Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.06.1965, Page 1

Framsóknarblaðið - 23.06.1965, Page 1
MALGAGN FRAMSOKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM UTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA 28. árgangur. Vestmannaeyjum 23. júní 1965 12. tölublað Vandræða shdldshapur Guðl. Gíslasonar og lifandi fishar. MINNING. SVEINBJÖRN ÁGÚST BENÖNÝSSON Fæddur 8. ágúst 1897. — Dáinn 31. maí 1965. Barst úr Eyjum sorgarfregnin sára, Sveinbjörn Ágúst, Jritt er runnið skeið. Sjúkan, Jireyttan, sjötíu og þriggja ára, svefnsins engill bar þig lieim á. leið. Norðanlands í fátækt varstu fæddur, foreldranna skamma stund þú nauzt. Lífsgieði og gáfum miklum gæddur, grýttan veg til manndóms fram Jiú brauzt. Okkur tók Jiað sárt að mega ei sjá Jiig, systurinni, er kom að vestan heim. Vonuðum í vinahóp að fá þig, vildum geta fagnað ykkur tveim. Þú varst okkar vinur bezti og bróðir, blessuð verður ætíð minning þín. Æskuvinir allir hér um slóðir, óskuðu að fá þig heim til sín. Hjartans þakkir Joér er ljúft að senda, þakka hnyttin svör og fögur ljóð. Glaðværð, tryggð og ástúð fram til enda, indæí djásn í minninganna sjóð. Kveðja frd systkinum i Húnavatnssýslu. í Framsóknarblaðinu var nýlega skýrt frá þeim almæltu tíðindum hér í bænum, að glerrúða í fyrir- huguðu fiskabúri hafi sprungið, og að litlu hafi munað að slys hlytist af. Svo er að sjá, að þessi frétt hafi komið illa við bæjarstjórann, Guð- laug Gíslason, því að hann fullyrðir í Fylki 4. júní, að ritstjórn Fram- sóknarblaðsins hlakki mikið yfir, að uppbygging safns lifandi fiska fari forgörðum. Sú fullyrðing bæjarstjór ans er alveg órökstudd og á enga stoð í veruleikanum. Það er annað að segja frá tíðindum og hitt að hlakka yfir óförum, er snerta bæjar félagið. Væri miklu fremur ástæða t.il að harma, þegar fé úr sameig- inlegum sjóði bæjarbúa er kastað á glæ. En þetta er nú aðferð Guðlaugs Gíslasonar, að gera andstæðingum sínum upp meinlegar skoðanir og búa til staðhæfingar, sem enga stoð eiga í veruleikanum og nota síðan slíkan efnivið til að gera þá tortryggil'ega. Þessu til áréttingar er nærtækt að minna á þá staðhæfingu G. G. í sama blaði, sem virðist nú eiga að verða einskonar „mottó“ í hans málflutn ingi, að þegar Framsóknarmenn hér leggist gegn einhverju máli, þá sé hann á réttri leið. Kringum þetta heilafóstur sitt fléttaði bæjarstjór- inn heilmikinn vandræða skáldskap, sem birtist í Fylki á útmánuðum á s. 1. vetri. M. a. hélt hann því fram, að við framsóknarmenn hér hefð- um barizt á móti kaupum á Lóðs- inum, byggingu Nausthamarsbryggj unnar, og kaupum á malbikunar- tækjum. Margir bæjarbúar muna, að bygg ing Nausthamarsbryggjunnar og kaupin á malbikunartækjunum voru ráðin og gerð á kjörtímabil- inu frá 1954 til 1958. Þá áttu Sjálf- stæðismenn ekki nema fjóra fulltrúa í bæjarstjórn og það var enginn fremur en G. G., sem kom til okk- ar framsóknarmanna í upphafi kjörtímabilsins og óskaði eftir sam- starfi. Við svöruðum því til, að við mundum fylgja þeirri stefnu Fram- sóknarflokksins, að láta málefnin ráða. Væri hægt að leysa ákveðin verkefni í þágu bæjarfélagsins með slíku samstarfi mundum við leggja því lið. Og það tókst samkomulag m. a. um að losa bæinn að fullu við hallarekstur togaraútgerðarinnar og undirbúa og gera stórátök í hafnar- málum og gatnagerð. Við þetta var staðið eins og vera bar. Naustham- arsbryggjan reis upp úr höfninni malbikunartækin voru keypt og fyrsti götuspottinn, Bárugatan, mal- bikaður seint um haustið 1957, eða skömmu fyrir bæjarstjórnarkosning arnar sem fram fóru í janúar 1958. Þessi uppbygging var ódýr og bæjar félagið stóð mjög vel fjárhagslega í lok kjörtímabilsins, enda var óða dýrtíð „viðreisnarinnar“ ekki kom- in til sögunnar. Vart verður um það deilt, að samstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna var bænum hag- stætt á þessum árum. Þá aðstöðu notaði G. G. sér út í æsar í kosning- unum 1958 og urðu þær honum mikill ávinningur í sókn hans til upphefðar og valda. En það er full- komin ósvífni af G. G. að halda því nú fram, að framsóknarmenn hafi unnið á móti þeim framkvæmdum, sem þeir stóðu við hliðina á honum sjálfum til að koma áfram. Um Lóðsinn er sama máli að gegna, að því leyti að bygging hans var samþykkt í bæjarstjórn með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. En hvað snerti verð skipsins, þá gerði ráðdeild Guðlaugs og viðreisnin strik í reikninginn, því að það rúm lega tvöfaldaðist frá því, sem áætl- að hafði verið. Á þetta bentum við réttilega sem dæmi um búsifjar viðreisnarinnar. Hins vegar er hvergi að finna í málflutningi okk- ar framsóknarmanna, andóf gegn hugmyndinni að skipakaupunum eða vantrú á skipinu. Þá var G. G. að minnast á við- gerðina á Hörgeyrargarðinum haustið 1961, en hún drógst langt fram á haust og varð af þeim sök- um dýrari og erfiðari en hún hefði verið, ef hún hefði verið fram- kvæmd um sumarið eins og sjálf- sagt var. Var þar fyrst og fremst um að kenna ráðleysi bæjarstjórans og gagnrýni í Framsóknarblaðinu vegna sleifarlagsins var réttmæt. Nei, G. G. verður að leita betur, ef hann ætlar að finna höggstað á okkur Framsóknarmönnum gegn framfaramálum byggðarlagsins. Við höfum gagnvart þeim gagnrýnt verbólgustefnu „viðreisnarstj órnar- innar“ og misfellur í framkvæmda- stjórn bæjarins. Það eru svo til önnur mál, sem við framsóknarmenn höfum lagzt gegn með jákvæðum árangri, og skal hér aðeins minnzt á eitt þeirra. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tók einu sinni upp á því að sitja í Reykjavík vetrarlangt án þess að hafa nokkurn mann í sínu starfi. Þetta var hrein óhæfa og sérstakt virðingarleysi gagnvart Vestmanna eyingum og því starfi, sem honum hafði verið trúað fyrir hér heima. Gagnrýni Framsóknarmanna í bæj Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.