Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 2
2. SÍÐA PRAMSÓKN ARBL AÐIÐ Geðvonzhushrif llíosar í Brautinni, er út kom 26. marz síðastliðinn, er grein eftir Elías Sig- fússon, þar sem hann hellir úr skál um reiði sinnar yfir Framsókn og kommana eins og hann kallar þá í grein sinni. Öll ber greinin það með sér, að greinarhöfundur sé yfir sig vondur yfir þeirri ósvífni háttvirtra kjós- enda að velja ekki frekar hann sem fulltrúa á sambandsþing. Nei, í þess stað velja þeir tvo komma, — þvílíkt vanþakklæti og smekk- leysi, — og er ekki von, að honum renni í skap? Geðvonzkuskrif Elíasar um Fram sókn koma mér ekki við, þeir eru menn til að svara fyrir sig, ef þeir þá virða hann svars. Ef til vill upplýsir Elías lesend- ur Brautarinnar um það, hvenær Framsóknarmenn urðu svona vond- ir, verstu menn á jörðu hér að hans dómi, því þegar Framsókn og kratar stilltu upp sameiginlega til Alþingiskosninga hér um árið, þá taldi Elías Framsókn langbezta flokkinn, næstan krötunum, auðvit- að. Það skyldi þó ekki vera, að El- ías snérist eitthvað til á áttunum líka, eftir því hvaðan hinn pólitíski stormur blæs í það og það skiptið eins og hann sakar aðra um. En hinum lubbalegu dylgjum Elí- asar um stjórn Verkalýðsfélagsins og um þær kosningar, er fram fóru á síðasta hausti, vildi ég svara nokkrum orðum. Þó eru það fyrst nokkrar spurn- ingar. f fyrsta lagi: Var ekki auglýst eftir listum til fulltrúakjörs með löglegum fyrirvara? í öðru lagi: Var sjálf kosningin ekki auglýst með löglegum fyrir- vara? í þriðja lagi: Fór kosningin sjálf ekki að öllu leyti löglega fram? Ef Elías telur að stjórn V. V. eða kjörstjórnin hafi brotið lög á hon- um eða B-listanum, þá skora ég á hann að sanna það með fullum rök- um, en ekki neinum dylgjum, þó þær henti honum ef til vill betur. Hann sakar stjórn V. V. um að hafa strikað út af kjörskrá tvo menn, er hann taldi ,að þar ættu að vera, og voru það Guðmundar tveir, Guðmundur Ásbjörnsson og Guðmundur í Heiðardal. Eg sagði Elíasi þá, að ég teldi og tel enn, að Guðmundur Ásbjörnsson ætti ekki og mætti ekki vera í V. V. stöðu sinnar vegna, þar sem hann er yfirverkstjóri í einu stærsta fyr- irtæki i bænum. Og formaður verk stjórafélagsins sagði mér, að lög þess félags hljóðuðu svo: „Enginn má vera verkstjóri um lengri tíma nema að vera í Verkstjórafélaginu, og má ekki vera í neinu öðru stétt arfélagi." Um Guðmund í Heiðardal er þetta að segja: Er það eitthvert nýtt fyrirbæri, að nöfn falli út af kjörskrá? Eg veit ekki annað en að slikt komi fyrir svo til við hverj- ar kosningar, og til þess er kæru- frestur að hægt sé að kæra þá inn eigi þeir þar að vera. Þetta eru nú þeir tveir menn, sem hann nafn- greinir, en er með dylgjur um, að þeir muni hafa verið fleiri (dylgj- urnar fara honum svo vel). Ekki nafngreinir hann þennan gamla mann, sem hann segist sakna. Eg vil spyrja herra Elías að því, hvort hann hafi afhent mótlistan- um nafnaskrá félagsins, þegar hann var formaður þess? Nei og aftur nei, þó að hann nú rífi skegg sitt af því, að honum skyldi ekki vera afhent nafnaskrá félagsins. Vatnsöflun hér í Vestmannaeyj- um hefur nú um skeið verið efst á baugi bæði í blöðum bæjarins og á málfundum. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, að síðustu vik- urnar hefur verið hér vandræðaá- stand á þessu sviði. Brunnarnir hafa tæmzt hver af öðrum og lind- ir þær, sem vatni er dælt úr hafa þorrið, og að síðustu hefur fólkið neyðst til að kaupa vatn, sem er að meira eða minna leyti blandað öðr- um efnum. Slíkt ástand er óviðunandi og úr því verður að bæta hið bráðasta, og áreiðanlega eru allir forráða- menn bæjarins sammála um það. Hitt má með sanni segja, að það er seint að rjúka upp til handa og fóta, þegar fyrirsjáanleg vandræði eru komin fram. Þess vegna og að gefnu tilefni þykir mér rétt að taka það fram, að þ. 5. marz s. 1. bar ég fram eftirfarandi tillögu í bæjar- stjórn, sem stefndi að því að firra þeim vandræðum, sem nú eru orð- in: „Fundur í bæjarstjórn Vest- mannaeyja haldinn 5. marz J965 felur bæjarstjóra að athuga þeg- ar í stað mögulcika á flutningum á neyzluvatni frá Reykjavík til Vestmannaeyja og verði þeir flutningar framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Þessi tillaga var samþykkt ein- róma með 9 atkvæðum, en því mið ur hefur framkvæmd hennar dreg- izt á langinn. Nú mun samkomu- lag vera komið á við forstjóra skipa Þá telur Elías, að við sem vorum kosnir af meirihlutanum sem full- trúar á síðasta sambandsþing, höf- um ekki verið fulltrúar félagsins, heldur einhvers pólitísks flokks. Eg hélt satt að segja, að Elías myndi ekki hætta sér út á svona hálan ís. En hann hefur ef til vill haldið, að menn væru búnir að gleyma því, þegar Alþýðuflokkur- inn hafði Alþýðusambandið, þá mátti ekkert félag kjósa fulltrúa á þing þess, nema sá hinn sami væri yfirlýstur Alþýðuflokksmaður. Það þótti Elíasi gott lýðræði og þá var gaman að lifa, því þá fengu and- stæðingarnir ekki að kjósa, og þá komst Elías hindrunarlaust á sam- bandsþing. En hvort það hefur ver- ið í þeim sölum eða heima í héraði sem hann vann þau miklu afrek í þágu verkalýðshreyfingarinnar sem hann gortar mest af, skal ósagt lát- ið. Hins vegar ætti Elías að taka sér til eftirbreytni hið gamla heilræði: Að þeir eigi ekki að kasta grjóti, sem í glerhúsi búa. Hermann Jónsson. útgerðar ríkisins um vatnsflutninga með Herjólfi til Vestmannaeyja og verða nauðsynlegar breytingar í sambandi við botntanka skipsins framkvæmdir á næstunni. Því er þess að vænta að nokkur bráða- birgðalausn fáist varðandi neyzlu- vatn áður en langt um líður. En þar sem það vatn, sem unnt er að flytja með Herjólfi verður af skorn um skammti, er einnig til athugun- ar að flytja vatn frá landi í stórum gúmmíbelgjum, sem væru dregnir milli lands og Eyja, en a. m. k. olíuflutningar tíðkast með slíkum hætti með góðum árangri. Þá er það rét, sem bent hefur verið á, að unnt mun að nýta meira af því vatni, sem hér er til staðar á eynni og þyrfti að fara fram athugun á því. Þær leiðir til vatnsöflunar, sem hér hefur verið minnzt á eru fyrst og fremst til bráðabirgða, en þó að- kallandi og nauðsynlegar, því full- komin vatnsveita með nægu neyzlu vatni er ekki alveg á næstu grös- um. Þar er um stórmál að ræða á okkar mælikvarða, sem ekki er hægt að marka stefnu í fyrr en margvíslegar áætlanir og undir- búningsrannsóknir liggja fyrir. Að þeim er nú unnið. Djúpborun hér var liður í þeim rannsóknum, en fullnaðarniðurstöður af þeirri fram kvæmd liggja ekki fyrir ennþá. Þá er væntanlega, í samræmi við á- kvörðun bæjarstjórnar frá 28. jan. s. 1. unnið að áætlun um vatnsveitu frá landi. Og síðast en ekki sízt, Er vií finir dyrum Framhald af 1. síðu. þungum sköðum af völdum nóta- bátanna á síðustu vertíð, og fyrir nokkrum dögum tapaði bátur hér nær tveimur trossum af þeirra völdum og er lágmark, að þær kosti kr. 80.000,00 og þar að auki erfitt að bæta sér upp tapið, þar sem vont er að fá sumt af því, sem til þarf. Það er því ekki annað sýnna, en að þessi nótabátafloti muni hrekja netabátana af miðunum og þar með gera þá óstarfhæfa, þar sem ekki er um aðrar veiðar að ræða fyrir þá. Allmargir Eyjabátar stunda nú togveiðar, og geta flestir vegna smæðar sinnar ekki stundað aðrar veiðar með nokkrum árangri. Skipstjórar þessara báta eru hund- eltir, dæmdir í þungar fésektir og fangelsi fyrir landhelgisbrot, á sama tíma og nótabátaflotinn fær óáreittur að skafa sandana hér við suðurströndina, upp að fjöruborði, með sínum smáriðnu botnsköfum, drepandi á einum afladegi meira af fiski smáum og stórum, en tog- bátaflotinn getur vænzt að fá yfir alla vertíðina í sínar löglegu botn- vörpur. Vestmannaeyjar hafa til þessa verið ein bezta mjólkurkýrin í rík- isfjósinu, en vel gæti svo farið, að með svo gengdarlausri ásókn og rán yrkju á miðunum hér í kring muni nytjarnar minnka verulega innan tíðar. Vera má, að ríkissjóður geti með stóriðju eða á annan hátt bætt sér að nokkru það tjón, sem hann yrði fyrir, en víst er að erfitt yrði að búa okkar fögru Heimey eftir að búið væri að eyða hinum góðu fiski miðum hér jum kring. Vestmannaeyjum 14. marz 1965. Sjómaður. (Framanrituð grein birtist í Tím- anum 9. þ. m.). Frá Kvenfélagi Landakirkju. Kvenfélag Landakirkju þakk- ar öllum þeim bæjarbúum gjaf- ir og aðstoð í sambandi við hluta veltu félagsins. STJÓRNIN. það er fylgzt með nýjungum varð- andi vatnsvinnslu úr sjó, og þar sem mikil áherzla er lögð á rannsóknir á því sviði er ef til vill góðs að bíða í því efni. Eins og fram var tekið hér í blað inu 4. marz s. 1. og fleiri hafa bent á síðan, þá bíða mikil verkefni, sem eru dreifingarkerfi vatnsins um bæinn, vatnsgeymar og fl. sem þeg- ar er hægt að fara að vinna að hvaða leið ,sem að endingu verður valin til vatnsöflunar. S. K. Vatnsmálin

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.