Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 26.05.1965, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 26.05.1965, Blaðsíða 1
28. árgangur. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTM ANNAE Y J A MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANN AE Y JUM Vestmannaeyjum 26. maí 1965 i0. tölublað. • r*i ■—inmrnrW~*i^«ii%irWJ"«<Wi^> ..... fi« Rstt i Óskar Matthíasson skipstjóri á m.b. Leó Ve. 400 varð aflakóng- ur Vestmannaeyja á s.l. vertíð. Af því tilefni átti Framsóknar- blaðið stutt viðtal við hann. Þú ert Vestmannaeyingur í húð og hár, segjum við svona eins og út í hött Já, ég er fæddur hér 22. marz 1921. Og fórst ungur á sjóinn? Eg byrjaði að róa 17 ára og mað- ur hefur svo verið við þetta síð- an. Og þú ert búinn að vera lengi for- maður. Þetta var 21. vertíðin mín sem for maður. Eg byrjaði á Glað, svo var ég með Skuld og Glað aftur. Síðan eignuðust við Nönnu og var ég með hana í fimm ár. 1951 keyptum við svo Leó, sem ég kalla nú gamla Leó, og með hann var ég til 1960, en þá kom nýi Leó, sem ég hef ver ið með síðan. Og þú hefur verið farsæll foA maður? Já ég hefi aldrei misst mann og ekki orðið fyrir óhöppum. Og fisk- eríið hefur gengið vel eftir aðstæð- um. Hvað segirði svo um vertíðina? Eg réri ekkert á línu, en byrjaði óvenju snemma með netin. Já við lögðum þau 1. febrúar. En aflinn var lítill 2. febrúar aðeins 215 kg. ein trossan var alveg steindauð. Og það var ákaflega tregur afli í febr- úar og marz, þó fengum við nokkra sæmilega róðra upp úr 20. febrúar og var þá aflinn ufsi. Fiskeríið byrj aði eiginlega 11. apríl. Þá fengum við 31 tonn, og síðan var gott fisk- erí til 1. maí. Stærsti róðurinn var 13. apríl, þá fengum við 61 tonn. Eg fór á troll síðustu dagana fyrir lokin og fékk 20 tonn í það. Heild- araflinn varð 1050 tonn. Þú fékkst meiri fisk á vertíðinni í fyrra. Já, þá fengum við 1199 tonn. Eg held að það hafi í vetur verið venju fremur lítil fiskigengd á miðum við Eyjar, það vantaði stófa fiskinn. Þó var mikill fiskur um tíma hérna fyrir austan, en þá var tíðin slæm og mikill straumur, svo það nýttist illa, og margir urðu fyrir veiðarfæratjóni. Eg hefi eiginlega aldrei misst neitt teljandi af net- um fyrr en í vetur. Eg vil taka það fram, að ég hef alltaf haft ágætis mannskap, og góð- ur afli fæst aldrei nema með góð- um og samstilltum mannskap. Hvað segirðu um nótina? Nótin og netin eiga ekki saman. Á vetlvangi bæjarmála hefur öfl- un neyzluvatns verið efst á baugi nú um skeið. Vatnsskorturinn á út- mánuðum í vetur og í vor á að vonum þátt í að svo er. Og þar sem nú liggur fyrir skýrsla um málið frá Þórhalli Jónssyni verkfræðingi, þykir okkur eðlilegt, að bæjarbú- ar fái ;.ð sjá nokkrar þær niður- slööur, sem þar koma fram. Vcrkfræðingurinn tekur það fram, að þessi könnun sé undirbún- ingsathugun, og allar tölur lauslega áætlaðar. Vatnsþörf. íbúafjöldi Vestmannaeyja var Það þarf að lcoma á, einhverju skipulagi svo menn eyðileggi ekki veiðarfærin hvor fyrir öðrum. Hins- vegar er erfitt að skipuleggja veiði svæði fyrirfram, því þannig gæti skipast að netafiskurinn yrði þar sem nótabátarnir ættu að fiska og svo öfugt. Hvað segir þú svo, sem útgerðar maður um horfur í útvegsmálum? Eins og ég sagði áðan hef ég ver- ið heppinn með að fiska svo þetta gengur nú sæmilega hjá mér. Eg veit ekki hvað meðalhlutur hefur verið hér á vertíðinni, en hann er varla meira en 60 til 70 þús. kr. hinn 1. desember 1964 4.948, en var 1. des. 1956 4.224. Hefur því á átta árum fjölgað um 724 eða um 2% á ári. Ef gert er ráð fyrir sömu fjölg- un, verður íbúafjöldinn eftir 10 ár eða 1974, orðinn um 6000. Auk þess eru margir aðkomumenn og sjómenn við vinnu mikinn hluta ársins, sam- kvæmt upplýsingum Óskar Gíslason ar voru þetta orm 1000 manns á síð- ustu vertíð. Verður því í þessum útreikningum gert ráð fyrir vatns- þörf 7000 manns. Vatnsþörf pr. íbúa til heimilis- nota og til iðnaðar, sem ekki krefst mikils vatns, er mjög misjafn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vatnsveitu Menn eru ekki ofsælir af því, hvað þá hinir, sem eru fyrir neðan með- allagið. Eg tel að verðið á fiskinum sé óeðlilega lágt. Hinsvegar bygg- ist afkoman á aflamagninu eins og raunar er þegar komið fram í þessu rabbi en hvað framundan er í því efni er ekki gott að fullyrða mik- ið um. Hvað ferð þú nú að gera, spyrjum við að lokum? Eg fer á troll og sigli með aflann í sumar. Svo óskum við Óskari til ham- ingju með titilinn Aflakóngur Vest- mannaeyja 1965. Reykjavíkur, er mezta vatnsneyzla þar til allra nota, um 735 lítrar á mann á dag. í Kópavogi er samsvar- andi tala 435 lítrar. Þar sem lítið er um vatnsfrekan iðnað í Kópavogi, er sú tala sambærileg við Vest- mannaeyjar. En þar sem vatn í Vest mannaeyjum verður mjög dýrt og líklega selt eftir mæli, þykir mér ráðlegt að reikna þörfina 300 lítra á mann á dag. Heildarþörfin verð- ur því 300x7000 = 2.100 tonn á dag. Verður reiknað með þeirri tölu hér * eftir. Fiskiðnaðurinn mun þá enn, sem fyrr notast við sjó og vatn frá safnleiðslunni í Botni. Framhald á 2. síðu. Vatnsöflun í Vestmannaeyj um Iíaflar úr greinargerð Þórkalls Jónssonar verkfrœðings.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.