Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.04.1965, Page 1

Framsóknarblaðið - 14.04.1965, Page 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÖKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM 28. árgangur. Vestmannaeyjum 14. apríl 1965. 7. tölublað. ■ ■ — —- —------- ■ - — --*■■- —i-1 *■ 1 n r*li i~i rni'i n r*h ~m Er vd fyrir dyrum Vestmainaeyinga? Þeir, sem átt hafa leið hér um bryggjurnar undanfarið, hafa ef- laust veitt því athygli, að sé vont veður, liggur hér í höfninni stór og glæsilegur fiskiskipafloti, alls staðar frá af landinu. Hvað eru öll þessi skip að gera hér? Jú, þau bíða batnandi veðurs, til þess þá að fara út á miðin, hér í kring- um Eyjar, og athuga hvort ekki finnist „lóðning“ sem hægt sé að kasta á, og drepa þann fisk, sem þar er á ferð. Þar sem þessi skip eru fnjög mörg, og öll búin full- komnum fiskileitartækjum, og stór Þann 11. þ. m. kom nýtt flutn- ingaskip M/s Langá til Vestmanna- eyja, skipið er eign Hafskips h.f. Er þetta 4. skip félagsins, en fyrsta skipið var M/s Laxá, kom til lands- ins 1. des. 1959 og síðan hefur félag ið látið byggja M/s Rangá og M/s Selá og nú M/s Langá. M/s Langá er 2230 tonn Deadweight. Aðalvél er Deutz 1500 hestöfl og reyndist ganghraði skipsins 12,8 mílur í reynsluferð. 3 ljósavélar af MWM gerð og ennfremur öll nýjustu sigl- ingartæki eins og Gyro Compass, eru í skipinu. 3 kranar til lestunar og losunar, auk hydraulic spila eru í skipinu. Eins manns klefar eru fyrir skips- höfnina. Sjónvarpi er komið fyrir í borðsal skipsins. virkum smáriðnum veiðarfærum, mun óhætt að fullyrða, að mikill meirihluti þess fiskjar, sem hingað leitar í ætisleit og til þess að hrygna, sé umsvifalaust drepinn, hafi hann náð því að verða eins stór og síld. Fiskifræðingarn- ir segja okkur, að árlega megi reikna með ákveðnum, þó mis- jöfnum, fjölda þorska á grunn- miðin kringum landið til þess að gegna hrygningarhlutverki. Þeir segja okkur einnig, að fiskur, sem sleppur lifandi af miðunum í vor, leiti trúlega aftur á sömu mið M/s Langá, er eins og fyrri skip félagsins ,byggð í Vestur-Þýzka- landi hjá skipasmíðastöðinni D. W. Kremer Sohn, Elmshorn. Erlend lán vegna skipakaupa Haf skips h. f., eru fengin í Vestur Þýzkalandi og eru án ríkis eða bankaábyrgðar. Heimahöfn M/s Langár er Nes- kaupstaður, en heimahöfn fyrri skipa eru: Vestmannaeyjar, Bolung arvík og Siglufjörður. Skipstjóri á M/s Langá er Stein- arr Kristjánsson. 1. vélstjóri er Þór ir Konráðsson. Stjórnarformaður Hafskips h/f er Gísli Gíslason, Vestmannaeyjum, varaformaður, Ólafur Jónsson, Sand gerði. Framkvæmdastjóri er Sigurð ur Njálsson. næsta vetur. Þeir hafa einnig reikn- að út með margra ára rannsókn- um, hve mikill hluti þorsksins deyi árlega af völdum veiða og annarra orsaka, og telja stofninn ekki full- nýttan. Mér sýnist að það hljóti að liggja í augum uppi, að þegar mest öllum hinum glæsilega fiskiskipa- flota landsmanna, er stefnt á tak- markað veiðisvæði, með jafnstór- virkt veiðarfæri og fiskinótin er, þá hljóti dánartala fisksins á því svæði að hækka það mikið, að um ofveiði og jafnvel eyðingu sé að ræða, en þar sem við Vestmannaeyingar er- um það óheppnir, að hér í kring hagar sérstaklega vel fyrir veiðar með fiskinótinni, þá hlýtur þetta að bitna á okkur öðrum fremur. Uppi- staðan í vertíðarafla okkar Vest- mannaeyinga hefur í undanfarna áratugi fengizt í þorskanetin. Ýmsir hafa haldið því fram, að þau væru hættulegt veiðarfæri, þar sem þau veiddu mikið af fiski, sem væri að hrygningu kominn, þetta er rétt, og við höfum sannreynt það hér, að á ákveðnum svæðum ,sem oft voru mjög fiskauðug, og mikið var veitt á, fæst nú helzt ekki einn einasti fiskur. Héðan hafa kornið tillögur um friðun ákveðinna svæða, fyrir öllum veiðiskap. Svæða þar sem vitað er að hrygningin færi sérstaklega fram á, en þeim tillögum hefur ekki verið anzað. Með tilkomu fiskinótarinnar kemur veiðarfæri, sem er miklum mun hættulegra en þorskanetin, þar sem á síðustu vertíð sannaðist, að meiri- hluti þess þorsks, sem í hana veidd- ist, var hrygna og auk þess drepur hún án efa mikið af mjög smáum fiski, sem ekki er hirðandi. Ýmsir árekstrar hafa orðið á milli nóta- og netabáta. Þeir eru margir nóta- bátaskipstjórarnir, sem athuga vel hvað þeir eru að gera, og kasta ekki á þéttum netasvæðum ,en hinir eru allt of margir, sem virð- ast eingöngu líta á dýptarmælinn, og kasta hiklaust ef „lóðning“ finnst, þó að greinilega merkt og fullkomlega lögleg veiðarfæri séu á sama stað. Margir urðu fyrir Framhald á 2. síðu. Sveinn Guðmundsson sextugur. Hinn 17. þ. m. verður Sveinn Guðmundsson, forstjóri, Arnar- stapa sextugur. Sveinn er fæddur 17. apríl 1905, að Grænanesi í Norð- firði. Foreldrar hans voru Guð- mundur Stefánsson bóndi þar og Valgerður Árnadóttir, kona hans. Hingað til Vestmannaeyja flutt- ist Sveinn 1931, og hér hefur hans starfssvið verið síðan. Hann hefur komið víða við sögu, lagt ótrauður hönd á plóginn, því Sveinn er í eðli sínu félagshyggjumaður. Hér verða ekki rakin öll störf Sveins Guðmundssonar. Bæði er það, að til þess slcortir mig kunn- ugleik, og svo á þetta ekki að vera nein minningargrein. Hér skal að- eins drepið á það helzta: Bæjarfulltrúi var Sveinn 1938— 1946 og 1954—1962 og átti auk þess sæti í bæjarráði. Forstjóri Áfeng- isútsölunnar hér frá 1931—1952. Umboðsmaður Brunabótafélags ís lands er hann og trúnaðarmaður Seðlabankans. í yfirskattanefnd og stjórn Sjúkra samlagsins. Sveinn hefur lengi átt sæti í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja, og er nú stjórnarformaður. Sveinn er einn af stofnendum Framsóknarfélags Vestmannaeyja og Framsóknarblaðsins, og ritstjóri þess um skeið. Hann hefur verið einn helzti stuðningsmaður blaðsins frá upp- Framhald á 4. síðu. Nýtt „Hafskip"

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.