Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 28.04.1965, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 28.04.1965, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAE Y JA 28. árgangur. Vestmannaeyjum 28. apríl 1965 8. tölublað. FORNA HELGAFELLI ? Ilægri myndin er af HELGAFELLI eins og það lítur út í dag, en hin myndin er sýnishorn af því, hvernig umhorfs væri á sömu slóðum, ef HELGAFELL yrði jafnað við jörðu. Jéats Jónsson frá Hrijlu, óttrœður Helgafell og Heimaklettur eru höfuðprýði Heimaeyjar. Samt sem áður hefur oftar en einu sinni ver- ið um það rætt að fórna þessum fjöllum vegna framkvæmda. Það er sagt, að danskur verk- fræðingur hafi einu sinni lagt það til, að sprengja Heimaklett, og nota grjótið úr honum í hafnargarð. Sem betur fer var frá því horfið. Þegar hafizt var handa um flug- vallargerð hér, var tekinn ofaníburð ur austan í Helgafelli. Þar blasir enn við opin gryfja, eins og ör eft- ir brunasár á fallegu andliti. Og enn skal höggvið í sama kné- runn. Nú vantar tilfinnanlega ofaní- burð í austasta kafla flugvallarins. Bæjaryfirvöldin sækja fast á að fá að taka ofaníburð úr Helgafelli, en Náttúruverndarnefnd bæjarins, eða meirihluti hennar hefur neitað um leyfi. Bæjarráð mun ekki vilja una þessari neitun, og hefur leitað ásjár á hærri stöðum. Því verður ekki á móti mælt, að nauðsyn er á því að halda flugvell- inum við, en ég efa, að fullnaðar- rannsókn hafi farið fram á því, livort ekki sé hægt að fá ofaníburð annarsstaðar. En hvað sem því líður þá má ekki fórna Helgafelli vegna stundarhagsmuna. J. B. Sá maður, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem um langan aldur mun verða talinn mestur þjóðmálaskör- ungur íslendinga á tuttugustu öld- inni, er fæddur í Hriflu í Bárðar- dal 1. maí 1885, sonur Jóns bónda þar Kristjánssonar og konu hans Rannveigar Jónsdóttur bónda á Gvendarstöðum í Kinn. Jónas lauk námi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1905 og er mælt, að Hjaltalín skólameistari hafi sagt um hinn unga skólasvein, að Jónas væri sá stærsti lax, sem komið hefði á sinn öngul. Árin 1905 til 1909 dvaldist Jónas við nám erlendis í Askov, í Berlín, Oxford, London og París og naut nokkurs styrks frá Alþingi til þess að kynna sér skólamál 1908 til 1909. Jónas er maður hávaxinn, grann ur og glæsimenni hið mesta og bland ast engum, sem kynnist Jónasi, að þar fer mikill höfðingi í þess orðs beztu meiningu og ósjálfrátt hrífast menn af andlegum yfirburðum Jón asar, hvort sem menn eru honum sammála eða ósammála. Á þeim ár- um sem öldur stjórnmálabaráttunn- ar risu hvað hæst, var það eitt sinn, að Jónas þurfti að láta samherja sinn fyrir sína hönd taka upp mála- slag við Ólaf heitinn Thors vegna fjarveru Jónasar og þessi staðgeng- ill kunni allvel að beita orðgnótt og rökum. Varð Ólafi þá að orði: Mikill helvítis kjaftur getur verið á þér, þú ert bara ekki hóti betri en Jónas. Jónas gerðist kennari við Kenn- araskólann 1909 og tók við ritstjórn Skinfaxa litlu síðar og hóf að fitja upp á ýmsu og gekk misjafnlega eins og oft vill verða til að byrja með og var ekki um of ánægður með árangurinn. Um sumarið 1910 fór Jónas norður í land til ætt- byggða sinna. Úr þeirri ferð kom Jónas heitbundinn Guðrúnu Stef- ánsdóttur, er gerðist honum sú heillastjarna, sem sveigði braut hans strax í sólarátt og giftu þau sig 8. apríl 1912 og entust samleiðir þeirra þar til Guðrún lézt í janúar 1963. Guðrún Stefánsdóttir var glæsi- leg og gáfuð kona og voru þau hjón in, Guðrún og Jónas, mjög jafn- aldra, Guðrún fædd 5. október 1885 að Stóru Tunug í Bárðardal, eða hálfu ári yngri heldur en Jónas. Ættmenn Guðrúnar voru rökhyggju memvdjarfir í sk'oðunum með skap gerð íofna skáldskaparhneigð og hneigðir til ritmennskú og bústarfa. Guðrún hafði misst föður sinn er Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.