Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÖKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA 28. árgangur. Vestmannaeyjum 9. júní 1965 MALGAGN FRAMSOKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM 11. tölublað Þegar þetta er skrifað eru gild- andi kjarasamningar á seinasta degi. Undanfarnar vikur hefur ver- ið unnið að undirbúningi nyrra samninga, en með heldur litlum ár- angri, ennþá að því er bezt er vit- að. Enginn veit því enn um hvað við tekur, verkföll og ringuireið á vinnumarkaðinum eða nýir samn- ingar. Það veltur þó fyrst og fremst á ríkisstjórninni hvort samningar tak ast og er það ekki óeðlilegt, þar sem hún ber ábyrgð á þeim vandá er skap azt hefur. Undirrót þess, að kjara- málin eru nú komin í hnút, er <.u ferlega dýrtíð, sem hér hefur þróazt undanfarin ár. Hér hefur verið góðæri. Mikið hefur aflazt, útflutningsverðlag hækkað stórlega og því hafa þjóð- artekjur aukizt. Nær daglega má sjá um það deilt í blöðum ,hvort kaupgjald almennra launa hafi auk- izt eða minnkað í valdatíð núver- andi ríkisstjórnar. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Staðreynd- irnar liggja ljóst fyrir. Þegar um það er deilt, er það vegna þess að menn eru ekki að tala um sama hlutinn. Annars vegar er um að ræða kaupmátt almenns tímakaups, sem hefur minnkað, en hins vegar liafa menn unnið það upp með því að vinna lengri vinnudag, svo að kaupmáttur heildarteknanna hefur staðið í stað eða jafnvel aukizt eitt- hvað. Þannig hafa menn orðið að lengja vinnutíma sinn til þess að halda óbreyttum kaupmætti. Þetta er auðvitað alveg óviðun- andi niðurstaða fyrir launa- og verkafólk. Á tímum tækni og vél- væðingar ætti það að geta aukið tekjur sínar stórlega þó að vinnu- timinn yrði styttur verulega. Sú spurning leitar auðvitað á í þessu sambandi hvort atvinnurekst- urirm geti staðið undir hærra kaup gjaldi. Víst er um það að aðstaða ýmissa greina atvinnurekstrarins er erfið við þau skilyrði, sem núver- andi stjórnarstefna hefur skapað. Dýrtíðin, sem ríkisstjórnin hefur kynt undir í stað þess að reyna að hamla gegn, er atvinnurekstrinum og þá sérstaklega útflutningsat- vinnuvegunum þung í skauti. Samt ber ekki á öðru en að atvinnuveg- irnir treysti sér til að borga allhá vinnulaun. Nýleg athugun sýnir að verkamenn hér á landi hafa aðeins rúman helming tekna sinna af dag- vinnu hitt fæst í eftir- nætur- og helgidagavinnu, sem er atvinnu- iekstrinum helmingi dýrari. í fisk- iðnaðinum er þetta hlutfall enn ó- hagstæðara. Þar eru tekjur af dag- vinnu minna en helmingur af heild- artekjunum. í sumum atvinnugrein- um er sjálfsagt erfitt að komast alv- eg hjá eftirvinnu, en það hlutfall sem hér tíðkast nær ekki neinni átt. Ljóst er því að með breyttri vinnutilhögun og minnkaðri næt- urvinnu væri hægt að stórhækka dagkaupið. Hvers vegna er þetta þá ekki Vr greinargerð Þórhalls Jónssonar, verkfrœðings. Framhald. í síðasta Framsóknarblaði birt um við kafla úr greinargerð Þór halls Jónssonar verkfræðings, þar sem rætt er um vatnsleiðslu frá landi hingað til Eyja. Næstu kaflar í greinargerðinni fjalla um kostnaðaráætlanir og vinnslu vatns úr sjó. Sá liluti skýrslunn- ar hefur nú verið birtur í blað- inu Fylki, og sjáum við ekki á- stæðu til að endurtaka það. Þá er eftir kaflinn um mannvirki í Vestmannaeyjum og fer hann gert? Vilja atvinnurekendur það ekki? Eg held þeir vilji það. Sem betur fer mun það heyra til undan- tekninga hér á landi að atvinnurek endur séu illviljaðir í garð síns verkafólks. En meðan verkafólkið sjálft sættir sig við það ástand sem er í þessum efnum, og það gerir það vonandi ekki lengi úr þessu, þá verður það í undandrætti hjá atvinnurekendum að gera nauð- synlegar breytingar á vinnubrögð- um og tilhögun, enda eiga þeir við ýmsa óþarfa örðugleika að stríða af völdum rangrar stjórnarstefnu undanfarinna ára. Til þess að gera þær breytingar á vinnutímanum, sem nauðsynlegar eru þarf m. a. fjármagn til þess að bæta aðstöðuna á ýmsa lund. En ein af þeim afleiðingum stjórnarstefn- unnar, sem atvinnuvegunum er þyngst í skauti, er fjárskorturinn, sem ríkisstjórnin hefur skipulagt, fyrst vísvitandi með sparifjárbind- ingunni, en síðan með eindæma ráð leysi sínu. Undanfarið hafa stjórnarliðar hvíslað því að mönnum, að þrátt fyrir allt skattaflóðið sé ríkiskass- inn tómur. Að sjálfsögðu hafa menn átt erfitt með að trúa því að það geti átt sér stað í þessum eindæma veltiárum með síauknum skattaálög um. Ýmislegt bendir þó til að eitt- hvað sé til í þessu a. m. k. er það hér á eftir. Mannvirki í Vestmannaeyjum. Leiðslur frá landi koma inn hafn- armynnið og að dælustöð, sem reist verður neðan við Brattagarð á móts við Skólaveg. Dælustöðin verður á 2 hæðum. Neðri hæðin verður jöfn- unarþró ca 2. 5x8 m. að flatarmáli, sem leiðslur frá landi koma inn í. Botnkóti þróarinnar verður um 0,5m og vatnshæðarbreyting við dælingu um 2 m, sem gefur jöfn- unarforða um 40 rúmmetra. Með- fram útvegg þróarinnar sjávarmeg- in verður yfirfall með vatnslás og er efri brún þess í kóta um 2,4 m. Efri hæðin er dælurými að stærð um 3. 5x8 m. Gólfkóti er 2,8 m. loft víst, að ríkissjóður safnar yfirdrátt arskuldum í seðlabankanum, sem nema hundruðum milljóna, og eyk- ur þannig enn á þann lánsfjárskort, sem atvinnuvegirnir eiga við að stríða. Þetta óttalega ráðleysi og hættulega kæruleysi í fjármálum er enn ein sönnun þess, að kjara- mál verkalýðs og launþega verða ekki fremur en önnur efnahagsleg vandamál þjóðarinnar leyst til frambúðar meðan þessi stjórn sit- ur með óbreytta stefnu — eða kannski er réttara að segja stefnu- leysi. Launastéttunum nægja því ekki sigrar í kaupgjaldsbaráttunni meðan þær eru sundraðar og and- varalausar í pólitíkinni. Að sinni eiga verkalýðsstéttirnar þó ekki annan leik en að knýja á um bætt kjör til samræmis við auknar þjóðartekjur. Þær hafa beð ið nógu lengi eftir sínum hlut af þeirri aukningu og hann verða þær að fá. Hækkað kaupgjald mun svo knýja atvinnureksturinn til að bæta vinnubrögðin svo að hægt sé að borga hærra kaup og svo verða menn að leggjast á eitt um að knýja fram nýja stjórnarstefnu, sem sé við það miðuð, að auðvelda at- vinnurekendum að koma rekstri sínum í fullkomið nútímahorf í stað þess að torvelda það. 5. júní 1965. Helgi Bergs. hæð um 3 m. Þar verða settar upp 3 dælur og dælir hver þeirra 1050 tonnum á sólarhring með 65 m. lyftihæð, sem þýðir um 14 HK afl pr. dælu Vinna 2 dælur saman, en sú þriðja til vara. Auk þess er fjórðu dælunni ætlað rúm við síð- ari stækkun. Dælunum verður stýrt af flotrofum í þró og vatnsgeymi. Frá dælustöðinni liggur 8” asbest- leiðsla upp Skólaveg að vatnsgeymi sem staðsettur verður í kvosinni ofan við Gagnfræðaskólann. Lengd 1000 metrar. Vatnsgeymir. Nokkur vandi er að ákveða Framhald á 2. síðu. Yatnsöflun í Vestm.eyfum

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.