Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 2
2. FR AMSÓKN ARBL AÐIÐ WBHManHaBBODianMHHMHBHHBBMHBBBBnBraiI VATNSÖFLUN f VESTMANNAEYJUM Framhald af 1. síðu. heppilegustu stærð vatnsgeyma. Eg geng hér út frá því, að önnur leiðsl an frá landi bili og viðgerð taki 5 daga. Þá þarf að vera til staðar vatnsforði, sem svarar því magni, sem tapast , eða 5250 tonn. Bæjarkerfi. Gert er ráð fyrir því að bæjar- kerfi verði tvískipt eftir hæð lands- ins. Liggja til þess eftirfarandi á- stæður. Ýmis tæki eru þannig gerð, að þau þola ekki mikinn þrýsting. Oft er viðgerð þeirra miðað við að þrýstingur í vatnskerfi fari ekki yf- ir 60 m. Það er dýrt að dæla vatn- inu hærra en þarf og er því eðli- legt að vatn sem nota skal í neðri bæjarhlutum, sé ekki dælt jafn hátt vatni til efri bæjarhluta. Bæjarkerf ið verður að mestu leyti byggt upp úr asbestleiðslum, en þær eru byggðar fyrir mismunandi þrýst- ing. Algengasta gerð þeirra er ætl- uð fyrir mesta þrýsting 60 m. Næsta gerð fyrir ofan þolir 100 m, en er talsvert dýrari. Með þetta fyrir aug Aðalfundur Kf. Vestm.eyja Aðalfundur Kaupfélags Vest- mannaeyja var haldinn miðvikudag inn 2. maí í húsi K. F. U. M. og K. í Vestmannaeyjum. Formaður félagsstjórnar, Stein- grímur Benediktsson, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. Því næst tók kaupfélagsstjórinn, Guðni Guðnason, til máls, og flutti ýtar- lega ræðu um rekstur félagsins á liðnu ári. Heildarvelta félagsins var á árinu kr. 27,5 millj. og hafði aukizt frá árinu áður um 30%. Eftir að vöru- lager hafði verið afskrifaður um 37,5% var rekstursafgangur kr. 210 þús. kr. Var honum varið til af- skrifta á öðrum eignum fél. Á árinu greiddi kaupfélagið nálega 1,2 millj. króna í söluskatt. Kaupfélag Vestmannaeyja rekur nú þrjár matvöruverzlanir, og auk þess vefnaðar- og búsáhaldaverzlan- ir. Einnig rekur það kjötvinnslu og pylsugerð. Á árinu festi félagið kaup á húseignunum Bárugötu 6 og Strandvegi 42, fyrir mjög hagstætt verð, en fyrri eigandi var Samband ísl. samvinnufélaga. Af framkvæmd um á árinu má geta, að félagið er að reisa verzlunarhús í austurbæn- um, og auk þess fóru fram gagngerð ar endurbætur á húsnæði kjöt- vinnslunnar. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Steingrímur Benediktsson og Jó- hann Björnsson, en voru báðir end urkjörnir. Auk þeirra eiga sæti í stjórninni Páll Eyjólfsson, Eiríkur Ásbjörnsson og Jón Stefánsson. um er gert ráð fyrir því að í neðra kerfinu verði mesti þrýstingur um 60 m. Þetta svarar til þess að botn- kóti í 5 m háum vatnsgeymi sé um 55 m. Dreifikerfi frá þessum geymi mun ná til bygginga sem standa á landi neðan við 40 metra hæðar- línuna. Á meðfylgjandi teikningu er sýnt hvaða landssvæði fær vatn frá þessum geymi. Stærð þessa geymis er 5000 tonn, hann er stað- settur í kvosinni ofan við Gagn- fræðaskólann og verður gerður úr steinsteypu. Ofan við þetta svæði búa núna um 700 manns. Gera má ráð fyrir ð mikill hluti fólksfjölgunarinnar verði á efra svæðinu. Hér er gert ráð fyrir 1500 íbúum á efra svæð- inu og er vatnsþörf þeirra þá 450 tonn á dag. Vatnsgeymir fyrir efra svæðið verður að stærð 250 tonn með botnkóta 90 m. hæð 5 m. Rétt er að hafa hann ekki hærri þar sem á svæðinu geta verið nokkrar bygg ingar á landi neðan við 40 m. sem hentugra er að tengja við efra kerf- ið. Geymir þessi verður staðsettur neðan við Dalaveginn, móts við af- leggjarann að malargryfjum í Helgafelli. Dælustöð fyrir þetta kerfi verður við neðri geyminn, /Verða þar tvær dælur, sem hvor um sig afkastar 450 tonnum á dag við 40 m þrýsting. Aflið er ca 40 HK pr. dælu. Þær ganga til skiptis og er stýrt með flotrofum í báðum geymum. Frá dælustöð liggur 6” leiðsla að efra geymi. Lengd henn- ar er um 400 m. Efra kerfið nær til bygginga á landi neðan við 75 metra hæðarlínu. Á teikningu er þessi hæðarlína sýnd og landssvæði það, sem kerfið þjónar. Ofan við 75 metra eru mjög fáar byggingar og er gert ráð fyrir að ekki verði í náinni framtíð leyft að byggja þar. Ef æskilegt verður síðar meir að byggja hverfi ofan við 75 m verður að bæta við þriðju vatnskerfinu, sem næði til lands milli 75 og 110 m. hæðarlínanna. Þær byggingar, sem nú standa of- an við 75 m., geta fengið vatn úr efra kerfinu með sérstökum dælum og má víðast hvar notast við dælur þær sem eru fyrir í þeim. Það sem hér er sagt um bæjar- kerfið á fyrst og fremst við vatns- veitu, sem byggist á leiðslu frá landi. Verði hins vegar valin sú leið að vinna vatn úr sjó, yrðu vinnslu- vélarnar sennilega staðsettar á Eið- inu eða austur á Urðum. Staðsetn- ing geyma yrði þá önnur. Þar sem dreifingarkerfið um bæinn byggist í flestum tilfellum utan um leiðsl- una milli dælustöðvarinnar og geymis er ekki á þessu stigi máls- ins hægt að vinna að áætlunum um það. Fyrst þegar vatnsöflunarað- ferð hefur verið ákveðin svo og staðsetning geyma verður hægt að hefja teikningu bæjarkerfisins. Kostnaður í Vestmannaeyjum. Dælustöðvar, geymar og leiðslur milli þeirra. millj. kr. Vatnsgeymar, 5.250 tonn á 800/— 4,2 8” leiðsla, 1000 m. á 800/— 0,8 6” leiðsla, 400 m. á 500/— 0,2 Dælustöðvar o. fl. 0,8 Samtals millj. kr. 6,0 Það þykir líklega ekki færandi í frásögu, þótt dagamunur sé gerður á Sjómannadag í stærsta útgerðar- bænum, a. m. k. hef ég ekki heyrt útvarpið segja frá neinu hátíðar- haldi þar, þennan dag. Vestmannaeyjar eru þó sá staður sem mestur sjávaraflanum er land- að og hann verkaður, og leggja því að sínum hluta stórt „prósent" í þjóðarbúið. Því ætti sjómanna-hátíð is-dagur að vera þar með meiri glæsibrag en annarsstaðar. Það var blítt veðrið 30. maí. Börn eru snemma á ferli með Sjó- mannadagsblaðið og merki dagsins, blaðið fjölbreytt að efni og snoturt að vanda. Upp úr hádegi fór fólk að safn- ast á horn Vestmannabrautar og Kirkjuvegar, börn og unglingar voru þar í meirihluta. Lúðrasveit spilar undir stjórn Oddgeirs Kristj ánssonar, ávarp er flutt. Undir blaktandi fánum og við hljómfall þýðra tóna gengur fjölmenn fylk- ing um nokkrar götur, og loks er staðnæmzt milli dyra Landakirkju og myndastyttu „drukknaðra og hrapaðra“ þar sem Einar Gíslason flutti snjalla ræðu, milli hljóma og söngs. Kirkjan fyllist og hátíðar- messa er sungin, séra Þorsteinn L. Jónsson flytur þróttmikla prédik- un. Stakkagerðistún, samkomusvæðið í miðjum bænum, er fánum prýtt. Þar fóru fram ýmsir skemmtiþætt- ir, lúðrar þeyttir, leikir, og ræða flutt, Karlakórinn Svanir frá Akra nesi söng nokkur lög. Allt fór þetta vel fram og ánægjulega. Slysavarna deildin Eykyndill hafði kaffisölu í grenndinni. Um kvöldið var innisamkoma með góðri dagskrá og að síðustu var dansað í samkomuhúsum fram á nótt. Mjög þótti það á vanta þessa há- tíð, að kappróður og aðrir þættir við höfnina fórust fyrir. En þar hafa oft verið góðir þættir og á sannarlega vel við að þar — við sjóinn — geti fólk séð ýmsar listir, Framsóknar- blaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjónsson, Jóhann Björnsson, ób. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson. sem sjómennsku tilheyra. Róður, að vera góður ræðari hefur frá upp- hafi verið höfuðkostur sjómanns- ins, enda er róður falleg og heilsu samleg íþrótt, og það má telja mjög illa farið, ef hin vaska og fjölmenna sveit, sem sjóvinnu stundar í Vest- mannaeyjum kann ekki lengur ára- lagið, eða fæst ekki til að leggja út ár til gagns eða gamans. Vél- tækni og tæki margskonar er mjög til farsældar, hags og öryggis. En líkams og sálarþrótt ber hverjum manni þó að æfa og þroska svo sem kostur er á, og tjón er það, ef fornir þættir atgerfis falla í gleymsku eða víkja fyrir öðru mtízkuþáttum, kannski tvísýnum að gildi. Heill og heiður okkar kæru eyjar, er að mestu háð hreysti og manndómi þeirra, sem sjóinn sækja, til fiskj- ar eða flutninga. Heill sé þeim og hverri starfandi hönd. Einar. KruÉ spyr Miðvikudaginn 19. maí spyr Brautin, málgagn Alþýðuflokksins. Er það satt, að venjulega sé lög- regluþjónn staðsettur á horni Báru götu og Vestmannabrautar um há- degi, nema ef yfirlögregluþjónninn fer úr bænum, þá sjáist enginn? Skýringin á þessu fyrirbrigði er einfaldlega sú, að þegar yfirlögreglu þjónninn er fjarverandi, er aðeins einn maður á vakt um hádegið, og af skiljanlegum ástæðum getur sami maður ekki verið til afgreiðslu á lögreglustöðinni og stjórnað um- ferð á tilteknu götuhorni á sama tíma. Þá skal spyrjandanum bent á, að hann hefði getað sparað sér þessa glósu í blaðinu í garð okkar gömlu lögregluþjónanna, með því að hringja á lögreglustöðina og fá þar framangreinda skýringu. S. K.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.