyjum borga kven- fólki 80 aura á fiskreitum og 70 aura í húsum. en verzlun Jóhanns borgar kvenfólki tíu aurum minna, þ. e. 70 og 60 aura. Jóhann er >sparnaðarmaður<! Raflýsing þvottalauganna. * . v I fyrra haust sendi Kvenna- deild Jafnaðarmannafélagsins bæj- arstjórninni áskorun um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir við'víkjandi þvottalaugunum, og var meðel annars faiið fram á, að komið væri -upp raflýsingu þar. Bæjar- stjórnin sló þessu á frest þá undir því yfirskyni, ab komið gæti til íjjála, að laugavatninu yrði veitt til bæjarins á næsta ári. Fyrir víst tvisvar hafa síðan komið í blöðum kröfur um þetta, en ekkert hefir verið gert í málinu enn. Eins og nú er, eru að eins tvær olíulukLir í laugunum, og logar á hvorugri. ef nokkuð er að veðri. Báðar þessar luktir eru utanhúss. Inui í húsunum er kolsvarta myrb- ur. Verða þvottakonur að bjargast við kertaljós og önnur álíka ljós- fæii, og má nærri geta, hversu þægilegt það er, þegar alt er fult a£ vatnsgufu og öll gólf rennblaut. Er mesta mildi, að ekki hefir hlot- ist verulegt slys af. tefta má ekki lengur svo til ganga. Bæjarstjórn verður þegar að koma upp raflýsingu í laugun- um Þeð rekur hvort sem er að því innan skamms, að raforku verður að veita þangað inn eftir, og er því eins gott að gera það strex og er þó heJzti lengi búið að dragast. Sýoíst, að þvottakon- ur þurfi ekki síðúr á ljósi að halda en kyrrar vörur í búðargluggum, er mörg hundruð kertajjós loga yfir hér í bænum á hverju kvöldi til lítils gagns. Borgari. Yestmaimaeyingar og bann- málið. >Morgunblaðið« gerir nú mikið úr þyí, ab Karl Einarsson sé ekki bannmaður, þótt það þori ekki að segja það hreint út, og mælir út frá því móti kosningu hans. Vitanlega er þetta hræsni ein, því að »Morgunblaöið« hefir sjálft and- banning í kjöri þar. En ef þeir eru báðir andbanningar, er enginn munur þeina að því leyli, og er þá réttast að kjósa þann, sem betri er í öðrum málum og fjar- staddari burgeisalýð >Morgunblaðs- ins«, sem bannmálinu kemur áreið- anlega aldrei lið frá, og Vest- raannaeyingar vita, að þá getur ekki verið um Jóhann Þ. Jósefs- son að tala. Sklfta upp eignm manna. Frú Guðrún Jónasson sagði á kvennafundinum á sunnudaginn, að jafnaðarstefnan gengi -út á það að skifta jafnt eigum þeirra, sem hafa, milli allra hinna. Sannaði hún á þessum grundvelli, að jafn- aðárstefnan væri ómöguleg, og var von, að hún væri á móti henni, því ab hún hefir auðvitað haldið, að það ættí að taka alt súkku- laðið og karamellurnar úr búð- inni frá henDÍ og skifta því milli barnanna á götunni. En meðal annara orða; skyldu allar auðvaldsfrúrnar vera svona fáfróðar um jafnaðarstefnuna? Hvar er þessi mentun, sem þær þykjast hafa fram yfir alþýðukon- urnar? Ljótí í yasannm sagðist ung- frú Anna Sigurðardóttir hafa á kvennafundinum á sunnudaginn. í*að var Alþýðublaðið, sem hún var með þar, og í því var svo ljót grein, að því er hún sagði, að það misbauð sómatilfinningu hennar að lesa það upphátt. »Það er hérna; það er hérna,< sagði ungfrú Anna SigurÖardóttir og sló á lær sér. Én leyflst ab spyrja ungfrúna? Hvers vegna ber hún blaÖið á sér ? Er það til þess að njóta þess í einrúmi? AlÞýðablaðið er sex síður í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.