Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 4
4. SÍÐAN FRAMSÖKNARBLAÐIÐ fcííiiv í Landakirkja. Messur um hátíðarnar: Skírdag kl. 2. Séra Jóh. Hlíðar. Altarisganga. Föstudagurinn langi kl. 2. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Páskadagur kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar. 2. dag páska kl. 2. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Sumardagurinn fyrsti kl. 2. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Betel. Samkomur um hátíðarnar: Skírdagskvöld kl. 8,30. Föstudaginn langa, kl. 4,30. og báða páskadagana kl. 4,30. Andlát. Nýlega er látin Andrea Kristjáns- dóttir, Nýja húsi, við Heimagötu. Jarðarför hennar fer fram frá Landakirkju í dag. Merkisafmæli. S. 1. laugardag, hinn 10. þ. m. átti Pálína Eiríksdóttir, Varmahlíð sjötugsafmæli. Listsýning. Núna þessa dagana stendur yfir í Akóges sýning á verkum frú Vig- dísar Kristjánsdóttur frá Reykja- vík. Á sýningunni *er listvefnaður, vatnslitamyndir og bókaskreyting- ar. Stærsta myndin ber nafnið: Óð- ur til íslenzku sauðkindarinnar. Ó- hætt mun að fullyrða, að sauðkind- inni hefur ekki áður verið fluttur dýrri óður. Segja má, að vatnslita- myndirnar, sem eru af íslenzkum jurtum, séu óður til íslenzkrar nátt- úru. Hér er gömul íslenzk list í skáld- legum búningi, og blómamyndirnar eru svo lifandi, að ekkert vantar nema ylminn. Nýlega hafa nokkrir Vestmannaeyingar keypt togarann Donwood, sem strandaði hér við Heimaklett hinn 13. marz. Hefur þeim tekizt að bjarga olíunni úr skipinu, og er þar með létt af þeim áhyggjum að ■ olían færi í sjóinn, og jafnvel inn í höfnina. Sigfús J. Johnsen hefur tekið sæti Guðlaugs Gísla- sonar á Alþingi vegnai anna Guð- laugs heima í héraði, eins og það var orðað í fréttum. frá bsjarrdði. Bæjarráð Vestmannaeyja óskar að fá birt eftirfarandi frá fundi sín- um 12. apríl s. 1: „Fyrir lá: 6. liður: Skýrsla frá rannsóknar- stofu Fiskifélags íslands dags. 8. apríl s. 1. varðandi gerlagróður í vatnsbólum við Skiphella. Sýnir skýrslan, að ekki er um að ræða að cóli-gerlar séu í vatninu, enda aldrei komið fram áður við fyrri rannsóknir. Bæjarráð samþykkir að biðja blöð bæjarins að birta framanritaða bók- un til að leiðrétta fullyrðingu M. M. í Brautinni 8. apríl um cóli-(saur-) gerla í vatninu jafnhliða og bæjar- ráð harmar, að slík alröng og á- byrgðarlaus fullyrðing skuli hafa komið fram í innanbæjarblaði, þar sem fiskframleiðslunni getur stafað hætta af slíku, auk þess, sem það er til leiðinda fyrir bæjarbúa og á- litshnekkis fyrir byggðarlagið. Vill bæjarráð undirstrika, að það ber fyllsta traust til héraðslæknis stað- arins, sem annast hefur sendingu sýnishorna af vatni Vatnsveitunn- ar til gerlarannsóknar og efnagrein- ingar. Fleira ekki gert. Fundi slitið. Sighvatur Bjarnason, Jóhann Friðfinnsson, Sigurður Stefánsson, Guðlaugur Gíslason, Gísli Gíslason." Sveinn Guömundsson. Framhald af 1. síðu. hafi, eða í tæp 28 ár og verður það seint fullþakkað. Margháttuð önnur félagsmál hef- ur Sveinn látið til sín taka. Hann tók m. a. um langt skeið þátt í söng lífi þessa bæjar, bæði í Vestmanna kór og í Kirkjukór Vestmannaeyja. Sveinn hefur látið menningarmál þessa bæjar sig miklu skipta. Hann hefur hvað eftir annað flutt tillög- ur í bæjarstjórn um skrúðgarð, listasafn o .fl., en jafnan fyrir dauf- um eyrum. Yfirleitt hefur Sveinn veitt góðum málum lið, án tillits til flokkssjónarmiða, eða eiginhags muna. Sveinn er drengur góður, og allt- af reiðubúinn að rétta hjálparhönd og er þá ekki spurt um laun. Merkisafmæli. 12. þ. m. var Ingibjörg Ólafsdótt- ir í Bólstaðarhlíð sjötug. Ingibjörg er Rangæingur að ætt, en fluttist hingað um tvítugt, og giftist stuttu síðar Birni Bjarnasyni frá Hlaðbæ, en hann rak hér útgerð um langt skeið í félagi við Eirík Ásbjörns- son. Þau Ingibjörg og Björn byggðu húsið Bólstaðarhlíð, og þar hefur Ingibjörg búið alla tíð. Mann sinn missti Ingibjörg fyrir allmörgum árum. Þeim varð átta barna auð- ið, og eru sjö þeirra á lífi, og öll búsett hér í Eyjum. Ingibjörg hefur yndi af blómum, og hefur komið sér upp fallegum blómagarði. Síðustu árin hefur hún fengizt nokkuð við ritstörf, og á Framsóknarblaðið henni mikið að þakka í þeim efnum. Blaðið vill nú nota þetta tæki- færi og flytja þessari heiðurskonu beztu þakkir og árnaðaróskir á þess um tímamótum. Ingibjörg dvelur nú á sjúkrahús- inu Sólheimum í Reykjavík. VINYL-veggdúkurinn kominn aftur í 10 mismunandi litum. ATH.: Hentar vel þar sem eitthvaö mæöir á GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON & CO. HF. Hástv. 23. — Sími 2061. vizkusemi í störfum, m. a. í sam- bandi við fjárreiður hinna mörgu fyrirtækja og stofnana, sem hann hefur annazt. Hann er viðurkenndur fyrir sam- Tómstundastarf Sveins um ára- tugi, hefur verið steinasöfnun, og á hann nú eitt bezta steinasafn hérlendis. Kvæntur er Sveinn Unni Pálsdótt ur, frá Hofsósi, hinni ágætustu konu. Sveinn er enn léttur í spori, og léttur í lund og ber því ekki aldurinn utan á sér. Framsóknarfélagið og Framsókn arblaðið þakkar Sveini fyrir öll störf hans, og við vonum, að störf hans og annarra brautryðjenda fé- lagshyggju í þessum bæ, séu ekki unnin fyrir gíg, heldur beri ávöxt til hagsbóta fyrir heill þessa bæjar. J. B. PÁSKAHROTAN í gær var mesti afladagur vertíð- arinnar og hafa borizt á land um 1500 tonn hér í Eyjum. Afli í net- in var yfirleitt jafn og góður, en hjá nótabátum var hann misjafn Troll- og færabátar öfluðu vel. í morgun var hvöss austanátt og því erfitt fyrir nótabáta að athafna sig, en netabátar eru allir á sjó. Miklar annir eru að sjálfsögðu í vinnslustöðvunum og kemur sér mjög illa, að vertíðarfólk hefur ver- ið að tínast í burtu að undanförnu. Horfur eru á að flestallir Færeying arnir, sem hér hafa unnið í vetur, séu á förum með Gullfossi um helgina. RAFMAGNS- KRULLUJÁRNIN margeftirspuröu, komin aftur. Har. Eiríksson h. f. TIL SÖLU. er CLARK VÖRULYFT ARI, — buröarþal 3 tonn. SKIPAAFGREIÐSLA HERJÓLFS. Ný sending af hinum vinsælu amerísku gólfflísum vœntanl, um 20. þ.m. GUÐMUNDUR BÖÐ VARSSON & CO. HF. Hástv. 23. — Sími 2061. BARNARUM, nýlegt og vel meö far iö óskast til kaups. Uppl. í síma 1577. Slétt galvaniseraö járn, stærö 100x250 cm. platan. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON & CO. HF. Hástv. 23. — Sími 2061. íbúð óskast. Ung hjón óska eftir að taka íbúð á leigu. — Helzt sem fyrst. Upplýsingar í síma 1235 og 1230. Tilboð óskast í smíði og uppsetningu stiga- og svalahandriða í Sambýlis- húsið, Hásteinvegi 60—62—64. Tilboðsgögn liggja frammi á Bæjarskrifstofunum. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu bæjarstjóra mánu- daginn 26. apríl n. k. BÆJARSTJÓRI. ]*> ii~x«ri<tiiii«x Hw—r^i—i~ *• • * ■ "« ^***1

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.