Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 3
FRAMSÖKNARBLAÐIÐ 3 þá miklu, livort heinrir vanda- sama starf verður stutt eða tálm- að af hálfu ríkisvaldsins. Kreppusvipur í góðærinu. Þrátt fyrir gott árferði og upp gripaafia úr sjó eiga atvinnu- vegir þjóðarinnar í vök að verj- ast. Málgögn ríkisstjórnarinnar eru í þessu sambandi farin að tala um of miklar kröfur á hend ur atvinnuvegunum, og meina auðvitað, að kaupið sé of hátt. Samt er það lægra hér en í ná- grannalöndunum. Meinsemdin mun vera, eins og víða annars staðar í þjóðfélaginu, ofboðsleg verðbólgujrróun síðustu ára. Þar á íhaldsstjórnin stóra sök á. Miklar gengislækkanir, geysileg skattheimta og okurvaxtapólitík verka á sviði verðbólgunnar eins og olía á eld. Slík fyrirbrigði eru einmitt hornsteinar og hag- stjórnartæki viðreisnarstjórnar- innar, sem reynast ekki betur en svo, að jafnvel sjávarútvegurinn, sem jók framleiðsluverðmæti sitt á s. ]. ári um 20%, á í svo miklurn erfiðleikum, að hann þarf stuðning af hálfu ríkisins. Stjórnarstefnan, sem verkar þannig á atvinnuvegina að þeir bera kreppusvip á rnesta góðær- istímum, sem komið hafa, er röng og skaðleg og því betra því fyrr, sem húa er úr sögunni. Lýðveidið 20 óra. Á s. ]. ári átti okkar endur- reista lýðveldi tuttugu ára af- mæli. Því er gott að minnast Jress, að íslenzku þjóðinni hefur fyrr og síðar vegnað bezt, er hún var frjáls og óháð öðrum Jjjóð- um. Ný tækni verkar eins og töfrasproti á auðlindir lands og sjávar, en Jrær voru löngum að miklu leyti lokaðar, enda var landið talið liarðbýlt og þjóðin fátæk. Orka og auðlegð, sem lengi hefur blundað í skauti ís- lenzkrar náttúru eru og verða nýttar í þágu fólksins í landinu. Þar er af miklu að taka ög ein- mitt vegna Jress geta íslendingar horft björtum augum til kom- andi daga. Velmegun allra lands ins barna er ekki órafjarlægt takmark, ef vel er stjórnað. .Ma TILKYNNING FRÁ SKATTSTOFUNNI. Allir þeir, sem fengið hafa hluta af launum sínum greiddan með sparimerkjum, verða að sýna spari- merkjabækur sínar á Skattstofunni eigi síðar en 20. Þ-m. u!Í$dH Skattstjórinn. Herbergi óskast. fyrir f jóra reglusama sjómenn. Siguröur Bjarnason, Svanhól. Aðvörun. Vegna skemmda, sem orðið hal'a á vegakerfi kaupstaðarins ut- an bæjarins, sem ekki er hægt að lagfæra í bili, eru bifreiðaeigend- ur aðvaraðir Um að aka Jressa vegi með varúð. Bœjarstjóri. 1 % Verzlunin er flull í Hiðstr. 11 venzlunin Sími 1134. Iðnaðarmenn, Veslmannaeyjum Iðnaðarmannafélagið heldur árshátíð sína í Sam- komuhúsinu, laugardaginn 23. janúar n. k. — Hefst kl. 7 e. h. Stjórnin. Vantar húsnæði fyrir starfsfólk í vetur. FISKIÐJAN. Verkafólk. Það verkafólk, sem ætlar að vinna hjá frystihúsunum í vetur, er beðið að láta skrá sig hjá viðkomandi verkstöðvum. I Frystihúsin í Vestmannaeyjum. * ~ •*—**- — —------ - iim-iin nni—«mfii^ rw~ Nr. 1/1965. TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksvarð á fiski í smásölu, og er söluskattur innifalinn í verðinu: Nýr þorskur, slægður: Með haus, pr. kg.................. Kr. 5,30 Hausaður, pr. kg.................... — 6,60 Ný ýsa, slægð: Með haus, pr. kg.................. Kr. 7,20 Hausuð, pr. kg...................... — 9,00 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt liann sé Jrverskorinn í stykki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda: Þorskur, pr. kg................... Kr. 13,70 Ýsa, pr. kg......................... — 17,00 Fiskfars, pr. kg.................... — 17,50 Reykjavík, 13. janúar 1965. VERÐLAGSSTJÓRINN Aðalfundur Framsóknarfélags Vestmannaeyja verður haldinn næst- komandi sunnudag 24. janúar, að Strandvegi 42 og hefst kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um bæjarmál. STJÖRNIN.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.